Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2023 07:00 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. Hildur Blöndal Sveinsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hefur staðið í ströngu með hælisleitandanum Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. „Margir af vinum hans voru á flótta og varð hann því að taka ákvörðun hratt. Niðurstaðan var að fara til Íslands með Goða, syni mínum og Dariu, systur hans, og freista þess að fá vernd á Íslandi,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir Zak ekki vilja sjálfan koma fram undir fullu nafni eða birtast á mynd í fjölmiðlum af ótta við rússnesk stjórnvöld, sem sendi minnihlutahópa innan Rússlands, líkt og Burjata sem Zak tilheyrir, fyrst á vígstöðvarnar í stríðinu. Hildur Blöndal Sveinsdóttir.aðsend Ekki treyst til að fara sjálfur Zak hafði ekki erindi sem erfiði og var umsókn hans um alþjóðlega vernd hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Þegar sá úrskurður lá fyrir tók hann ákvörðun um að flytja til Georgíu og hitta þar kærustu sína sem flutti þangað frá Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að hefja nýtt líf. „Útlendingastofnun hefur ekki svarað neinum beiðnum um að fá afhent gögn hans, líkt og fæðingarvottorð og vegabréf, þannig honum er meinað að yfirgefa Schengen á eigin vegum. Honum er ekki treyst til að koma sér úr landi og fer í lögreglufylgd á morgun. Örlög hans eru því í höndum spænskra yfirvalda núna og við óttumst það versta,“ segir Hildur. Fá engin svör „Þetta er maður sem hefur aldrei brotið af sér og er ekki byrði á íslensku samfélagi þar sem hann býr hér hjá systur sinni. Maður sem situr við skrifborðið sitt við nám í klínískri sálfræði. Hann er meðhöndlaður hér eins og glæpamaður, Útlendingastofnun gefur engin svör en hefur ítrekað hringt til þess að spyrja til hvaða rússnesku borgar hann vilji helst halda.“ Þau hafi þegar fundið leið fyrir Zak til að koma sér sjálfur til Georgíu en málið strandi á viðleitni Útlendingastofnunar, sem virðist ætla að halda fast í að koma Zak úr landi í lögreglufylgd til Spánar. „Zak hefur pantað sér flug til Georgíu með stoppi í Tyrklandi, vonandi kemst hann þangað. En við vitum ekkert hvað verður, við fáum engin svör. Við vitum ekkert hvort lögreglan afhendi spænskum yfirvöldum vegabréfið hans. Okkur finnst við ekki vera að biðja um mikið. Maður spyr sig, þarf þetta að vera svona? Hvar er mannúðin?“ Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Hildur Blöndal Sveinsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hefur staðið í ströngu með hælisleitandanum Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. „Margir af vinum hans voru á flótta og varð hann því að taka ákvörðun hratt. Niðurstaðan var að fara til Íslands með Goða, syni mínum og Dariu, systur hans, og freista þess að fá vernd á Íslandi,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir Zak ekki vilja sjálfan koma fram undir fullu nafni eða birtast á mynd í fjölmiðlum af ótta við rússnesk stjórnvöld, sem sendi minnihlutahópa innan Rússlands, líkt og Burjata sem Zak tilheyrir, fyrst á vígstöðvarnar í stríðinu. Hildur Blöndal Sveinsdóttir.aðsend Ekki treyst til að fara sjálfur Zak hafði ekki erindi sem erfiði og var umsókn hans um alþjóðlega vernd hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Þegar sá úrskurður lá fyrir tók hann ákvörðun um að flytja til Georgíu og hitta þar kærustu sína sem flutti þangað frá Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að hefja nýtt líf. „Útlendingastofnun hefur ekki svarað neinum beiðnum um að fá afhent gögn hans, líkt og fæðingarvottorð og vegabréf, þannig honum er meinað að yfirgefa Schengen á eigin vegum. Honum er ekki treyst til að koma sér úr landi og fer í lögreglufylgd á morgun. Örlög hans eru því í höndum spænskra yfirvalda núna og við óttumst það versta,“ segir Hildur. Fá engin svör „Þetta er maður sem hefur aldrei brotið af sér og er ekki byrði á íslensku samfélagi þar sem hann býr hér hjá systur sinni. Maður sem situr við skrifborðið sitt við nám í klínískri sálfræði. Hann er meðhöndlaður hér eins og glæpamaður, Útlendingastofnun gefur engin svör en hefur ítrekað hringt til þess að spyrja til hvaða rússnesku borgar hann vilji helst halda.“ Þau hafi þegar fundið leið fyrir Zak til að koma sér sjálfur til Georgíu en málið strandi á viðleitni Útlendingastofnunar, sem virðist ætla að halda fast í að koma Zak úr landi í lögreglufylgd til Spánar. „Zak hefur pantað sér flug til Georgíu með stoppi í Tyrklandi, vonandi kemst hann þangað. En við vitum ekkert hvað verður, við fáum engin svör. Við vitum ekkert hvort lögreglan afhendi spænskum yfirvöldum vegabréfið hans. Okkur finnst við ekki vera að biðja um mikið. Maður spyr sig, þarf þetta að vera svona? Hvar er mannúðin?“
Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira