Hryðjuverkadraumórar raktir ítarlega í nýrri ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2023 15:14 Ísidór Nathansson (fremri) og Sindri Snær Birgisson (aftari) þegar ný ákæra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir neituðu báðir sök. Vísir/Vilhelm Órum tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svonefnda um að myrða nafngreint fólk og fremja hryðjuverk er lýst ítarlega í nýrri ákæru sem þingfest var í málinu í dag. Mennirnir tveir sóttu sér einnig efni um þekkta hryðjuverkamenn eins og Anders Behring Breivik. Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í dag. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Tvímenningarnir neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í því. Stefnt er að því að aðalmeðferð í málinu hefjist um miðjan september. Nýjan ákæran er mun ítarlegir en sú fyrri. Upphaflega var aðeins vísað almennt í orðfæri og yfirlýsingar mannanna auk vopnabrölts þeirra og viðleitni til þess að viða að sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum. Í þeirri nýju eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. „Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur“ Sindri er talinn hafa sýnt ásetning sinn til hryðjuverka á ýmsan hátt á tímabilinu maí til september árið 2022. Hann er sakaður um að útbúa, framleiða og afla sér skotvopna, skotfæra og íhluta í skotvopn, þar á meðal árásarriffla eins og AK-47 og AR-15. Síðarnefnda byssan hefur verið notuð í fjölda mannskæðra skotárása í Bandaríkjunum. Samskipti Sindra og Ísidórs og annarra þar sem þeir ræða um vilja sinn til að myrða einstaklinga og hópa fólks á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal eru rakin ítarlega í ákærunni og talin sýna ásetning Sindra til illvirkja. „Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkur tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur,“ sendi Sindri á mann föstudaginn 27. maí árið 2022. Maðurinn, sem er ekki nefndur í ákærunni svaraði: „Ók breivik“. Það er vísun í Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninn sem myrti tugi ungmenna á Útey árið 2011. Töluðu um að fljúga dróna inn á Alþingi Þeir ræddu einnig sín á milli hryðjuverkamann sem myrti fólk í mosku á Nýja-Sjálandi árið 2019 og annan sem drap svart fólk í kirkju verslunarmiðstöð í Buffalo í Bandaríkjunum í fyrra. Vísanir eru sömuleiðis í stefnuskrá sem Breivik skrifaði þar sem hann hatast við múslima og meinta marxista. Sindri lýsti manni sem myrti tæplega fimmtíu manns í Pulse-næturklúbbnum í Flórída árið 2016 sem „hetjunni sinni“ Þeir töluðu einnig um „hreinsanir“ á útlendingum á Íslandi, að myrða alla í gleðigöngunni og að drepa stjórnmálamenn eins og Björn Leví Gunnarsson, Smára McCarthy, Helga Hrafn Gunnarsson og Gunnar Smára Egilsson. Ítarlega umræðu um mögulega drónasprengjuárás er að finna í Signal-samskiptunum frá því í lok ágúst í fyrra. Þar virðist að finna grundvöllinn fyrir yfirlýsingum lögreglu eftir að mennirnir voru handteknir í september um að þeir hafi mögulega ætlað að beina spjótum sínum að Alþingi. „Við gætum flogið inná alþingi - heim til gunnars smára,“ skrifaði Ísidór til Sindra og bætti lögreglustöðinni síðar við þann lista. Dagana á eftir ræddu vinirnir meðal annars um að svíkja flóttabíl út úr bílaleigu að kaupa sendi fyrir dróna. Síðar ræddu þeir um að verða sér úti um lögregluklæðnað. Sagður hafa mælt bil á milli vegartálma við gleðigönguna Þá er rakið hvernig Sindri sótti sér myndbönd, skjöl og efni um nokkra þekkta hryðjuverkamenn og rasískar samsæriskenningar. Á meðal efnisins var stefnuyfirlýsing Breivik, myndband af fjöldamorðinu í moskunni í Christchurch í Nýja-Sjálandi og myndband þar sem báðir fjöldamorðingjarnir voru mærðir. Einnig sótti hann sér upplýsingar um ýmis eiturefni, þar á meðal rísín og blásýru. Þessu til viðbótar varð Sindri sér út um upplýsingar um sprengju- og drónagerð og skoðaði og kynnti sér efni sem tengdist einhverjum þeim sem þeir Ísidór höfðu rætt um að skaða. Þannig fletti hann upp upplýsingum um gleðigönguna í Reykjavík, helgan mánuð múslima og árshátíð lögreglunnar. Því er haldið fram í ákærunni að Sindri hafi mælt bil á milli lokana við Hljómskálagarðinn þar sem gleðigangan var haldin til að kanna hvort hægt væri að aka stóru ökutæki á milli steypuvegartálma. Hann hafi einnig skoðað myndband af stórmoskunni í Reykjavík. Ertu að reyna að fá mig til að drepa alla á gay pride? Fólk er ógeð. skrifaði Sindri til Ísidórs í júní í fyrra. Ísidór svaraði „já helst“. Einn daginn yrðu þeir „RWDS“. Það er skammstöfun fyrir „Right wing death squad“, hægrisinnaða dauðasveit. Skammstöfunin hefur verið vinsæl á meðal bandarískra hægriöfga- og hvítraþjóðernissinna. Hluti ákærunnar um að Sindri hafi orðið sér út um lögreglufatnað og búnað felst nær eingöngu í að hann hafi kynnt sér búnað lögreglunnar ítarlega, meðal annars með því að taka myndir af einkennisklæddum lögreglumanni. Eina sem virðist benda til þess að Sindri hafi orðið sér út um búnað er að skothelt vesti fannst við húsleit á heimili hans. Aðstoðaði Sindra vitandi að hann vildi fremja hryðjuverk Ísidór er sakaður um að liðsinna Sindra vitandi að hann hefði í hyggju að fremja hryðjuverk. Það hafi hann meðal annars gert með því að aðstoða hann við að framleiða og kaupa skotvopn og með því að senda honum hvatningu og undirróður um að fremja hryðjuverk á Signal. Hann hafi einnig aðstoðað Sindra við að afla sér lögreglubúnað og föt og miðla til hans efni um þekkta hryðjuverkamenn, hugmyndafræði, undirbúning og verknaðaraðferðir þeirra auk upplýsinga um dróna- og sprengjugerð. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Skotvopn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í dag. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Tvímenningarnir neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í því. Stefnt er að því að aðalmeðferð í málinu hefjist um miðjan september. Nýjan ákæran er mun ítarlegir en sú fyrri. Upphaflega var aðeins vísað almennt í orðfæri og yfirlýsingar mannanna auk vopnabrölts þeirra og viðleitni til þess að viða að sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum. Í þeirri nýju eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. „Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur“ Sindri er talinn hafa sýnt ásetning sinn til hryðjuverka á ýmsan hátt á tímabilinu maí til september árið 2022. Hann er sakaður um að útbúa, framleiða og afla sér skotvopna, skotfæra og íhluta í skotvopn, þar á meðal árásarriffla eins og AK-47 og AR-15. Síðarnefnda byssan hefur verið notuð í fjölda mannskæðra skotárása í Bandaríkjunum. Samskipti Sindra og Ísidórs og annarra þar sem þeir ræða um vilja sinn til að myrða einstaklinga og hópa fólks á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal eru rakin ítarlega í ákærunni og talin sýna ásetning Sindra til illvirkja. „Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkur tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur,“ sendi Sindri á mann föstudaginn 27. maí árið 2022. Maðurinn, sem er ekki nefndur í ákærunni svaraði: „Ók breivik“. Það er vísun í Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninn sem myrti tugi ungmenna á Útey árið 2011. Töluðu um að fljúga dróna inn á Alþingi Þeir ræddu einnig sín á milli hryðjuverkamann sem myrti fólk í mosku á Nýja-Sjálandi árið 2019 og annan sem drap svart fólk í kirkju verslunarmiðstöð í Buffalo í Bandaríkjunum í fyrra. Vísanir eru sömuleiðis í stefnuskrá sem Breivik skrifaði þar sem hann hatast við múslima og meinta marxista. Sindri lýsti manni sem myrti tæplega fimmtíu manns í Pulse-næturklúbbnum í Flórída árið 2016 sem „hetjunni sinni“ Þeir töluðu einnig um „hreinsanir“ á útlendingum á Íslandi, að myrða alla í gleðigöngunni og að drepa stjórnmálamenn eins og Björn Leví Gunnarsson, Smára McCarthy, Helga Hrafn Gunnarsson og Gunnar Smára Egilsson. Ítarlega umræðu um mögulega drónasprengjuárás er að finna í Signal-samskiptunum frá því í lok ágúst í fyrra. Þar virðist að finna grundvöllinn fyrir yfirlýsingum lögreglu eftir að mennirnir voru handteknir í september um að þeir hafi mögulega ætlað að beina spjótum sínum að Alþingi. „Við gætum flogið inná alþingi - heim til gunnars smára,“ skrifaði Ísidór til Sindra og bætti lögreglustöðinni síðar við þann lista. Dagana á eftir ræddu vinirnir meðal annars um að svíkja flóttabíl út úr bílaleigu að kaupa sendi fyrir dróna. Síðar ræddu þeir um að verða sér úti um lögregluklæðnað. Sagður hafa mælt bil á milli vegartálma við gleðigönguna Þá er rakið hvernig Sindri sótti sér myndbönd, skjöl og efni um nokkra þekkta hryðjuverkamenn og rasískar samsæriskenningar. Á meðal efnisins var stefnuyfirlýsing Breivik, myndband af fjöldamorðinu í moskunni í Christchurch í Nýja-Sjálandi og myndband þar sem báðir fjöldamorðingjarnir voru mærðir. Einnig sótti hann sér upplýsingar um ýmis eiturefni, þar á meðal rísín og blásýru. Þessu til viðbótar varð Sindri sér út um upplýsingar um sprengju- og drónagerð og skoðaði og kynnti sér efni sem tengdist einhverjum þeim sem þeir Ísidór höfðu rætt um að skaða. Þannig fletti hann upp upplýsingum um gleðigönguna í Reykjavík, helgan mánuð múslima og árshátíð lögreglunnar. Því er haldið fram í ákærunni að Sindri hafi mælt bil á milli lokana við Hljómskálagarðinn þar sem gleðigangan var haldin til að kanna hvort hægt væri að aka stóru ökutæki á milli steypuvegartálma. Hann hafi einnig skoðað myndband af stórmoskunni í Reykjavík. Ertu að reyna að fá mig til að drepa alla á gay pride? Fólk er ógeð. skrifaði Sindri til Ísidórs í júní í fyrra. Ísidór svaraði „já helst“. Einn daginn yrðu þeir „RWDS“. Það er skammstöfun fyrir „Right wing death squad“, hægrisinnaða dauðasveit. Skammstöfunin hefur verið vinsæl á meðal bandarískra hægriöfga- og hvítraþjóðernissinna. Hluti ákærunnar um að Sindri hafi orðið sér út um lögreglufatnað og búnað felst nær eingöngu í að hann hafi kynnt sér búnað lögreglunnar ítarlega, meðal annars með því að taka myndir af einkennisklæddum lögreglumanni. Eina sem virðist benda til þess að Sindri hafi orðið sér út um búnað er að skothelt vesti fannst við húsleit á heimili hans. Aðstoðaði Sindra vitandi að hann vildi fremja hryðjuverk Ísidór er sakaður um að liðsinna Sindra vitandi að hann hefði í hyggju að fremja hryðjuverk. Það hafi hann meðal annars gert með því að aðstoða hann við að framleiða og kaupa skotvopn og með því að senda honum hvatningu og undirróður um að fremja hryðjuverk á Signal. Hann hafi einnig aðstoðað Sindra við að afla sér lögreglubúnað og föt og miðla til hans efni um þekkta hryðjuverkamenn, hugmyndafræði, undirbúning og verknaðaraðferðir þeirra auk upplýsinga um dróna- og sprengjugerð.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Skotvopn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira