Ekkert áfengi og minna kjöt en meira af fiski og baunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 11:45 Skilaboðin eru skýr: Allt er vænt sem vel er grænt! Getty Það er best fyrir heilsu manna og umhverfið að þeir neyti sem mest af matvælum úr jurtaríkinu, borði mikið af fiski og dragi úr kjötáti. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga sem hafa lagst yfir vísindalegar rannsóknir um áhrif matvæla á heilsu. Sjötta útgáfa Norrænu næringarráðlegginganna kemur út í dag en um er að ræða umfangsmesta vísindalega grunn í heimi hvað varðar heilnæmt matarræði, bæði fyrir heilsu manna og umhverfið. Sérfræðingar skoðuðu meðal annars áhrif fimmtán matvælaflokka og 36 næringarefna á heilsu manna. „Lagt er til mataræði sem að mestu er sótt í jurtaríkið og samanstendur af miklu grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum, kartöflum og heilkorni. Mælt er með mikilli neyslu á fiski og hnetum, hóflegri neyslu á mjólkurvörum sem innihalda litla fitu, takmarkaðri neyslu á rauðu og hvítu kjöti og sem minnstri neyslu á unnum kjötvörum, áfengi og unninni matvöru sem inniheldur mikla fitu, salt og sykur,“ segir í fréttatilkynningu um ráðleggingarnar. Að sögn Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, sem gefur skýrsluna út, verður hún meðal annars lögð til grundvallar þegar yfirvöld á Norðurlöndunum ákveða matseðla skóla, sjúkrahúsa og annarra mötuneyta á vegum hins opinbera. Nokkrar breytingar verða frá fyrri útgáfu, til að mynda á viðmiðunarmörkum níu næringarefna; E-vítamíns, B6-vítamíns, fólats, B12-vítamíns, C-vítamíns, kalsíns, sinks og selens. Fólki er ráðlagt að forðast alfarið neyslu áfengis, takmarka neyslu á rauðu kjöti við 350 grömm á viku af heilsufarsástæðum og enn frekar af umhverfisástæðum. Þá ber að halda neyslu unnina kjötvara í lágmarki og neyta 300 til 450 gramma af fiski á viku. Fólk ætti að borða að minnsta kosti 90 grömm af heilkorni á dag og borða meira af baunum. Heilbrigðismál Heilsa Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Sjötta útgáfa Norrænu næringarráðlegginganna kemur út í dag en um er að ræða umfangsmesta vísindalega grunn í heimi hvað varðar heilnæmt matarræði, bæði fyrir heilsu manna og umhverfið. Sérfræðingar skoðuðu meðal annars áhrif fimmtán matvælaflokka og 36 næringarefna á heilsu manna. „Lagt er til mataræði sem að mestu er sótt í jurtaríkið og samanstendur af miklu grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum, kartöflum og heilkorni. Mælt er með mikilli neyslu á fiski og hnetum, hóflegri neyslu á mjólkurvörum sem innihalda litla fitu, takmarkaðri neyslu á rauðu og hvítu kjöti og sem minnstri neyslu á unnum kjötvörum, áfengi og unninni matvöru sem inniheldur mikla fitu, salt og sykur,“ segir í fréttatilkynningu um ráðleggingarnar. Að sögn Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, sem gefur skýrsluna út, verður hún meðal annars lögð til grundvallar þegar yfirvöld á Norðurlöndunum ákveða matseðla skóla, sjúkrahúsa og annarra mötuneyta á vegum hins opinbera. Nokkrar breytingar verða frá fyrri útgáfu, til að mynda á viðmiðunarmörkum níu næringarefna; E-vítamíns, B6-vítamíns, fólats, B12-vítamíns, C-vítamíns, kalsíns, sinks og selens. Fólki er ráðlagt að forðast alfarið neyslu áfengis, takmarka neyslu á rauðu kjöti við 350 grömm á viku af heilsufarsástæðum og enn frekar af umhverfisástæðum. Þá ber að halda neyslu unnina kjötvara í lágmarki og neyta 300 til 450 gramma af fiski á viku. Fólk ætti að borða að minnsta kosti 90 grömm af heilkorni á dag og borða meira af baunum.
Heilbrigðismál Heilsa Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent