Ástralir stöðva byggingu á nýju sendiráði Rússa Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 07:58 Rússar skuldbundu sig árið 2008 til að ljúka framkvæmdum á nýju sendiráði í Canberra á þremur árum. Þeim er enn ekki lokið. AP Ástralska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp sem felur í sér að framkvæmdir á nýju sendiráði Rússa í grennd við þinghúsið í áströlsku höfuðborginni Canberra séu stöðvaðar. Er þar vísað til öryggissjónarmiða. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir að löggjöfin feli sér sviptingu á rétti rússneskra stjórnvalda til leigu á umræddri lóð. Báðar deildir ástralska þingsins samþykktu löggjöfina innan við tveimur tímum eftir að málið var lagt fram . Ríkisstjórn landsins ákvað að leggja málið fram eftir að rússnesk yfirvöld höfðu haft betur í máli fyrir í alríkisdómstól í síðasta mánuði sem kom í veg fyrir útburði Rússa af lóðinni þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu ár. Borgaryfirvöld í Canberra höfðu áður sagt upp leigusamningi vegna tafa á framkvæmdum frá því að lóðarleigusamningurinn var gerður árið 2008. Samkvæmt þeim samningi höfðu rússnesk stjórnvöld skuldbundið sig til að ljúka framkvæmdum á þremur árum, en framkvæmdum er einungis að hluta lokið og enn langt í land. Albanese segir að ástralskar öryggisstofnanir hafi ráðlagt stjórnvöldum að það þjóni þjóðaröryggi að vera ekki með rússneska viðveru svo nálægt þinghúsinu. Sendiráðið sem hefur verið í byggingu er við hlið ástralska þinghússins, en núverandi sendiráð Rússlands er að finna í hverfinu Griffith, mun fjær þinghúsinu. Albanese leggur áherslu á að sendiráð Ástralíu í Moskvu verði áfram starfrækt líkt og núverandi sendiráð Rússlands í Canberra. „En við reiknum ekki með að Rússland sé í stöðu til ræða alþjóðalög, litið til ítrekaðra og óskammfeilinna brota þeirra á þeim í tengslum við innrásina í Úkraínu,“ segir Albanese. Ástralía Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir að löggjöfin feli sér sviptingu á rétti rússneskra stjórnvalda til leigu á umræddri lóð. Báðar deildir ástralska þingsins samþykktu löggjöfina innan við tveimur tímum eftir að málið var lagt fram . Ríkisstjórn landsins ákvað að leggja málið fram eftir að rússnesk yfirvöld höfðu haft betur í máli fyrir í alríkisdómstól í síðasta mánuði sem kom í veg fyrir útburði Rússa af lóðinni þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu ár. Borgaryfirvöld í Canberra höfðu áður sagt upp leigusamningi vegna tafa á framkvæmdum frá því að lóðarleigusamningurinn var gerður árið 2008. Samkvæmt þeim samningi höfðu rússnesk stjórnvöld skuldbundið sig til að ljúka framkvæmdum á þremur árum, en framkvæmdum er einungis að hluta lokið og enn langt í land. Albanese segir að ástralskar öryggisstofnanir hafi ráðlagt stjórnvöldum að það þjóni þjóðaröryggi að vera ekki með rússneska viðveru svo nálægt þinghúsinu. Sendiráðið sem hefur verið í byggingu er við hlið ástralska þinghússins, en núverandi sendiráð Rússlands er að finna í hverfinu Griffith, mun fjær þinghúsinu. Albanese leggur áherslu á að sendiráð Ástralíu í Moskvu verði áfram starfrækt líkt og núverandi sendiráð Rússlands í Canberra. „En við reiknum ekki með að Rússland sé í stöðu til ræða alþjóðalög, litið til ítrekaðra og óskammfeilinna brota þeirra á þeim í tengslum við innrásina í Úkraínu,“ segir Albanese.
Ástralía Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira