Forsetar þurftu að leita sér skjóls vegna eldflauga Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2023 11:52 Sendinefnd forseta frá Afríku er stödd í Kænugarði en forsetarnir þurftu að leita sér skjóls þegar Rússar skutu eldflaugum að borginni. AP/Efrem Lukatsky Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði í morgun eftir að Rússar skutu eldflaugum á borgina. Nokkrir forsetar Afríkuríkja eru staddir í Kænugarði, þar sem þeir munu ræða við ráðamenn um mögulegar friðarviðræður við Rússa. Því næst munu þeir fara til Pétursborgar í Rússlandi og hitta Vladimír Pútín, forseta. Sendinefndin er skipuð forsetum frá Suður-Afríku, Senegal, Sambíu, Kómoreyjum og Egyptalandi. Þeir vilja bæði reyna að miðla mála milli Úkraínumanna og Rússa og reyna að tryggja að sendingar korns frá Úkraínu verði haldið áfram og reyna að kaupa áburð frá Rússlandi. Ferð forsetanna byrjaði í Bucha, þar sem rússneskir hermenn myrtu fjölmarga óbreytta borgara í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á meðan þeir voru þar var eldflaugunum skotið á Kænugarð. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex Kinzhal eldflaugar, sem eiga að vera ofurhljóðfráar, sex stýriflaugar og tvo dróna. [PHOTOS]: African Heads of State and Government earlier visited the City of Bucha in Ukraine and participated in a commemoration ceremony at a civilian mass burial site where hundreds of people were killed at the start of the conflict.#AfricanPeaceMission pic.twitter.com/resvqUDN3b— Presidency | South Africa (@PresidencyZA) June 16, 2023 Reuters hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að engar fregnir hafi borist af mannfalli eða alvarlegum skemmdum en lögreglan segir einhverja hafa særst og þá mögulega vegna fallandi braks. Blaðamaður Reuters sá bílalest forsetanna er henni var ekið inn í Kænugarð og var stoppað við hótel, þar sem forsetarnir fengu að fara inn og leita sér skjóls. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eldflaugarnar vera skýr skilaboð til forsetanna. „Rússar vilja meira stríð, ekki frið,“ skrifaði hann á Twitter. Putin builds confidence by launching the largest missile attack on Kyiv in weeks, exactly amid the visit of African leaders to our capital. Russian missiles are a message to Africa: Russia wants more war, not peace.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 16, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Sendinefndin er skipuð forsetum frá Suður-Afríku, Senegal, Sambíu, Kómoreyjum og Egyptalandi. Þeir vilja bæði reyna að miðla mála milli Úkraínumanna og Rússa og reyna að tryggja að sendingar korns frá Úkraínu verði haldið áfram og reyna að kaupa áburð frá Rússlandi. Ferð forsetanna byrjaði í Bucha, þar sem rússneskir hermenn myrtu fjölmarga óbreytta borgara í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á meðan þeir voru þar var eldflaugunum skotið á Kænugarð. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex Kinzhal eldflaugar, sem eiga að vera ofurhljóðfráar, sex stýriflaugar og tvo dróna. [PHOTOS]: African Heads of State and Government earlier visited the City of Bucha in Ukraine and participated in a commemoration ceremony at a civilian mass burial site where hundreds of people were killed at the start of the conflict.#AfricanPeaceMission pic.twitter.com/resvqUDN3b— Presidency | South Africa (@PresidencyZA) June 16, 2023 Reuters hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að engar fregnir hafi borist af mannfalli eða alvarlegum skemmdum en lögreglan segir einhverja hafa særst og þá mögulega vegna fallandi braks. Blaðamaður Reuters sá bílalest forsetanna er henni var ekið inn í Kænugarð og var stoppað við hótel, þar sem forsetarnir fengu að fara inn og leita sér skjóls. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eldflaugarnar vera skýr skilaboð til forsetanna. „Rússar vilja meira stríð, ekki frið,“ skrifaði hann á Twitter. Putin builds confidence by launching the largest missile attack on Kyiv in weeks, exactly amid the visit of African leaders to our capital. Russian missiles are a message to Africa: Russia wants more war, not peace.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 16, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29