Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2023 13:01 Formaður Geðhjálpar segir mikilvægt að dreginn sé lærdómur af andlátinu á geðdeild og þeim aðstæður sem sköpuðust þann dag þar. Mynd/Aðsend Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. Í gær var hjúkrunarfræðingur á geðdeild sýknuð af ákæru um manndráp í opinberu starfi, en árið 2021 lést einstaklingur á geðdeild eftir að hjúkrunarfræðingur þvingaði hann til að drekka næringardrykk. Sigríður segir Geðhjálp ekki taka afstöðu til dómsins sjálfs að svo stöddu en samtökin hafa um árabil barist fyrir breyttri hugmyndafræði í geðheilbrigðiskerfinu. „Þetta mál er að öllu leyti hræðilegt og vekur upp mikinn óhug að vita að svona getur gerst. Það vekur upp ýmsar spurningar, sér í lagi um aðstæður inni á geðdeildum,“segir Sigríður en fram hefur komið að hjúkrunarfræðingurinn sem sýknuð var í gær var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt og hafði unnið 19 vaktir á 16 dögum. Forstjóri spítalans hefur frá því að málið kom upp viðurkennt að aðstæður voru ófullnægjandi á deildinni þennan dag. „Geðhjálp hefur um árabil barist fyrir því að draga um nauðungum og þvingunum í geðheilbrigðiskerfinu og þegar svona mál kemur upp vakna auðvitað upp spurningar um beitingu þess og hvar við stöndum raunverulega þegar kemur að meðferðum og réttindum fólks sem glímir við andleg veikindi,“ segir Sigríður. Hún segir að Geðhjálp hvetji fólk áfram til að leita sér meðferðar á deildinni en að það verði að draga lærdóm af þessu máli og skoða þær aðstæður sem komu upp þennan dag, bæði hjá notendum og starfsfólki. „Mér finnst þetta rosalega alvarlegt hvernig aðstæðurnar voru þarna, bara hræðilegt.“ „En þegar þessi dómur er kveðinn í gær þá veltum við því auðvitað fyrir okkur hver ber ábyrgð. Geta svona mál komið upp án þess að nokkur sé ábyrgur? Og ef svo er, þá er það mjög sorglegt og alvarlegt mál að það sé þannig.“ Aðstæður sem ekki eiga að skapast Sigríður segist vonast til þess að búið sé að koma í veg fyrir að þessar aðstæður sem sköpuðust í ágúst 2021 skapist aftur. Hún segist vita til þess að vilji sé fyrir breytingum en að það taki tíma og að öllum breytingum þurfi að fylgja fjármagn, sem hafi ekki alltaf gert. „Svona aðstæður sem að voru þegar þetta atvik gerðist eiga ekki að eiga sér stað inni á geðdeildum.“ Spurð hver lærdómurinn sé af þessu atviki segir Sigríður skýrt að það sé sett verklag og skýrt hvernig aðstæður eigi að vera. Því hafi ekki verið fylgt þennan dag því það var ekki hægt. „Það þarf að vera ákveðið standardar þannig að geðdeildir geti gengið. Því það geta stóralvarleg atvik átt sér stað ef að umhverfið er ekki þannig að hægt er að sinna fólki sem leitar þangað,“ segir Sigríður og heldur áfram: „Lærdómurinn er líka sá að það þarf einhver að bera ábyrgð. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hver á að bera ábyrgð en það er gífurlega sorglegt að einstaklingur getur misst líf sitt þarna án þess að nokkur sé gerður ábyrgur fyrir því.“ Geðheilbrigði Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Talin hafa valdið dauða sjúklings en ásetningurinn ósannaður Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hjúkrunarfræðingur á geðdeild hefði valdið dauða sjúklings með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknaður þar sem ásetningur hans til manndráps þótti ekki sannaður. 21. júní 2023 13:12 „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Í gær var hjúkrunarfræðingur á geðdeild sýknuð af ákæru um manndráp í opinberu starfi, en árið 2021 lést einstaklingur á geðdeild eftir að hjúkrunarfræðingur þvingaði hann til að drekka næringardrykk. Sigríður segir Geðhjálp ekki taka afstöðu til dómsins sjálfs að svo stöddu en samtökin hafa um árabil barist fyrir breyttri hugmyndafræði í geðheilbrigðiskerfinu. „Þetta mál er að öllu leyti hræðilegt og vekur upp mikinn óhug að vita að svona getur gerst. Það vekur upp ýmsar spurningar, sér í lagi um aðstæður inni á geðdeildum,“segir Sigríður en fram hefur komið að hjúkrunarfræðingurinn sem sýknuð var í gær var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt og hafði unnið 19 vaktir á 16 dögum. Forstjóri spítalans hefur frá því að málið kom upp viðurkennt að aðstæður voru ófullnægjandi á deildinni þennan dag. „Geðhjálp hefur um árabil barist fyrir því að draga um nauðungum og þvingunum í geðheilbrigðiskerfinu og þegar svona mál kemur upp vakna auðvitað upp spurningar um beitingu þess og hvar við stöndum raunverulega þegar kemur að meðferðum og réttindum fólks sem glímir við andleg veikindi,“ segir Sigríður. Hún segir að Geðhjálp hvetji fólk áfram til að leita sér meðferðar á deildinni en að það verði að draga lærdóm af þessu máli og skoða þær aðstæður sem komu upp þennan dag, bæði hjá notendum og starfsfólki. „Mér finnst þetta rosalega alvarlegt hvernig aðstæðurnar voru þarna, bara hræðilegt.“ „En þegar þessi dómur er kveðinn í gær þá veltum við því auðvitað fyrir okkur hver ber ábyrgð. Geta svona mál komið upp án þess að nokkur sé ábyrgur? Og ef svo er, þá er það mjög sorglegt og alvarlegt mál að það sé þannig.“ Aðstæður sem ekki eiga að skapast Sigríður segist vonast til þess að búið sé að koma í veg fyrir að þessar aðstæður sem sköpuðust í ágúst 2021 skapist aftur. Hún segist vita til þess að vilji sé fyrir breytingum en að það taki tíma og að öllum breytingum þurfi að fylgja fjármagn, sem hafi ekki alltaf gert. „Svona aðstæður sem að voru þegar þetta atvik gerðist eiga ekki að eiga sér stað inni á geðdeildum.“ Spurð hver lærdómurinn sé af þessu atviki segir Sigríður skýrt að það sé sett verklag og skýrt hvernig aðstæður eigi að vera. Því hafi ekki verið fylgt þennan dag því það var ekki hægt. „Það þarf að vera ákveðið standardar þannig að geðdeildir geti gengið. Því það geta stóralvarleg atvik átt sér stað ef að umhverfið er ekki þannig að hægt er að sinna fólki sem leitar þangað,“ segir Sigríður og heldur áfram: „Lærdómurinn er líka sá að það þarf einhver að bera ábyrgð. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hver á að bera ábyrgð en það er gífurlega sorglegt að einstaklingur getur misst líf sitt þarna án þess að nokkur sé gerður ábyrgur fyrir því.“
Geðheilbrigði Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Talin hafa valdið dauða sjúklings en ásetningurinn ósannaður Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hjúkrunarfræðingur á geðdeild hefði valdið dauða sjúklings með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknaður þar sem ásetningur hans til manndráps þótti ekki sannaður. 21. júní 2023 13:12 „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24
Talin hafa valdið dauða sjúklings en ásetningurinn ósannaður Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hjúkrunarfræðingur á geðdeild hefði valdið dauða sjúklings með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknaður þar sem ásetningur hans til manndráps þótti ekki sannaður. 21. júní 2023 13:12
„Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34