Rósa segir bæjaryfirvöld vinna að því í sameiningu við leikhúsið að finna framtíðarlausn fyrir leikhúsið.
Björk Jakobsdóttir leikhússtjóri leikhússinn, segir málið afar sorglegt en að bæjaryfirvöld hafi verið jákvæð fyrir því að finna lausn á málinu. Hún hefur lagt til að leikhúsið verði fært í skemmu við höfnina í Hafnarfirði og þannig væri hætt að gefa gömlu húsi nýtt líf. Í teikningum er gert ráð fyrir 500 manna sýningum og ýmissi annarri menningarstarfsemi. Gerðar hafa verið teikningar og lögð fram rekstraráætlun en enn vantar fjármagnið.
„Þetta kom frekar bratt upp að þau væru að missa leiguhúsnæðið sitt til margra og ára og við höfum síðan átt nokkur samtöl og fundi um þessi mál því að í mínum huga er Gaflaraleikhúsið mjög mikilvæg stoð í menningarlífi bæjarins. Það er mikið aðdráttarafl og við viljum alls ekki missa þau úr bænum,“ segir Rósa.
Hvað varðar skemmuna segir Rósa að það sé einn valkostur sem sé til skoðunar en að það þurfi að greina kostnaðinn.
Mikilvægt fyrir bæjarbúa og gesti
„Okkur er mikið í mun um að halda þeim í bænum og að þau haldi áfram að skemmta okkur. Við munum leggja okkur alla fram um að finna framtíðarlausn,“ segir Rósa og að bærinn hafi stutt bæði menningarlíf og starfsemi leikhússins undanfarin ár.

„Núna snýst þetta um að hjálpast að við að finna nýtt húsnæði undir þessa starfsemi og við erum öll af vilja gerð,“ segir Rósa og heldur áfram:
„Þetta er mjög mikilvægt til að laða fólk í miðbæinn og bara efla menningarlífið, auðga andann og geta skemmt sér í bænum. Fyrir okkur bæjarbúa og ekki síst gesti sem streyma í leikhúsið þeirra enda verið frábær verk og uppsetningar í allan þennan tíma sem er mikilvægt að við getum haldið áfram að vinna að.“