„Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra í gær, en hún hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu frá og með 1. ágúst næstkomandi.
Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim.Ráðnir hafa verið fimm staðráðnir starfsmenn og tveir íslenskir erindrekar.
Í fyrrnefndri yfirlýsingu Rússa segir jafnframt að ákvörðun þessi muni eyðileggja allt samstarf Rússlands og Íslands og að henni muni fylgja samsvarandi viðbrögð.
„Við munum taka tillit til þessarar óvinsamlegu ákvörðunar þegar við byggjum upp tengsl okkar við Ísland í framtíðinni,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.