Már þarf ekki að greiða kostnað vegna leiðsöguhundarins Max Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. júní 2023 19:15 „Búið er að finna lausn á málinu innan ráðuneytisins og mun Már því ekki þurfa að bera fyrrgreindan kostnað vegna hundsins.“ Svo hljóðaði tilkynning sem barst frá Matvælaráðuneytinu síðdegis. Vísir/Steingrímur Dúi Matvælaráðuneytið greindi frá því nú síðdegis að blindur maður þurfi ekki að greiða himinháan kostnað sem fylgi því að taka leiðsöguhundinn sinn með í frí til landsins. Margra mánaða barátta við kerfið virðist því vera á enda. Það vakti mikla athygli þegar Már Gunnarsson birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti baráttu sinni við kerfið þegar kemur að því að ferðast með leiðsöguhundinn Max til Íslands. Í frétt á Vísi í morgun lýsti Már, sem er blindur, því að kostnaður hlypi á 600 þúsund krónum. Við hittum Má og Max í dag þar sem Már lýsti þrautagöngunni vegna málsins. „Ég er búinn að reyna í marga mánuði að hafa samband við Matvælaráðuneytið og þau hafa hreinlega hunsað mig,“ sagði Már. „Félagsmálaráðuneytið ráðlagði mér að sækja um styrki hjá góðgerðarsamtökum eins og Lions, sem mér finnst afskaplega sorglegur hugsunarháttur. Lions hjálpaði til við að safna fyrir hundinum og mér finnst ótrúlega mikil frekja að ætlast til að þeir stökkvi alltaf á vagninn og græji allt.“ Farsæll endir Fréttastofa hafði ítrekað samband við Matvælastofnun í dag til að óska eftir viðbrögðum vegna málsins og viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Svandís gaf ekki kost á viðtali en síðdegis barst tilkynning frá Matvælaráðuneytinu þess efnis að búið væri að finna lausn innan ráðuneytisins og að Már þurfi ekki að greiða kostnað vegna hundsins. Það lítur út fyrir að málið hafi fengið farsælan endi og að Már þurfi ekki að greiða háan kostnað við að taka leiðsöguhundinn Max, sem hann kallar augun sín, með sér til Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Dýr Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Már Gunnarsson birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti baráttu sinni við kerfið þegar kemur að því að ferðast með leiðsöguhundinn Max til Íslands. Í frétt á Vísi í morgun lýsti Már, sem er blindur, því að kostnaður hlypi á 600 þúsund krónum. Við hittum Má og Max í dag þar sem Már lýsti þrautagöngunni vegna málsins. „Ég er búinn að reyna í marga mánuði að hafa samband við Matvælaráðuneytið og þau hafa hreinlega hunsað mig,“ sagði Már. „Félagsmálaráðuneytið ráðlagði mér að sækja um styrki hjá góðgerðarsamtökum eins og Lions, sem mér finnst afskaplega sorglegur hugsunarháttur. Lions hjálpaði til við að safna fyrir hundinum og mér finnst ótrúlega mikil frekja að ætlast til að þeir stökkvi alltaf á vagninn og græji allt.“ Farsæll endir Fréttastofa hafði ítrekað samband við Matvælastofnun í dag til að óska eftir viðbrögðum vegna málsins og viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Svandís gaf ekki kost á viðtali en síðdegis barst tilkynning frá Matvælaráðuneytinu þess efnis að búið væri að finna lausn innan ráðuneytisins og að Már þurfi ekki að greiða kostnað vegna hundsins. Það lítur út fyrir að málið hafi fengið farsælan endi og að Már þurfi ekki að greiða háan kostnað við að taka leiðsöguhundinn Max, sem hann kallar augun sín, með sér til Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi
Dýr Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira