Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 11:37 Skip Watson er nefnt í höfuðið á athafnamanninum John Paul Jones Dejoria, sem stofnaði meðal annars hárvörulínuna Paul Mitchell og er ötull stuðningsmaður skipstjórans. Facebook/Captain Paul Watson Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. John Paul Dejoria er skip á vegum Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, og er á leið hingað til lands til að freista þess að trufla og jafnvel stöðva hvalveiðar Hvals hf., sem hefjast á miðvikudag. Fréttastofa hefur fylgst með ferðum skipsins á Marine Traffic og samfélagsmiðlum en það er ekki lengur sjáanlegt á skipaumferðarsíðunni. Landhelgisgæslan segir fylgst með ferðum skipsins en segir það ekki komið inn í íslenska efnahagslögsögu. „Þegar skipið kemur inn í lögsöguna verður áfram fylgst með ferðum þess, líkt og fylgst er með ferðum annarra skipa sem sigla innan íslensku efnahagslögsögunnar,“ segir í svari Gæslunnar. Watson berst nú gegn hvalveiðum í gegnum Paul Watson Foundation og hefur áhöfn John Paul Dejoria verið kynnt til leiks á heimasíðunni Captain Paul Watson síðustu daga. Þar eru færslur taggaðar #johnpauldejoria, #NeptunesNavy og #oppaiakan. Ljóst er af síðunni að vel er fylgst með þróun mála hérlendis en þar er meðal annars greint frá stöðu leyfismála Hvals hf. og undirbúningi veiðanna. Þá má sjá á nýjustu færslunni að um borð er sérstakt teymi sem á að miðla efni frá aðgerðum, þeirra á meðal sérhæfður drónaflugmaður. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40 Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
John Paul Dejoria er skip á vegum Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, og er á leið hingað til lands til að freista þess að trufla og jafnvel stöðva hvalveiðar Hvals hf., sem hefjast á miðvikudag. Fréttastofa hefur fylgst með ferðum skipsins á Marine Traffic og samfélagsmiðlum en það er ekki lengur sjáanlegt á skipaumferðarsíðunni. Landhelgisgæslan segir fylgst með ferðum skipsins en segir það ekki komið inn í íslenska efnahagslögsögu. „Þegar skipið kemur inn í lögsöguna verður áfram fylgst með ferðum þess, líkt og fylgst er með ferðum annarra skipa sem sigla innan íslensku efnahagslögsögunnar,“ segir í svari Gæslunnar. Watson berst nú gegn hvalveiðum í gegnum Paul Watson Foundation og hefur áhöfn John Paul Dejoria verið kynnt til leiks á heimasíðunni Captain Paul Watson síðustu daga. Þar eru færslur taggaðar #johnpauldejoria, #NeptunesNavy og #oppaiakan. Ljóst er af síðunni að vel er fylgst með þróun mála hérlendis en þar er meðal annars greint frá stöðu leyfismála Hvals hf. og undirbúningi veiðanna. Þá má sjá á nýjustu færslunni að um borð er sérstakt teymi sem á að miðla efni frá aðgerðum, þeirra á meðal sérhæfður drónaflugmaður.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40 Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40
Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06