Fyrrverandi forstjóri Microsoft í Danmörku í stjórn Carbfix Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2023 14:51 Nana Bule hefur gríðarlega mikla reynslu af stjórnun í tæknigeiranum sem mun nýtast nýrri stjórn Carbfix. Carbfix Ný stjórn Carbfix hf. hefur verið skipuð og er nýr stjórnarformaður hennar Nana Bule, sem var forstjóri Microsoft í Danmörku og á Íslandi þar til fyrr á þessu ári. Í fréttatilkynningu frá Carbfix segir að ný stjórn hafi verið skipuð til að styðja við markmið fyrirtækisins um að leggja verulega af mörkum til loftslagsmála með því að beita Carbfix-tækninni í auknum mæli, bæði hér á landi sem erlendis, til bindingar á CO2 í jarðlögum. Ný í stjórninni eru Nana Bule, stjórnarformaður, Benedikt K. Magnússon, Brynhildur Davíðsdóttir og Tómas Már Sigurðsson. Elín Smáradóttir, yfirlögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur, situr áfram í stjórninni. Reynslumikill stjórnandi Nana Bule hefur yfir tuttugu ára reynslu sem stjórnandi í tæknigeiranum, var forstjóri Microsoft í Danmörku og á Íslandi þar til fyrr á þessu ári og starfar nú sem ráðgjafi hjá Goldman Sachs. Hún er formaður stjórnar danska ráðsins um stafræn málefni og leiðir starfshóp danskra stjórnvalda um endurnýjanlega orku. Hún situr í stjórnum Energinet, Arla Foods og Novo Nordisk Foundation. Ný í stjórninni eru frá vinstri Tómas Már Sigurðsson, Benedikt K. Magnússon og Brynhildur Davíðsdóttir. Aðsent/Vísir/Egill Benedikt K. Magnússon er fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann var áður sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG á Íslandi og hefur yfir tuttugu ára reynslu af ráðgjafarstörfum hjá KPMG, þar sem hann var einnig meðeigandi og stjórnarmaður. Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, hefur yfir tuttugu ára reynslu af kennslu, rannsóknum og ráðgjöf þar sem hún hefur m.a. lagt áherslu á orkuskipti, sjálfbærnimat og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum. Hún er varaformaður Loftslagsráðs og situr í stjórn Arctic Circle Foundation. Hún sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur árin 2011-2022, síðustu sex árin sem stjórnarformaður. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku og starfaði áður í sextán ár fyrir Alcoa, m.a. sem forstjóri Alcoa á Íslandi, forstjóri Alcoa í Evrópu og Mið-Austurlöndum og aðstoðarforstjóri Alcoa á heimsvísu. Hann hefur verið formaður Verslunarráðs og setið í stjórnum Samtaka iðnaðarins, Europe Aluminium, Eurometaux og Business Europe. Elín Smáradóttir yfirlögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur situr áfram í stjórninni. Loftslagsmál Vistaskipti Microsoft Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Carbfix segir að ný stjórn hafi verið skipuð til að styðja við markmið fyrirtækisins um að leggja verulega af mörkum til loftslagsmála með því að beita Carbfix-tækninni í auknum mæli, bæði hér á landi sem erlendis, til bindingar á CO2 í jarðlögum. Ný í stjórninni eru Nana Bule, stjórnarformaður, Benedikt K. Magnússon, Brynhildur Davíðsdóttir og Tómas Már Sigurðsson. Elín Smáradóttir, yfirlögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur, situr áfram í stjórninni. Reynslumikill stjórnandi Nana Bule hefur yfir tuttugu ára reynslu sem stjórnandi í tæknigeiranum, var forstjóri Microsoft í Danmörku og á Íslandi þar til fyrr á þessu ári og starfar nú sem ráðgjafi hjá Goldman Sachs. Hún er formaður stjórnar danska ráðsins um stafræn málefni og leiðir starfshóp danskra stjórnvalda um endurnýjanlega orku. Hún situr í stjórnum Energinet, Arla Foods og Novo Nordisk Foundation. Ný í stjórninni eru frá vinstri Tómas Már Sigurðsson, Benedikt K. Magnússon og Brynhildur Davíðsdóttir. Aðsent/Vísir/Egill Benedikt K. Magnússon er fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann var áður sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG á Íslandi og hefur yfir tuttugu ára reynslu af ráðgjafarstörfum hjá KPMG, þar sem hann var einnig meðeigandi og stjórnarmaður. Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, hefur yfir tuttugu ára reynslu af kennslu, rannsóknum og ráðgjöf þar sem hún hefur m.a. lagt áherslu á orkuskipti, sjálfbærnimat og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum. Hún er varaformaður Loftslagsráðs og situr í stjórn Arctic Circle Foundation. Hún sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur árin 2011-2022, síðustu sex árin sem stjórnarformaður. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku og starfaði áður í sextán ár fyrir Alcoa, m.a. sem forstjóri Alcoa á Íslandi, forstjóri Alcoa í Evrópu og Mið-Austurlöndum og aðstoðarforstjóri Alcoa á heimsvísu. Hann hefur verið formaður Verslunarráðs og setið í stjórnum Samtaka iðnaðarins, Europe Aluminium, Eurometaux og Business Europe. Elín Smáradóttir yfirlögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur situr áfram í stjórninni.
Loftslagsmál Vistaskipti Microsoft Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira