Komi til allsherjarverkfalls muni það hafa gríðarleg áhrif Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 12:27 Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir líklegt að til verkfalla komi. Vísir/Samsett mynd Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.Kjaraviðræður Rafiðnaðarsambandsins og Landsnets eru í hnút. Á mánudag slitnaði upp úr viðræðum á fundi hjá ríkissáttasemjara og segir Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafinaðarsambands Íslands, ágreininginn einna helst snúa að grunnkröfum. „Við metum svo að starfsfólk Landsnets sé komið langt á eftir í grunnlaunum og miðað við sambærilega hópa þá eiga þau mjög langt í land með að ná sömu grunnlaunum. Þau eru að halda uppi sínum launum með bullandi yfirvinnu og bakvöktum og slíku sem í nútímasamfélagi er ekki alveg stefnan,“ segir Andri. Óljóst með heimilin Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna muni liggja fyrir 21. júní og ef til verkfalla komi muni þau hefjast undir lok mánaðar. „Landsnet dreifir raforku til söluaðila og er lykilþáttur varðandi álverin og fleira þannig þetta mun hafa mjög víðtæk áhrif komi til allsherjarverkfalls og eins með viðhald á innviðum og raforkuinnviðum. Þetta mun klárlega hafa gríðarleg áhrif,“ segir hann jafnframt. Ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu mikil áhrif verkfall gæti þýtt fyrir heimilin og rafmagn til heimila. Að sögn Andra hefur Landsnet ekki sýnt nægilegan vilja til samninga í viðræðum. „Sýna ekki beint þessum störfum skilning, hvað þetta er mikið álag, hvað það er mikil fórnfýsi í þessum hóp og það er kannski þar sem vantar einhvern skilning stjórnenda Landsnets og svo má ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins stýra viðræðum fyrir hönd Landsnets, þannig maður veit ekki hvar skortir á samningsviljann,“ segir Andri. Hópurinn sem muni fara í verkfall sé ekki stór, eða um fjörutíu manns, sem sinni þó gríðarlega stóru hlutverki fyrir raforkudreifingu landsins. „Þetta er fólk sem er að vinna á hátíðisdögum mjög oft, þetta fólk sem er kallað út á hvaða tímum sólarhrings sem er þótt það sé ekki einu sinni á bakvakt. Þannig þetta er ofboðslega mikilvægur hópur fyrir okkar innviði,“ segir Andri. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.Kjaraviðræður Rafiðnaðarsambandsins og Landsnets eru í hnút. Á mánudag slitnaði upp úr viðræðum á fundi hjá ríkissáttasemjara og segir Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafinaðarsambands Íslands, ágreininginn einna helst snúa að grunnkröfum. „Við metum svo að starfsfólk Landsnets sé komið langt á eftir í grunnlaunum og miðað við sambærilega hópa þá eiga þau mjög langt í land með að ná sömu grunnlaunum. Þau eru að halda uppi sínum launum með bullandi yfirvinnu og bakvöktum og slíku sem í nútímasamfélagi er ekki alveg stefnan,“ segir Andri. Óljóst með heimilin Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna muni liggja fyrir 21. júní og ef til verkfalla komi muni þau hefjast undir lok mánaðar. „Landsnet dreifir raforku til söluaðila og er lykilþáttur varðandi álverin og fleira þannig þetta mun hafa mjög víðtæk áhrif komi til allsherjarverkfalls og eins með viðhald á innviðum og raforkuinnviðum. Þetta mun klárlega hafa gríðarleg áhrif,“ segir hann jafnframt. Ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu mikil áhrif verkfall gæti þýtt fyrir heimilin og rafmagn til heimila. Að sögn Andra hefur Landsnet ekki sýnt nægilegan vilja til samninga í viðræðum. „Sýna ekki beint þessum störfum skilning, hvað þetta er mikið álag, hvað það er mikil fórnfýsi í þessum hóp og það er kannski þar sem vantar einhvern skilning stjórnenda Landsnets og svo má ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins stýra viðræðum fyrir hönd Landsnets, þannig maður veit ekki hvar skortir á samningsviljann,“ segir Andri. Hópurinn sem muni fara í verkfall sé ekki stór, eða um fjörutíu manns, sem sinni þó gríðarlega stóru hlutverki fyrir raforkudreifingu landsins. „Þetta er fólk sem er að vinna á hátíðisdögum mjög oft, þetta fólk sem er kallað út á hvaða tímum sólarhrings sem er þótt það sé ekki einu sinni á bakvakt. Þannig þetta er ofboðslega mikilvægur hópur fyrir okkar innviði,“ segir Andri.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52
Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48