Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 13:26 Vilhjálmur hefur þegar haft samband við lögmann, þingmenn og ráðherra vegna ákvörðunar Svandísar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. „Ég er gjörsamlega brjálaður yfir þessari ákvörðun. Þarna er verið að svipta 120 félagsmenn mína af góðum tekjumöguleikum vegna þeirrar vertíðar sem átti að hefjast á morgun,“ segir Vilhjálmur um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í sumar. Eins og greint var frá í hádeginu tilkynnti Svandís samráðherrum sínum þetta eftir að Fagráð um velferð dýra ályktaði að þær veiðiaðferðir sem beitt er við hvalveiðar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Hvalveiðivertíðin átti að hefjast á morgun, 21. júní. Góðir tekjumöguleikar „Þetta er algjörlega glórulaus ákvörðun að mínu mati, gerð fimm mínútum áður en vertíðin á að hefjast. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst í íslenskri stjórnsýslu,“ segir Vilhjálmur. Segist hann vita dæmi þess að fólk hafi tekið sér frí úr annarri vinnu gagngert til þess að taka vertíðina. Einnig að háskólanemar hafi farið á vertíð til þess að sleppa við að taka námslán. Nefnir hann að launin séu góð þó að vinnuframlagið sé mikið á hvalveiðivertíð, hátt í tvær milljónir króna á mánuði í þrjá til fjóra mánuði. Sumir starfsmenn vinni hins vegar allt árið um kring. Akranes í vörn Vilhjálmur segir þetta líka ekki aðeins högg fyrir einstaklinga heldur sveitarfélögin og samfélagið allt á Akranesi. „Þetta er gríðarlegt högg fyrir samfélagið og gríðarlegt högg fyrir Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit í formi útsvarstekna og afleiddra starfa,“ segir hann og bendir á að Akranes hafi þurft að þola það í gegnum tíðina að missa allar sínar aflaheimildir úr bænum. Akurnesingar hafi verið í vörn fyrir sitt atvinnulíf. Býst við stjórnarslitum fyrir helgi „Stjórnarflokkur sem hagar sér svona er ekki stjórntækur í mínum huga. Ég trúi því ekki að þetta hafi verið gert í samráði við hina tvo stjórnarflokkana,“ segir Vilhjálmur um flokk Svandísar, Vinstri græn. Þegar sé hann búinn að hringja í þingmenn og ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vegna ákvörðunarinnar og hafi lýst yfir reiði sinni með þessa ákvörðun. Í ljósi þess að ákvörðunin hafi verið tekið einhliða býst hann við því að ríkisstjórnarsamstarfinu ljúki brátt, jafn vel fyrir helgi. Sýndarmennska og pópúlismi Aðspurður um skýrsluna og dýravelferðarsjónarmið segir Vilhjálmur að samkvæmt skýrslu MAST, sem álit fagráðsins var byggð á, hafi Hval hf tekist að aflífa dýrin samstundis í 70 prósent tilfella. „Auðvitað verða einhver frávik, það gerist alltaf við veiðar. Ég er ekki í neinum vafa um það að Hvalur hf hafi verið að reyna að lágmarka þetta eins og kostur er,“ segir hann. Þá lýsir hann ákvörðun Svandísar sem pópúlisma og sýndarmennsku. Víða sé pottur brotinn þegar komi að dýravelferð eins og nýlegar fréttir um gösun svína og vanrækslu hrossa sýni en lítið gert. Kjaramál Akranes Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ég er gjörsamlega brjálaður yfir þessari ákvörðun. Þarna er verið að svipta 120 félagsmenn mína af góðum tekjumöguleikum vegna þeirrar vertíðar sem átti að hefjast á morgun,“ segir Vilhjálmur um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í sumar. Eins og greint var frá í hádeginu tilkynnti Svandís samráðherrum sínum þetta eftir að Fagráð um velferð dýra ályktaði að þær veiðiaðferðir sem beitt er við hvalveiðar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Hvalveiðivertíðin átti að hefjast á morgun, 21. júní. Góðir tekjumöguleikar „Þetta er algjörlega glórulaus ákvörðun að mínu mati, gerð fimm mínútum áður en vertíðin á að hefjast. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst í íslenskri stjórnsýslu,“ segir Vilhjálmur. Segist hann vita dæmi þess að fólk hafi tekið sér frí úr annarri vinnu gagngert til þess að taka vertíðina. Einnig að háskólanemar hafi farið á vertíð til þess að sleppa við að taka námslán. Nefnir hann að launin séu góð þó að vinnuframlagið sé mikið á hvalveiðivertíð, hátt í tvær milljónir króna á mánuði í þrjá til fjóra mánuði. Sumir starfsmenn vinni hins vegar allt árið um kring. Akranes í vörn Vilhjálmur segir þetta líka ekki aðeins högg fyrir einstaklinga heldur sveitarfélögin og samfélagið allt á Akranesi. „Þetta er gríðarlegt högg fyrir samfélagið og gríðarlegt högg fyrir Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit í formi útsvarstekna og afleiddra starfa,“ segir hann og bendir á að Akranes hafi þurft að þola það í gegnum tíðina að missa allar sínar aflaheimildir úr bænum. Akurnesingar hafi verið í vörn fyrir sitt atvinnulíf. Býst við stjórnarslitum fyrir helgi „Stjórnarflokkur sem hagar sér svona er ekki stjórntækur í mínum huga. Ég trúi því ekki að þetta hafi verið gert í samráði við hina tvo stjórnarflokkana,“ segir Vilhjálmur um flokk Svandísar, Vinstri græn. Þegar sé hann búinn að hringja í þingmenn og ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vegna ákvörðunarinnar og hafi lýst yfir reiði sinni með þessa ákvörðun. Í ljósi þess að ákvörðunin hafi verið tekið einhliða býst hann við því að ríkisstjórnarsamstarfinu ljúki brátt, jafn vel fyrir helgi. Sýndarmennska og pópúlismi Aðspurður um skýrsluna og dýravelferðarsjónarmið segir Vilhjálmur að samkvæmt skýrslu MAST, sem álit fagráðsins var byggð á, hafi Hval hf tekist að aflífa dýrin samstundis í 70 prósent tilfella. „Auðvitað verða einhver frávik, það gerist alltaf við veiðar. Ég er ekki í neinum vafa um það að Hvalur hf hafi verið að reyna að lágmarka þetta eins og kostur er,“ segir hann. Þá lýsir hann ákvörðun Svandísar sem pópúlisma og sýndarmennsku. Víða sé pottur brotinn þegar komi að dýravelferð eins og nýlegar fréttir um gösun svína og vanrækslu hrossa sýni en lítið gert.
Kjaramál Akranes Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira