Gengur hægar en vonast var eftir Samúel Karl Ólason skrifar 21. júní 2023 14:41 Úkraínskir hermenn í Saporijía gera við Leopard 2 skriðdreka frá Þýskalandi. AP/Andriy Andriyenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. Í viðtali við BBC sagði Selenskí að Úkraínumenn hefðu frelsað átta þorp úr höndum Rússa í Saporisíja og Dónetsk. Hann sagði umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en áætlað er að Rússar hafi komið slíkum sprengjum fyrir á um tvö hundruð þúsund ferkílómetra svæði. Hernaðarsérfræðingar hafa varað við því að gagnsókn Úkraínumanna muni taka tíma. Hún muni taka vikur og mánuði en ekki daga og muni reynast kostnaðarsöm. Úkraínskir hermenn eru að reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa og undir sprengjuregni. Þeir eru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa og þetta þurfa þeir að gera án stuðnings úr lofti en Rússar eru sagðir hafa getað notað þyrlur gegn Úkraínumönnum með góðum árangri. Oleksi Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur slegið á svipaða strengi og til dæmis sagt ómögulegt að bera gagnsóknina saman við sókn Úkraínumanna í Karkív í fyrra. Aðstæður séu allt aðrar en þær voru þá. Þá fundu Úkraínumenn veikleika á vörnum Rússa, brutu sér leið í gegnum varnir þeirra og stökktu þeim á flótta. Rússar voru þá með mun færri hermenn í Karkívhéraði en þeir hefðu þurft. Nú hafa Rússar haft mánuði til að undirbúa sig með því að grafa skurði, leggja jarðsprengjur og annað. Kvaðmenn þurfa litla þjálfun til að verja slíkar stöður. Úkraínumenn eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að dregið hefði úr átökum á svæðinu, samkvæmt New York Times. Rússsar hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli en blaðamenn í fylgd úkraínskra hersveita segjast hafa séð fjölda líka rússneskra hermanna í og við þau þorp sem hafa verið frelsuð. Halda aðstoð áfram Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa samþykkt að verja 3,5 milljörðum evra í sjóð sem nota á til að greiða fyrir vopn handa Úkraínumönnum. Það er til viðbótar við þá 5,5 milljarða evra sem búið er að setja í sjóðinn. Þá komust starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að því að þeir hefðu misreiknað kostnað við þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið. Kostnaðurinn væri í raun 6,2 milljörðum dala lægri en áður var talið. Það gefur varnarmálaráðuneytinu meira svigrúm til að styðja Úkraínumenn með vopnasendingum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Selenskí að Úkraínumenn hefðu frelsað átta þorp úr höndum Rússa í Saporisíja og Dónetsk. Hann sagði umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en áætlað er að Rússar hafi komið slíkum sprengjum fyrir á um tvö hundruð þúsund ferkílómetra svæði. Hernaðarsérfræðingar hafa varað við því að gagnsókn Úkraínumanna muni taka tíma. Hún muni taka vikur og mánuði en ekki daga og muni reynast kostnaðarsöm. Úkraínskir hermenn eru að reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa og undir sprengjuregni. Þeir eru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa og þetta þurfa þeir að gera án stuðnings úr lofti en Rússar eru sagðir hafa getað notað þyrlur gegn Úkraínumönnum með góðum árangri. Oleksi Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur slegið á svipaða strengi og til dæmis sagt ómögulegt að bera gagnsóknina saman við sókn Úkraínumanna í Karkív í fyrra. Aðstæður séu allt aðrar en þær voru þá. Þá fundu Úkraínumenn veikleika á vörnum Rússa, brutu sér leið í gegnum varnir þeirra og stökktu þeim á flótta. Rússar voru þá með mun færri hermenn í Karkívhéraði en þeir hefðu þurft. Nú hafa Rússar haft mánuði til að undirbúa sig með því að grafa skurði, leggja jarðsprengjur og annað. Kvaðmenn þurfa litla þjálfun til að verja slíkar stöður. Úkraínumenn eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að dregið hefði úr átökum á svæðinu, samkvæmt New York Times. Rússsar hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli en blaðamenn í fylgd úkraínskra hersveita segjast hafa séð fjölda líka rússneskra hermanna í og við þau þorp sem hafa verið frelsuð. Halda aðstoð áfram Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa samþykkt að verja 3,5 milljörðum evra í sjóð sem nota á til að greiða fyrir vopn handa Úkraínumönnum. Það er til viðbótar við þá 5,5 milljarða evra sem búið er að setja í sjóðinn. Þá komust starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að því að þeir hefðu misreiknað kostnað við þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið. Kostnaðurinn væri í raun 6,2 milljörðum dala lægri en áður var talið. Það gefur varnarmálaráðuneytinu meira svigrúm til að styðja Úkraínumenn með vopnasendingum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira