Eru hvalveiðar dýraníð? Árný Björg Blandon skrifar 21. júní 2023 12:00 Ég var að hlusta á Vilhjálm Birgisson í Bítinu á Bylgjunni. Honum finnst hvalveiðibannið með ólíkindum og það er hans skoðun því það skerðir lífið hjá mörgum á Akranesi og nærliggjandi umhverfi. Við erum mjög mörg, bæði hérlendis og erlendis sem erum þakklát fyrir ákvörðun Svandísar matvælaráðherra og finnst með ólíkindum hvernig Vilhjálmur og það fólk sem er á hans skoðun getur horft framhjá af hverju Svandís tekur þessa ákvörðun. Hún er ekki út í bláinn og er byggð á dýraverndarlögum. Út er komin haldföst skýrsla sem kveður á um það. Auðvitað ber matvælaráðherra að fara eftir henni en ekki skoðunum þeirra sem, jú, missa vinnu vegna þess. En, það er ekkert nýtt af nálinni þar. Fólk víða missir vinnuna sína og sumir fyrirvaralaust og þarf t.d. að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Það eru vonbrigði en þetta er lífið hjá mörgum ekki einungis starfsmönnum hvalveiðidrápa. Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru þó ekki rót hins illa, heldur græðgin. Það er ekki hægt að kvarta yfir launamissi á kostnað dýraníðs. Þar tala hin ýmsu myndbönd sínu máli. Aðferðin er ótæk, tólin sem eru notuð eru ekki að virka, þannig að þessi stórkostlegu dýr deyi samstundis. Þau kveljast, sum í marga klukkutíma meðan skeyti eru send aftur og aftur til að fella þau. Þetta er ekki mannúðleg aðferð á nokkurn hátt. Vilhjálmur talaði um að 60-70 % hvalanna dræpust samstundis. Hvað með hina 30-40%? Undirritaðri finnst alveg nóg um að einn hvalur þjáist og kveljist í marga klukkutíma af því að tólin til dráps eru ekki nægilega virk. Hvalaskoðun er mjög vinsæl og falleg hér á landi. Fólk og ferðamenn dáist að þessum stóru, tignarlegu dýrum sem fær fólk til að taka andann á lofti, það þyrpist að til að sjá þau og skiljanlega tilbúin að borga vel fyrir það. Einn lítill drengur sem var við hvalaskoðun þann dag sem hvalveiðibannið var gefið út, kom hlaupandi, brosandi út að eyrum til eins starfsmannsins, og tjáði honum að nú mætti ekki drepa þessar flottu skepnur lengur. Undirrituð þekkir starfsmanninn sem fékk þessar gleðifréttir. Með að hvalveiðibannið verði aðeins út sumarið og byrji svo aftur, þá hef ég enga trú á því. Sumarið mun gefa þann tíma sem þarf til að sjá hversu rétt þetta bann er. Ég vil bara óska okkur til hamingju með hvalveiðibannið og sendi þakklæti til þeirra sem flettu ofan af þessari tegund dýraníðs. Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalir Hvalveiðar Árný Björg Blandon Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á Vilhjálm Birgisson í Bítinu á Bylgjunni. Honum finnst hvalveiðibannið með ólíkindum og það er hans skoðun því það skerðir lífið hjá mörgum á Akranesi og nærliggjandi umhverfi. Við erum mjög mörg, bæði hérlendis og erlendis sem erum þakklát fyrir ákvörðun Svandísar matvælaráðherra og finnst með ólíkindum hvernig Vilhjálmur og það fólk sem er á hans skoðun getur horft framhjá af hverju Svandís tekur þessa ákvörðun. Hún er ekki út í bláinn og er byggð á dýraverndarlögum. Út er komin haldföst skýrsla sem kveður á um það. Auðvitað ber matvælaráðherra að fara eftir henni en ekki skoðunum þeirra sem, jú, missa vinnu vegna þess. En, það er ekkert nýtt af nálinni þar. Fólk víða missir vinnuna sína og sumir fyrirvaralaust og þarf t.d. að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Það eru vonbrigði en þetta er lífið hjá mörgum ekki einungis starfsmönnum hvalveiðidrápa. Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru þó ekki rót hins illa, heldur græðgin. Það er ekki hægt að kvarta yfir launamissi á kostnað dýraníðs. Þar tala hin ýmsu myndbönd sínu máli. Aðferðin er ótæk, tólin sem eru notuð eru ekki að virka, þannig að þessi stórkostlegu dýr deyi samstundis. Þau kveljast, sum í marga klukkutíma meðan skeyti eru send aftur og aftur til að fella þau. Þetta er ekki mannúðleg aðferð á nokkurn hátt. Vilhjálmur talaði um að 60-70 % hvalanna dræpust samstundis. Hvað með hina 30-40%? Undirritaðri finnst alveg nóg um að einn hvalur þjáist og kveljist í marga klukkutíma af því að tólin til dráps eru ekki nægilega virk. Hvalaskoðun er mjög vinsæl og falleg hér á landi. Fólk og ferðamenn dáist að þessum stóru, tignarlegu dýrum sem fær fólk til að taka andann á lofti, það þyrpist að til að sjá þau og skiljanlega tilbúin að borga vel fyrir það. Einn lítill drengur sem var við hvalaskoðun þann dag sem hvalveiðibannið var gefið út, kom hlaupandi, brosandi út að eyrum til eins starfsmannsins, og tjáði honum að nú mætti ekki drepa þessar flottu skepnur lengur. Undirrituð þekkir starfsmanninn sem fékk þessar gleðifréttir. Með að hvalveiðibannið verði aðeins út sumarið og byrji svo aftur, þá hef ég enga trú á því. Sumarið mun gefa þann tíma sem þarf til að sjá hversu rétt þetta bann er. Ég vil bara óska okkur til hamingju með hvalveiðibannið og sendi þakklæti til þeirra sem flettu ofan af þessari tegund dýraníðs. Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun