Fyrirframákveðið gjald og stjörnugjöf í nýju leigubílaforriti Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 21:17 Smáforritið segir notanda nákvæmlega hvað ferðin mun kosta hann. Stöð 2 Samkeppni á leigubílamarkaði höfuðborgarsvæðisins jókst í dag þegar Hopp leigubílar hófu starfsemi. Fyrirtækið ætlar sér meðal annars að mæta mikilli eftirspurn eftir leigubílum í miðborginni um helgar. Hopp-leigubílana er einungis hægt að panta með smáforriti þeirra og fá notendur uppgefið verð og hversu langt er í að bíllinn mæti. Að taka venjulegan leigubíl frá Suðurlandsbraut að Efstaleiti kostaði fréttamann 2.190 krónur. Hins vegar kostaði ferðin með Hopp-leigubílnum til baka 1.850 krónur. 340 krónum ódýrari ferð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þrátt fyrir að félagið reyni alltaf að vera ódýrara, líkt og raunin var í dag, sé tæknin á bak við fyrirkomulag Hopp-leigubíla það sem ætti að heilla fólk hvað mest. „Það er sérstaklega þjónustan og tæknin því það skilar nýtni. Það er hvers vegna kostaði bílinn þetta þig þessa leið og af hverju kostar hann annað hina leiðina. Það er eftir því hvar bíllinn er staðsettur, það er besti bíllinn að sækja besta notandann. Það er tæknin sem er þarna að hjálpa okkur,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubíla.Stöð 2 Sæunn segir að eigi að komast jafnvægi á markaðinn með komu Hopp þurfi fleiri leigubílstjórar að skrá sig þar. Þá geta þeir orðið stjörnur innan Hopp en eftir að ferð í leigubíl er lokið gefa notendur bílstjóranum sínum einkunn fyrir ferðina og öfugt. Því er einnig um að gera að vera stilltur aftur í. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ segir Sæunn. Leigubílar Tækni Samgöngur Neytendur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hopp-leigubílana er einungis hægt að panta með smáforriti þeirra og fá notendur uppgefið verð og hversu langt er í að bíllinn mæti. Að taka venjulegan leigubíl frá Suðurlandsbraut að Efstaleiti kostaði fréttamann 2.190 krónur. Hins vegar kostaði ferðin með Hopp-leigubílnum til baka 1.850 krónur. 340 krónum ódýrari ferð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þrátt fyrir að félagið reyni alltaf að vera ódýrara, líkt og raunin var í dag, sé tæknin á bak við fyrirkomulag Hopp-leigubíla það sem ætti að heilla fólk hvað mest. „Það er sérstaklega þjónustan og tæknin því það skilar nýtni. Það er hvers vegna kostaði bílinn þetta þig þessa leið og af hverju kostar hann annað hina leiðina. Það er eftir því hvar bíllinn er staðsettur, það er besti bíllinn að sækja besta notandann. Það er tæknin sem er þarna að hjálpa okkur,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubíla.Stöð 2 Sæunn segir að eigi að komast jafnvægi á markaðinn með komu Hopp þurfi fleiri leigubílstjórar að skrá sig þar. Þá geta þeir orðið stjörnur innan Hopp en eftir að ferð í leigubíl er lokið gefa notendur bílstjóranum sínum einkunn fyrir ferðina og öfugt. Því er einnig um að gera að vera stilltur aftur í. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ segir Sæunn.
Leigubílar Tækni Samgöngur Neytendur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira