Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 18. júní 2023 12:49 Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra eftir ríkisráðsfund á morgun. Vísir/Sigurjón Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. Bjarni sagði Jón hafa staðið sig afburðavel sem ráðherra þegar hann greindi frá ákvörðun þingflokksins nú fyrir stundu. Jón njóti stuðnings sjálfstæðismanna um allt land en hann hefði trú á að Guðrún gæti komið og fylgt því vel eftir. Ákvörðunin hafi verið erfið að því leyti að ráðherraefnin í flokknum væru fleiri en stólarnir í boði. Minntist Bjarni sérstaklega á að þetta væri í fyrsta skipti sem konur væri í meirihluta í ráðherraliði flokksins. Guðrún, sem er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis, tekur við embætti að loknum ríkisráðsfundi á morgun. Hún sagðist spennt fyrir verkefninu. Spurð að því hvort að vænta mætti stefnubreytingar sagði hún að Jón hefði unnið eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins og landsfundar hans. „Ég mun að sjálfsögðu gera það líka.“ Einhverjar breytingar verði gerðar en fyrst ætli hún að fara í ráðuneytið og kynna sér hvaða mál séu mest aðkallandi. „Svo munum við sjá til hvernig mál þróast,“ sagði hún. Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, á leið úr Valhöll eftir fundinn í dag.Vísir/Sigurjón „Svona er bara pólitíkin“ Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra. „Svona er nú bara pólitíkin,“ sagði hann að fundi loknum. Bjarni sagðist meðvitaður um að Jón hefði metnað til þess að sitja áfram og fundið fyrir ákalli um að kraftar hans fengju áfram að njóta sín. Hann hafi sagt honum að hann mætti vera gríðarlega stoltur af þeim verkum sem hann hefði skilað sem ráðherra. „Ég óttast það ekki,“ sagði Bjarni spurður að því hvort að skiptin gætu valdið sundrung innan flokksins. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, sagði einhug í þingflokknum um ráðherraskiptin. Jóns yrði sárt saknað sem ráðherra en hann væri sjálfur ánægður með að þingmaður úr kjördæmi hans fengi ráðherraembætti. Erfiður tími fyrir þá sem eru ósammála Sjálfstæðisflokknum Jón þakkaði fyrir sig í Facebook-færslu sem hann birti skömmu eftir að þingflokksfundinum lauk. Margir málaflokkar dómsmálaráðuneytisins hafi staðið á tímamótum, sérstaklega útlendingamál og löggæsla. „Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum,“ skrifaði Jón með mynd af þeim Brynjari Níelssyni og Ingvari Smára Birgissyni, aðstoðarmönnum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Bjarni sagði Jón hafa staðið sig afburðavel sem ráðherra þegar hann greindi frá ákvörðun þingflokksins nú fyrir stundu. Jón njóti stuðnings sjálfstæðismanna um allt land en hann hefði trú á að Guðrún gæti komið og fylgt því vel eftir. Ákvörðunin hafi verið erfið að því leyti að ráðherraefnin í flokknum væru fleiri en stólarnir í boði. Minntist Bjarni sérstaklega á að þetta væri í fyrsta skipti sem konur væri í meirihluta í ráðherraliði flokksins. Guðrún, sem er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis, tekur við embætti að loknum ríkisráðsfundi á morgun. Hún sagðist spennt fyrir verkefninu. Spurð að því hvort að vænta mætti stefnubreytingar sagði hún að Jón hefði unnið eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins og landsfundar hans. „Ég mun að sjálfsögðu gera það líka.“ Einhverjar breytingar verði gerðar en fyrst ætli hún að fara í ráðuneytið og kynna sér hvaða mál séu mest aðkallandi. „Svo munum við sjá til hvernig mál þróast,“ sagði hún. Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, á leið úr Valhöll eftir fundinn í dag.Vísir/Sigurjón „Svona er bara pólitíkin“ Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra. „Svona er nú bara pólitíkin,“ sagði hann að fundi loknum. Bjarni sagðist meðvitaður um að Jón hefði metnað til þess að sitja áfram og fundið fyrir ákalli um að kraftar hans fengju áfram að njóta sín. Hann hafi sagt honum að hann mætti vera gríðarlega stoltur af þeim verkum sem hann hefði skilað sem ráðherra. „Ég óttast það ekki,“ sagði Bjarni spurður að því hvort að skiptin gætu valdið sundrung innan flokksins. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, sagði einhug í þingflokknum um ráðherraskiptin. Jóns yrði sárt saknað sem ráðherra en hann væri sjálfur ánægður með að þingmaður úr kjördæmi hans fengi ráðherraembætti. Erfiður tími fyrir þá sem eru ósammála Sjálfstæðisflokknum Jón þakkaði fyrir sig í Facebook-færslu sem hann birti skömmu eftir að þingflokksfundinum lauk. Margir málaflokkar dómsmálaráðuneytisins hafi staðið á tímamótum, sérstaklega útlendingamál og löggæsla. „Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum,“ skrifaði Jón með mynd af þeim Brynjari Níelssyni og Ingvari Smára Birgissyni, aðstoðarmönnum hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira