Útskrifuð og stolt að hafa ekki gefist upp á baráttunni við kerfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júní 2023 22:29 Umsókn Ólafíu Kristínar Norðfjörð um starfsnám í lögreglufræðum við HA var hafnað árið 2019 á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. Hún ákvað hins vegar að taka slaginn við kerfið og útskrifaðist loks sem lögregluþjónn síðustu helgi. Vísir/Arnar Eftir tveggja ára þrotlausa baráttu við kerfið og önnur tvö ár í námi útskrifaðist ung kona sem lögreglumaður síðustu helgi. Henni var upphaflega vísað frá vegna notkunar á kvíðalyfi. Hún er stolt af því að hafa tekið slaginn fyrir alla þá sem hafa haft hugrekki til að leita sér aðstoðar. Ólafía Kristín Norðfjörð, eða Lóa eins og hún er alltaf kölluð, ákvað árið 2019 að segja frá því á samfélagsmiðlum að umsókn hennar um starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri hafi verið hafnað á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. „Mér fannst það í raun og veru bara vera brot á réttindum þeirra sem leita sér aðstoðar vegna þess að við eigum í dag, 2023 og þegar ég byrjaði að berjast fyrir þessu árið 2019 - og það hefur verið mikil umræða um andlega heilsu - að við eigum að geta leitað okkur aðstoðar,“ segir Lóa. Lóa fór á fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, og fékk hana til að skoða málin og bæta. Í dag er tilfelli hvers og eins umsækjanda skoðað fyrir sig þó enn séu reglur í gildi. Lóa segir það ótrúlega tilfinningu að hafa náð að útskrifast úr draumanáminu. Lóa er stolt að hafa staðið með sjálfri sér og er ótrúlega spennt að mæta í vinnuna sem menntaður lögreglumaður.Vísir/Arnar „Ég stóð bara rosalega stolt af sjálfri mér og fyrir að hafa ekki gefist upp á baráttunni því þetta var mjög erfiður tími. Það var mjög oft sem ég ætlaði pínu að láta þetta bara fara og finna mér eitthvað annað að gera en ég var starfandi lögreglumaður á meðan ég var að berjast við þetta og ég fékk rosalega góðan stuðning frá fólkinu í kringum mig og samstarfsfólkinu mínu að gefast ekki upp,“ sagði hún. Lóa lítur á lögreglustarfið fyrst og fremst sem þjónustu við almenning. „Við erum að þjónusta almenna borgara og að vera til staðar fyrir fólkið í landinu.“ „Ég er ótrúlega spennt að mæta í vinnu sem menntaður lögreglumaður,“ sagði hún að lokum með lögregluhattinn á kollinum. Lögreglan Skóla - og menntamál Akureyri Geðheilbrigði Tengdar fréttir Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ólafía Kristín Norðfjörð, eða Lóa eins og hún er alltaf kölluð, ákvað árið 2019 að segja frá því á samfélagsmiðlum að umsókn hennar um starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri hafi verið hafnað á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. „Mér fannst það í raun og veru bara vera brot á réttindum þeirra sem leita sér aðstoðar vegna þess að við eigum í dag, 2023 og þegar ég byrjaði að berjast fyrir þessu árið 2019 - og það hefur verið mikil umræða um andlega heilsu - að við eigum að geta leitað okkur aðstoðar,“ segir Lóa. Lóa fór á fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, og fékk hana til að skoða málin og bæta. Í dag er tilfelli hvers og eins umsækjanda skoðað fyrir sig þó enn séu reglur í gildi. Lóa segir það ótrúlega tilfinningu að hafa náð að útskrifast úr draumanáminu. Lóa er stolt að hafa staðið með sjálfri sér og er ótrúlega spennt að mæta í vinnuna sem menntaður lögreglumaður.Vísir/Arnar „Ég stóð bara rosalega stolt af sjálfri mér og fyrir að hafa ekki gefist upp á baráttunni því þetta var mjög erfiður tími. Það var mjög oft sem ég ætlaði pínu að láta þetta bara fara og finna mér eitthvað annað að gera en ég var starfandi lögreglumaður á meðan ég var að berjast við þetta og ég fékk rosalega góðan stuðning frá fólkinu í kringum mig og samstarfsfólkinu mínu að gefast ekki upp,“ sagði hún. Lóa lítur á lögreglustarfið fyrst og fremst sem þjónustu við almenning. „Við erum að þjónusta almenna borgara og að vera til staðar fyrir fólkið í landinu.“ „Ég er ótrúlega spennt að mæta í vinnu sem menntaður lögreglumaður,“ sagði hún að lokum með lögregluhattinn á kollinum.
Lögreglan Skóla - og menntamál Akureyri Geðheilbrigði Tengdar fréttir Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21
Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02