Ætluðu sér að myrða njósnara í Miami Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2023 13:01 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er mjög í nöp við rússneska svikara og hefur reynt að láta ráða nokkra þeirra af dögum. AP/Evgeny Biyatov Rússneskir útsendarar ætluðu árið 2020 að ráða rússneskum manni bana í Miamiborg í Bandaríkjunum. Banatilræðið gekk ekki eftir en leiddi til þess að Bandaríkjamenn vísuðu rússneskum erindrekum og njósnurum úr landi. Í frétt New York Times segir að skotmark Rússa hafi verið fyrrverandi njósnari í Rússlandi, sem veitti Bandaríkjamönnum upplýsingar um fjölmarga rússneska njósnara í Bandaríkjunum. Aleksandr Poteyev, starfaði á árum áður í Leyniþjónustu Rússlands. Hann snerist þó á band Bandaríkjamanna og veitti yfirvöldum vestanhafs upplýsingar um hópa leynilegra njósnara. Árið 2010 voru ellefu rússneskir njósnarar sem höfðu komið sér fyrir á austurströnd Bandaríkjanna handteknir af Alríkislögreglunni (FBI). Umræddir njósnarar lifðu undir dulnefnum og unnu hefðbundin störf. Markmið þeirra var að afla upplýsinga og útsendara fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands sem starfar erlendis. Sendir til Rússlands fyrir Sergei Skripal Eins og fram kemur í frétt NYT voru tíu af þessum njósnurum sendir aftur til Rússlands í skiptum fyrir fjóra sem voru fangar þar. Þeirra á meðal var Sergei Skripal, fyrrverandi ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Hann byrjaði árið 1996 að veita Bretum upplýsingar um rússneska njósnastarfsemi GRU en þá starfaði hann í sendiráði Rússa í Madríd. Hann hélt áfram að veita Bretum upplýsingar eftir að hann flutti aftur til Moskvu en hitti aldrei útsendara Breta. Þess í stað skrifaði hann upplýsingarnar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans, sem ferðaðist ítrekað til Spánar, tók bækurnar með sér og afhenti þær til Breta. Hann var handtekinn árið 2004 eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Eins og frægt er reyndu rússneskir útsendarar að myrða hann með taugaeitrinu Novichok í Salisbury í Englandi í mars 2018. „Rauðu línurnar eru horfnar hjá Pútín,“ segir Marc Polymeroploulus, sem leiddi á árum áður starfsemi Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Evrópu og í Rússlandi. „Hann vill sjá alla þessa menn dauða.“ Notaði eigin nafn Poteyev var ekki handtekinn eftir að upp um hann komst, heldur tókst honum að flýja til Bandaríkjanna árið 2008. Leyniþjónusta Bandaríkjanna kom honum í felur með nýju nafni. Árið 2011 var hann dæmdur til fangelsis í Rússlandi. Í frétt NYT segir að fjallað sé um banatilræðið gegn Poteyev í nýrri bók sem gefin verður út í lok mánaðarins. Blaðamenn miðilsins hafa staðfest frásögn bókarinnar. Rússar sendu útsendara til Bandaríkjanna til að leita Poteyev en árið 2016 sögðu rússneskir miðlar að hann væri dáinn. Heimildarmenn NYT segja að þar hafi mögulega verið um ráðabrugg að ráða þar sem markmiðið var að fá Poteyev úr felum. Árið 2016 bjó Poteyev í Miami í Flórída en það ár skráði hann sig sem Repúblikana og sótt um veiðileyfi, undir eigin nafni. Síðar, árið 2018 var fjallað um hann í héraðsmiðlum. Sendu vísindamann frá Mexíkó Til að afla frekari upplýsinga notuðu Rússar vísindamann frá Mexíkó. Sá er sagður heita Hector Alejandro Cabrera Fuentes en hann átti tvær eiginkonu á þessum tíma. Eina í Mexíkó og eina rússneska sem bjó í Þýskalandi. Yfirvöld í Rússlandi meinuðu rússnesku eiginkonunni og tveimur dætrum hennar að fara frá Rússlandi, nema hann aðstoðaði Rússa. Honum var gert að finna bíl Poteyev, skrifa niður númer hans og hvar hann væri iðulega geymdur. Fuentes klúðraði því þó og var handtekinn. Við yfirheyrslu sagði hann frá því að Rússar hefðu fengið hann til að afla upplýsinga en hann vissi ekki um hvern. Yfirvöld Í Bandaríkjunum brugðust við með því að vísa úr landi tíu erindrekum sem taldir voru vera njósnarar og þar á meðal sá sem talinn var vera yfir starfsemi SVR í Bandaríkjunum. Rússar gerðu það sama við njósnara Bandaríkjanna í Rússlandi. Rússland Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira
Í frétt New York Times segir að skotmark Rússa hafi verið fyrrverandi njósnari í Rússlandi, sem veitti Bandaríkjamönnum upplýsingar um fjölmarga rússneska njósnara í Bandaríkjunum. Aleksandr Poteyev, starfaði á árum áður í Leyniþjónustu Rússlands. Hann snerist þó á band Bandaríkjamanna og veitti yfirvöldum vestanhafs upplýsingar um hópa leynilegra njósnara. Árið 2010 voru ellefu rússneskir njósnarar sem höfðu komið sér fyrir á austurströnd Bandaríkjanna handteknir af Alríkislögreglunni (FBI). Umræddir njósnarar lifðu undir dulnefnum og unnu hefðbundin störf. Markmið þeirra var að afla upplýsinga og útsendara fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands sem starfar erlendis. Sendir til Rússlands fyrir Sergei Skripal Eins og fram kemur í frétt NYT voru tíu af þessum njósnurum sendir aftur til Rússlands í skiptum fyrir fjóra sem voru fangar þar. Þeirra á meðal var Sergei Skripal, fyrrverandi ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Hann byrjaði árið 1996 að veita Bretum upplýsingar um rússneska njósnastarfsemi GRU en þá starfaði hann í sendiráði Rússa í Madríd. Hann hélt áfram að veita Bretum upplýsingar eftir að hann flutti aftur til Moskvu en hitti aldrei útsendara Breta. Þess í stað skrifaði hann upplýsingarnar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans, sem ferðaðist ítrekað til Spánar, tók bækurnar með sér og afhenti þær til Breta. Hann var handtekinn árið 2004 eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Eins og frægt er reyndu rússneskir útsendarar að myrða hann með taugaeitrinu Novichok í Salisbury í Englandi í mars 2018. „Rauðu línurnar eru horfnar hjá Pútín,“ segir Marc Polymeroploulus, sem leiddi á árum áður starfsemi Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Evrópu og í Rússlandi. „Hann vill sjá alla þessa menn dauða.“ Notaði eigin nafn Poteyev var ekki handtekinn eftir að upp um hann komst, heldur tókst honum að flýja til Bandaríkjanna árið 2008. Leyniþjónusta Bandaríkjanna kom honum í felur með nýju nafni. Árið 2011 var hann dæmdur til fangelsis í Rússlandi. Í frétt NYT segir að fjallað sé um banatilræðið gegn Poteyev í nýrri bók sem gefin verður út í lok mánaðarins. Blaðamenn miðilsins hafa staðfest frásögn bókarinnar. Rússar sendu útsendara til Bandaríkjanna til að leita Poteyev en árið 2016 sögðu rússneskir miðlar að hann væri dáinn. Heimildarmenn NYT segja að þar hafi mögulega verið um ráðabrugg að ráða þar sem markmiðið var að fá Poteyev úr felum. Árið 2016 bjó Poteyev í Miami í Flórída en það ár skráði hann sig sem Repúblikana og sótt um veiðileyfi, undir eigin nafni. Síðar, árið 2018 var fjallað um hann í héraðsmiðlum. Sendu vísindamann frá Mexíkó Til að afla frekari upplýsinga notuðu Rússar vísindamann frá Mexíkó. Sá er sagður heita Hector Alejandro Cabrera Fuentes en hann átti tvær eiginkonu á þessum tíma. Eina í Mexíkó og eina rússneska sem bjó í Þýskalandi. Yfirvöld í Rússlandi meinuðu rússnesku eiginkonunni og tveimur dætrum hennar að fara frá Rússlandi, nema hann aðstoðaði Rússa. Honum var gert að finna bíl Poteyev, skrifa niður númer hans og hvar hann væri iðulega geymdur. Fuentes klúðraði því þó og var handtekinn. Við yfirheyrslu sagði hann frá því að Rússar hefðu fengið hann til að afla upplýsinga en hann vissi ekki um hvern. Yfirvöld Í Bandaríkjunum brugðust við með því að vísa úr landi tíu erindrekum sem taldir voru vera njósnarar og þar á meðal sá sem talinn var vera yfir starfsemi SVR í Bandaríkjunum. Rússar gerðu það sama við njósnara Bandaríkjanna í Rússlandi.
Rússland Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira