„Líður eins og það sé verið að segja mér að skilja augun mín eftir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júní 2023 15:39 Max er að sögn Más augun hans og besti vinur hans. Már Gunnarsson Már Gunnarsson, söngvari og námsmaður, þarf að borga háan kostnað í hvert skipti sem hann heimsækir fjölskylduna til Íslands með leiðsöguhundinn sinn. Hann segir það eina í stöðunni að láta hundinn frá sér verði ekkert gert. „Max er augun mín og besti vinur minn, og það er verið að gera mér nánast ómögulegt að komast heim með augun mín,“ segir Már, sem er búsettur í Lundúnum þar sem hann er við nám. Kostnaður við að komast heim í sumarfrí með Max, leiðsöguhundinn sinn, nemur sex hundruð þúsund krónum. Már segist hafa ákveðið að koma ekki heim til Íslands síðustu jól vegna kostnaðar sem fylgdi því að fá Max heim með sér. Hann hafi þá séð að ástandið gæti ekki haldið þannig áfram það sem eftir lifði námsins, sem er fimm ára langt. Strax í upphafi annar byrjaði Már að skipuleggja heimkomu nú í sumar. Þá hafi Matvælastofnun sent honum lista yfir þau atriði sem þyrfti að uppfylla í aðdraganda heimkomunnar. Þar á meðal þyrfti hann að verða sér úti um lyf sem eru ekki lengur notuð í Bretlandi vegna hættu á að hundar myndi ónæmi fyrir þeim. Þá segir Már að fjölmargir aðrir kostnaðarliðir hafi safnast upp og úr varð að heildarkostnaður við að koma hundinum til landsins nam sex hundruð þúsund krónum. Þar heyrði meðal annars innflutningsgjald, lyfjakostnaður og dýralæknakostnaður bæði úti í Lundúnum og á Íslandi undir. Már og Max hafa fylgst að í tvö ár.Már Gunnarsson Aðskildir á flugvellinum og hundurinn settur í vöruhús Í tengslum við ferðalagið til Íslands segir Már frá ýmsum hindrunum. Fyrir það fyrsta hafi þeir þurft að lenda á Íslandi á virkum degi milli klukkan níu og fjögur, á tilsettum vinnutíma starfsmanna Matvælastofnunar. „Þannig að í staðinn fyrir að kaupa flug á þrjátíu þúsund krónur þurfti ég frekar að kaupa flug á hundrað og tíu þúsund,“ segir Már. Þegar þeir lentu á Keflavíkurflugvelli segir Már frá því að hann og Max hafi verið aðskildir, sem honum þótti mjög einkennilegt. Þeir hafi oft ferðast um Evrópu án þess að vera nokkurn tímann aðskildir. Þá segist Már hafa haldið að fagaðili kæmi til með að taka á móti þeim á flugvellinum. „Ég stóð í þeirri trú að það yrði dýralæknir sem myndi taka á móti Max þegar við lentum,“ segir Már. En sú var ekki raunin. „Það var bara eitthvað flugvallastarfsfólk sem tók hann og fór með hann eitthvert annað.“ Már segir erfitt að hafa ekki fengið að fylgja Max. „Ég suðaði og suðaði en ég mátti ekki fara með honum,“ segir Már. Að sögn Más var farið með Max í vöruhús á flugvellinum. „Hann var bara tekinn eins og taska eða eitthvað,“ segir Már. Í vöruhúsinu segir hann Max loks hitt dýralækni. Hélt að heimkoman yrði mun ódýrari Þegar heim var komið þurfti Már samkvæmt fyrirmælum Matvælastofnunar að fá dýralækni sem hefði yfirumsjón með heimasóttkví Max, sem tæki tvær vikur. Már segist hafa þurft að verða sér út um utanaðkomandi dýralækni sjálfur til þess. „Það fullt af dýralæknum sem vinna hjá MAST, sem þekkja reglurnar, og þetta eru líka þeirra kröfur svo ég skildi ekki af hverju MAST sendi ekki bara aðila frá sér,“ segir hann. „Fyrst þegar ég fór í þetta ferli hugsaði ég að ég þyrfti mögulega að borga hundrað þúsund krónur til að geta gert þetta, sem mér fannst samt of mikið. En þetta er að enda í um sex hundruð þúsund kalli,“ segir Már um öll útgjöldin sem fylgdu heimkomunni. Hundurinn hjálpartæki Már áréttir að hann hafi fullan skilning á því að passa þarf upp á innkomu dýra í landið. „Mér finnst samt sem áður að það þurfi að taka tillit til þess að þetta er hjálpartæki í eigu ríkisins, faktískt séð á ríkið hundinn.“ Hann segir hundinn koma í stað augna. Að augu Max séu raunar augu hans. „Mér líður eins og það sé bara verið að segja mér að skilja augun mín eftir á Englandi.“ Már segist ekki sjá fram á að geta borgað þennan kostnað í hvert skipti sem hann kemur heim í fimm ára löngu námi erlendis. „Það er nógu dýrt nú þegar að vera erlendis og borga skólagjöld, leigu og uppihald á mér og hundinum. Ef mig langar svo að koma heim um jólin og á sumrin þá þyrfti ég í hvert skipti að borga sex hundruð þúsund krónur,“ segir Már. „Við erum ekki að rukka fólk til þess að koma með hjólastólana sína til landsins, af hverju erum við að rukka þetta?“ Már á fjögur ár eftir af náminu í Lundúnum. Már Gunnarsson Stofnanirnar bendi hver á aðra Már segist hafa rekið sig á ýmsa veggi í heimkomuferlinu. Þegar hann talaði við félagsmálaráðuneytið, sem á í raun hundinn, hafi honum verið bent á að biðja Lionsklúbbinn eða Blindrafélagið um styrk. „Þau voru í raun bara að segja mér að ég þyrfti að reiða mig á góðvild góðgerðasamtaka sem lögðu mikið á sig á sínum tíma til að safna fyrir hundinum,“ segir Már. Hann bendir á að Lionsklúbburinn hafi safnað pening fyrir leiðsöguhundinum fyrir tveimur árum. Hann segir það hallærislegt af ráðuneytinu að hafa lagt til að hann leitaði aftur þangað, þar sem þau hafi nú þegar gert meira en nóg fyrir hann. Már segist hafa reynt að hafa samband við Matvælaráðuneytið en verið hunsaður, þótt Matvælastofnun hafi vísað honum þangað. „Það voru bar allir að benda á hvern annan.“ Hann segir að ef ástandinu verður ekki breytt sjái hann enga aðra lausn en að láta hundinn frá sér. Málefni fatlaðs fólks Dýr Hundar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
„Max er augun mín og besti vinur minn, og það er verið að gera mér nánast ómögulegt að komast heim með augun mín,“ segir Már, sem er búsettur í Lundúnum þar sem hann er við nám. Kostnaður við að komast heim í sumarfrí með Max, leiðsöguhundinn sinn, nemur sex hundruð þúsund krónum. Már segist hafa ákveðið að koma ekki heim til Íslands síðustu jól vegna kostnaðar sem fylgdi því að fá Max heim með sér. Hann hafi þá séð að ástandið gæti ekki haldið þannig áfram það sem eftir lifði námsins, sem er fimm ára langt. Strax í upphafi annar byrjaði Már að skipuleggja heimkomu nú í sumar. Þá hafi Matvælastofnun sent honum lista yfir þau atriði sem þyrfti að uppfylla í aðdraganda heimkomunnar. Þar á meðal þyrfti hann að verða sér úti um lyf sem eru ekki lengur notuð í Bretlandi vegna hættu á að hundar myndi ónæmi fyrir þeim. Þá segir Már að fjölmargir aðrir kostnaðarliðir hafi safnast upp og úr varð að heildarkostnaður við að koma hundinum til landsins nam sex hundruð þúsund krónum. Þar heyrði meðal annars innflutningsgjald, lyfjakostnaður og dýralæknakostnaður bæði úti í Lundúnum og á Íslandi undir. Már og Max hafa fylgst að í tvö ár.Már Gunnarsson Aðskildir á flugvellinum og hundurinn settur í vöruhús Í tengslum við ferðalagið til Íslands segir Már frá ýmsum hindrunum. Fyrir það fyrsta hafi þeir þurft að lenda á Íslandi á virkum degi milli klukkan níu og fjögur, á tilsettum vinnutíma starfsmanna Matvælastofnunar. „Þannig að í staðinn fyrir að kaupa flug á þrjátíu þúsund krónur þurfti ég frekar að kaupa flug á hundrað og tíu þúsund,“ segir Már. Þegar þeir lentu á Keflavíkurflugvelli segir Már frá því að hann og Max hafi verið aðskildir, sem honum þótti mjög einkennilegt. Þeir hafi oft ferðast um Evrópu án þess að vera nokkurn tímann aðskildir. Þá segist Már hafa haldið að fagaðili kæmi til með að taka á móti þeim á flugvellinum. „Ég stóð í þeirri trú að það yrði dýralæknir sem myndi taka á móti Max þegar við lentum,“ segir Már. En sú var ekki raunin. „Það var bara eitthvað flugvallastarfsfólk sem tók hann og fór með hann eitthvert annað.“ Már segir erfitt að hafa ekki fengið að fylgja Max. „Ég suðaði og suðaði en ég mátti ekki fara með honum,“ segir Már. Að sögn Más var farið með Max í vöruhús á flugvellinum. „Hann var bara tekinn eins og taska eða eitthvað,“ segir Már. Í vöruhúsinu segir hann Max loks hitt dýralækni. Hélt að heimkoman yrði mun ódýrari Þegar heim var komið þurfti Már samkvæmt fyrirmælum Matvælastofnunar að fá dýralækni sem hefði yfirumsjón með heimasóttkví Max, sem tæki tvær vikur. Már segist hafa þurft að verða sér út um utanaðkomandi dýralækni sjálfur til þess. „Það fullt af dýralæknum sem vinna hjá MAST, sem þekkja reglurnar, og þetta eru líka þeirra kröfur svo ég skildi ekki af hverju MAST sendi ekki bara aðila frá sér,“ segir hann. „Fyrst þegar ég fór í þetta ferli hugsaði ég að ég þyrfti mögulega að borga hundrað þúsund krónur til að geta gert þetta, sem mér fannst samt of mikið. En þetta er að enda í um sex hundruð þúsund kalli,“ segir Már um öll útgjöldin sem fylgdu heimkomunni. Hundurinn hjálpartæki Már áréttir að hann hafi fullan skilning á því að passa þarf upp á innkomu dýra í landið. „Mér finnst samt sem áður að það þurfi að taka tillit til þess að þetta er hjálpartæki í eigu ríkisins, faktískt séð á ríkið hundinn.“ Hann segir hundinn koma í stað augna. Að augu Max séu raunar augu hans. „Mér líður eins og það sé bara verið að segja mér að skilja augun mín eftir á Englandi.“ Már segist ekki sjá fram á að geta borgað þennan kostnað í hvert skipti sem hann kemur heim í fimm ára löngu námi erlendis. „Það er nógu dýrt nú þegar að vera erlendis og borga skólagjöld, leigu og uppihald á mér og hundinum. Ef mig langar svo að koma heim um jólin og á sumrin þá þyrfti ég í hvert skipti að borga sex hundruð þúsund krónur,“ segir Már. „Við erum ekki að rukka fólk til þess að koma með hjólastólana sína til landsins, af hverju erum við að rukka þetta?“ Már á fjögur ár eftir af náminu í Lundúnum. Már Gunnarsson Stofnanirnar bendi hver á aðra Már segist hafa rekið sig á ýmsa veggi í heimkomuferlinu. Þegar hann talaði við félagsmálaráðuneytið, sem á í raun hundinn, hafi honum verið bent á að biðja Lionsklúbbinn eða Blindrafélagið um styrk. „Þau voru í raun bara að segja mér að ég þyrfti að reiða mig á góðvild góðgerðasamtaka sem lögðu mikið á sig á sínum tíma til að safna fyrir hundinum,“ segir Már. Hann bendir á að Lionsklúbburinn hafi safnað pening fyrir leiðsöguhundinum fyrir tveimur árum. Hann segir það hallærislegt af ráðuneytinu að hafa lagt til að hann leitaði aftur þangað, þar sem þau hafi nú þegar gert meira en nóg fyrir hann. Már segist hafa reynt að hafa samband við Matvælaráðuneytið en verið hunsaður, þótt Matvælastofnun hafi vísað honum þangað. „Það voru bar allir að benda á hvern annan.“ Hann segir að ef ástandinu verður ekki breytt sjái hann enga aðra lausn en að láta hundinn frá sér.
Málefni fatlaðs fólks Dýr Hundar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira