Skýrist af alþjóðavæðingu og fjölgun innflytjenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2023 12:22 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Egill Háskóla Íslands bárust tæplega tvö þúsund erlendar umsóknir um nám fyrir næsta skólaár. Árið 2016 voru erlendu umsóknirnar rétt rúmlega eitt þúsund. Rektor fagnar fjölgun umsækjenda. Alls bárust Háskólanum tæplega 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám fyrir næsta skólaár. Umsóknum fjölgar í ár um rúmlega sex prósent eftir lækkun í fyrra. Jón Atli Benediktsson rektor Háskólans segir þetta gleðitíðindi. „Ef ég tek nokkur dæmi þá er mikil fjölgun í verkfræði og náttúruvísindum, það er talsverð breyting þar. Svo er fjölgun í heilbrigðisvísindum og til að mynda í íslensku, sem er mjög ánægjulegt að sjá,“ segir Jón Atli í samtali við fréttastofu. Tvö þúsund erlendar umsóknir bárust, sem er tvöföldun frá árinu 2016. Íslenska sem annað mál er langvinsælasta grein skólans með 640 umsóknir og nemur fjölgunin þriðjungi. „Það er bara ánægjulegt að íslenska sem annað mál er mjög vinsæl. Þarna gegnir Háskóli Íslands sínu samfélagslega hlutverki. Þetta er bara grein sem við veðrum að halda áfram að efla.“ Engar fjöldatakmarkanir eru á greininni og ekki stendur til að breyta því. Fjölgunin skýrist hvort tveggja af meiri alþjóðavæðingu í háskólasamfélaginu og fjölgun innflytjenda. „Varðandi fjölgun erlendra umsókna almennt séð, þá er jú alþjóðavæðing en svo er líka orðspor Háskóla Íslands á erlendum vettvangi mjög gott.“ Umsóknum karla fjölgaði einnig um 13 prósent en ráðist var í átak í vor til að fjölgja umsóknum karlamegin í ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra málaflokksins ræddi 13 prósent fjölgun karlkyns umsækjenda í Bítinu: „Við bara höldum áfram á þeirri braut á næstu árum, og ég fagna því að sjá þetta,“ segir Jón Atli að lokum. Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Alls bárust Háskólanum tæplega 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám fyrir næsta skólaár. Umsóknum fjölgar í ár um rúmlega sex prósent eftir lækkun í fyrra. Jón Atli Benediktsson rektor Háskólans segir þetta gleðitíðindi. „Ef ég tek nokkur dæmi þá er mikil fjölgun í verkfræði og náttúruvísindum, það er talsverð breyting þar. Svo er fjölgun í heilbrigðisvísindum og til að mynda í íslensku, sem er mjög ánægjulegt að sjá,“ segir Jón Atli í samtali við fréttastofu. Tvö þúsund erlendar umsóknir bárust, sem er tvöföldun frá árinu 2016. Íslenska sem annað mál er langvinsælasta grein skólans með 640 umsóknir og nemur fjölgunin þriðjungi. „Það er bara ánægjulegt að íslenska sem annað mál er mjög vinsæl. Þarna gegnir Háskóli Íslands sínu samfélagslega hlutverki. Þetta er bara grein sem við veðrum að halda áfram að efla.“ Engar fjöldatakmarkanir eru á greininni og ekki stendur til að breyta því. Fjölgunin skýrist hvort tveggja af meiri alþjóðavæðingu í háskólasamfélaginu og fjölgun innflytjenda. „Varðandi fjölgun erlendra umsókna almennt séð, þá er jú alþjóðavæðing en svo er líka orðspor Háskóla Íslands á erlendum vettvangi mjög gott.“ Umsóknum karla fjölgaði einnig um 13 prósent en ráðist var í átak í vor til að fjölgja umsóknum karlamegin í ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra málaflokksins ræddi 13 prósent fjölgun karlkyns umsækjenda í Bítinu: „Við bara höldum áfram á þeirri braut á næstu árum, og ég fagna því að sjá þetta,“ segir Jón Atli að lokum.
Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira