Sáttagreiðsla hafi ráðið úrslitum Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 21:30 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Stöð 2/Steingrímur Dúi Tillaga sáttasemjara um svokallaða sáttagreiðslu réði úrslitum í nótt og varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður eftir tæplega sólarhrings samningalotu mili Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, að sögn formannsins. Samningurinn var undirritaður um sjöleytið í morgun og hefur verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum nú verið aflýst. Formaður BSRB er ánægð að deilunni sé lokið. „Þegar við lögðum af stað í baráttuna og raunverulega fórum í atkvæðagreiðsluna um verkföll þá voru þrjú atriði sem stóðu út af það var þessi krafa um eingreiðslu upp á 128 þúsund, þetta var hækkun á lægstu laununum, sem að nær til um helmings okkar félagsfólks og síðan var það þá aukagreiðslur fyrir starfsfólk leikskóla og heimaþjónustu. Og við teljum okkur hafa náð ansi langt í áttina að þessum markmiðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tillaga sáttasemjara landaði samningnum Mánaðarlaun félagsfólks hækka að lágmarki um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þess árs verður 131 þúsund krónur. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út næstu mánaðarmót. „Það sem réðu raunverulega úrslitum í nótt var þessi tillaga sáttasemjaranna, svokölluð innanhúss tillaga um þá þessa sáttagreiðslu og hún er þá komin til vegna þess að við vildum leysa úr deilunni og fara í sáttina,“ segir Sonja Ýr. Samstaðan stendur upp úr Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í hádegisfréttum í dag að það sem stæði upp úr væri að sátt hafi náðst og að verkföllum væri nú lokið. „Í grunninn það sem stendur upp úr í þessari baráttu er auðvitað bara gríðarleg samstaða milli okkar fólks og baráttu þrekið og líka stuðningurinn í samfélaginu öllu. Og ég held að það hafi leitt til þess að við höfum svona náð langleiðina í átt að okkar markmiðum,“ segir Sonja Ýr. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Samningurinn var undirritaður um sjöleytið í morgun og hefur verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum nú verið aflýst. Formaður BSRB er ánægð að deilunni sé lokið. „Þegar við lögðum af stað í baráttuna og raunverulega fórum í atkvæðagreiðsluna um verkföll þá voru þrjú atriði sem stóðu út af það var þessi krafa um eingreiðslu upp á 128 þúsund, þetta var hækkun á lægstu laununum, sem að nær til um helmings okkar félagsfólks og síðan var það þá aukagreiðslur fyrir starfsfólk leikskóla og heimaþjónustu. Og við teljum okkur hafa náð ansi langt í áttina að þessum markmiðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tillaga sáttasemjara landaði samningnum Mánaðarlaun félagsfólks hækka að lágmarki um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þess árs verður 131 þúsund krónur. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út næstu mánaðarmót. „Það sem réðu raunverulega úrslitum í nótt var þessi tillaga sáttasemjaranna, svokölluð innanhúss tillaga um þá þessa sáttagreiðslu og hún er þá komin til vegna þess að við vildum leysa úr deilunni og fara í sáttina,“ segir Sonja Ýr. Samstaðan stendur upp úr Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í hádegisfréttum í dag að það sem stæði upp úr væri að sátt hafi náðst og að verkföllum væri nú lokið. „Í grunninn það sem stendur upp úr í þessari baráttu er auðvitað bara gríðarleg samstaða milli okkar fólks og baráttu þrekið og líka stuðningurinn í samfélaginu öllu. Og ég held að það hafi leitt til þess að við höfum svona náð langleiðina í átt að okkar markmiðum,“ segir Sonja Ýr.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31
Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54