Þar segir að öll virkni sem viðkemur leiðarkerfi eða miðum fyrir höfuðborgarsvæðið sé nú komið í Klappið auk annarra nýjuna. Segir ennfremur að flestir hafi þegar fært sig yfir í nýja forritið, enda séu mun fleiri möguleikar í því eins og það er orðað í tilkynningunni.
Segir ennfremur að aðeins ein virkni standi út af en ekki er hægt að versla landsbyggðarmiða í Klappinu. Áfram verður hægt að borga með reiðufé og fá til baka eða greiða með greiðslukorti um borð í vögnunum og eru langflestir sem versla miða með þeim hætti, að sögn Strætó.
Sala miða í appinu var að meðaltali aðeins þrjú prósent allra seldra fargjalda á landsbyggðinni. Vegagerðin rekur og ber ábyrgð á landsbyggðarstrætó og er nú með til skoðunar að bæta við fleiri greiðslumöguleikum fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni.
Hægt er að sjá öll verð fyrir landsbyggðina í „Skipuleggja ferð“ í Klappinu og á straeto.is. Í Klappinu og á straeto.is er hægt að skipuleggja ferðir, sjá vagna í rauntíma og sjá verð bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina.