Ámundi allur Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 11:31 Ámundi Ámundason, útgefandi og auglýsingastjóri, var einstaklega litríkur maður og setti sín spor á tíðarandann. vísir/ernir Ámundi Ámundason, sem kallaður var umboðsmaður Íslands löngu áður en Einar Bárðarson varð svo mikið sem hugmynd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 14. júní. Ámundi var 78 ára að aldri þegar hann andaðist. Hann var af þeim sem hann þekktu ávallt og einfaldlega kallaður Ámi og var einstaklega litríkur persónuleiki og eftirminnilegur. Og setti sannarlega sitt mark á tíðarandann. Ámi var á árum áður þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi landsins. Hann var umboðsmaður Hljóma frá Keflavík, á velmektarárum þeirra og fór með hljómsveitina hringinn um landið. Þeir hafa sagt frá því að hafa verið á ríflegum skipstjóralaunum við þá spilamennsku og byggði til að mynda Rúnar heitinn Júlíusson sér hús í Keflavík fyrir afraksturinn. Ámundi var einstaklega afkastamikill á þessu sviði tónlistarinnar og skemmtanalífsins; stofnaði hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Ámundi var þannig lykilmaður þegar Stuðmenn voru við upptökur í London árið 1974 og fjármagnaði að einhverju leyti ævintýri þeirra þar en þeir hafa reyndar sagt frá því að þar hafi þeir lifað við sult og seyru í London, sumir hverjir. Eftir mikil ævintýri í tónlistarbransanum og ýmsum uppákomum sem hann stóð fyrir í skemmtanalífi landsmanna sneri Ámi sér að auglýsingasölu. Hann var á árum áður afar handgenginn Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og leiðtoga krata á Íslandi til langs tíma. Ámundi gerðist auglýsingastjóri Alþýðublaðsins, alræmdur sem slíkur en sagðar hafa verið sögur af því að hann hafi hótað þeim sem voru tregir í taumi því að ef þeir keyptu ekki auglýsingu af sér kæmi hann með Jón Baldvin og blési til vinnustaðafundar á staðnum. Við þá hótun brustu yfirleitt varnir. Ámundi kom svo að auglýsingasölu fyrir Fréttablaðið og tengd blöð sem 365 gaf út; Birtu og DV. Leið Ámunda lá þaðan yfir í útgáfu þar sem hann nýtti hæfileika sína á sviði auglýsingasölu og þekkingar á dægurmenningu. Hann stofnaði útgáfufélagið Fótspor sem meðal annars út ýmis staðbundin bæjarblöð. Sú útgáfusaga endaði með því að fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressan, yfirtók þann rekstur. Fylgdu þeim vendingum nokkrar væringingar. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ sagði Ámundi á einum tímapunkti þess máls í samtali við Vísi. Ámundi lætur eftir sig fjögur börn auk barnabarna. Andlát Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Ámundi var 78 ára að aldri þegar hann andaðist. Hann var af þeim sem hann þekktu ávallt og einfaldlega kallaður Ámi og var einstaklega litríkur persónuleiki og eftirminnilegur. Og setti sannarlega sitt mark á tíðarandann. Ámi var á árum áður þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi landsins. Hann var umboðsmaður Hljóma frá Keflavík, á velmektarárum þeirra og fór með hljómsveitina hringinn um landið. Þeir hafa sagt frá því að hafa verið á ríflegum skipstjóralaunum við þá spilamennsku og byggði til að mynda Rúnar heitinn Júlíusson sér hús í Keflavík fyrir afraksturinn. Ámundi var einstaklega afkastamikill á þessu sviði tónlistarinnar og skemmtanalífsins; stofnaði hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Ámundi var þannig lykilmaður þegar Stuðmenn voru við upptökur í London árið 1974 og fjármagnaði að einhverju leyti ævintýri þeirra þar en þeir hafa reyndar sagt frá því að þar hafi þeir lifað við sult og seyru í London, sumir hverjir. Eftir mikil ævintýri í tónlistarbransanum og ýmsum uppákomum sem hann stóð fyrir í skemmtanalífi landsmanna sneri Ámi sér að auglýsingasölu. Hann var á árum áður afar handgenginn Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og leiðtoga krata á Íslandi til langs tíma. Ámundi gerðist auglýsingastjóri Alþýðublaðsins, alræmdur sem slíkur en sagðar hafa verið sögur af því að hann hafi hótað þeim sem voru tregir í taumi því að ef þeir keyptu ekki auglýsingu af sér kæmi hann með Jón Baldvin og blési til vinnustaðafundar á staðnum. Við þá hótun brustu yfirleitt varnir. Ámundi kom svo að auglýsingasölu fyrir Fréttablaðið og tengd blöð sem 365 gaf út; Birtu og DV. Leið Ámunda lá þaðan yfir í útgáfu þar sem hann nýtti hæfileika sína á sviði auglýsingasölu og þekkingar á dægurmenningu. Hann stofnaði útgáfufélagið Fótspor sem meðal annars út ýmis staðbundin bæjarblöð. Sú útgáfusaga endaði með því að fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressan, yfirtók þann rekstur. Fylgdu þeim vendingum nokkrar væringingar. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ sagði Ámundi á einum tímapunkti þess máls í samtali við Vísi. Ámundi lætur eftir sig fjögur börn auk barnabarna.
Andlát Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira