Innlent

Átta kjörin í Landsdóm af Alþingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Claudia Wilson er ein nýrra dómara við landsdóm.
Claudia Wilson er ein nýrra dómara við landsdóm. Vísir/Egill

Fjórar konur og fjórir karlmenn voru kosnir í landsdóm á lokadegi yfirstandandi þingárs. Kynjahlutfall er jafnt bæði í hópi aðalmanna og varamanna. Þau eru kosin til sex ára.

Landsdómur er sérdómstóll sem fjallar um ætluð brot ráðherra í embætti að mati Alþingis. Í 14. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 er kveðið á um að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og að ráðherraábyrgð sé ákveðin með lögum. Alþingi geti kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og að Landsdómur dæmi um þau mál.

Samkvæmt lögum um landsdóm skulu fimmtán dómendur eiga sæti í dóminum. Það eru þeir fimm dómarar við Hæstarétt sem hafa átt þar lengst sæti, dómstjórinn í Reykjavík og prófessorinn í stjórnskipunarrétti. Við bætast svo þeir átta sem eru kosnir af Alþingi.

Aðalmenn í landsdómi

  • Hörður H. Helgason
  • Hólmgeir Þorsteinsson
  • Eva Dís Pálmadóttir
  • Stefanía Traustadóttir
  • María Ágústsdóttir
  • Magnús M. Norðdahl
  • Hreiðar Ingvi Eðvarsson
  • Claudia Wilson

Varamenn í landsdómi

  • Sólrún I. Sverrisdóttir
  • Drífa Jóna Sigfúsdóttir
  • Ásgeir Blöndal
  • Sæmundur Helgason
  • Gísli Jónatansson
  • Katrín Theodórsdóttir
  • Guðmundur Ásgeirsson
  • Katrín Oddsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×