„Það er enn engin hjálp“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 10:34 Fólki bjargað á vesturbakka Dnipróár. AP/Libkos Fólk sem situr fast í húsum á austurbakka Dnipróár í Úkraínu segir litla hjálp berast frá Rússum. Fólk sem hefur reynt að koma öðrum til bjargar segist hafa lent í því að rússneskir hermenn taki báta þeirra. Aðrir segja að hermennirnir hjálpi ekki fólki nema þau hafi rússnesk vegabréf. Stór svæði eru undir vatni eftir að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði brast í vikunni. Stíflan var undir stjórn Rússa og var líklega sprengd upp. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Áætlað er að um sex hundruð ferkílómetrar í Kherson-héraði hafi farið undir vatn eftir að stíflan brast og þar af eru um tveir þriðju svæðisins undir stjórn Rússa. Talið er að þúsundir manna sitji enn fastir á þessu svæði en stíflan brast á aðfaranótt þriðjudagsins. Blaðamenn AP ræddu við hina nítján ára gömlu Jektaríun Bút, sem hafði þá setið föst á háalofti húss með 83 ára afa hennar og tveimur öðrum eldri borgurum. Þau höfðu engan aðgang að vatni, mat né rafmagni og sími hennar var að verða rafmagnslaus. „Við óttumst að enginn muni vita af okkur þegar við deyjum,“ sagði Bút við AP. „Það er allt á floti í kringum okkur. Það er enn engin hjálp.“ Þau eru föst í bænum Oleshky, þar sem um 24 þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa í fyrra. Einnig var rætt við konu sem á ættingja á svæðinu en er stödd í Þýskalandi. Hún sagði blaðamönnum að ættingjar hennar væru meðal á annan tug manna sem hefðu leitað sér hæð á efri hæð tveggja hæða húss. Þau sögðu henni að rússneskir hermenn hefðu komið til þeirra á báti en neitað að hjálpa fólki sem væri ekki með rússnesk vegabréf. Frá Kherson-borg. Stórir hlutar hennar fóru undir vatn.AP/Libkos Blaðamenn AP segjast ekki hafa getað sannreynt þessa frásögn en hún sé í takt við það sem sjálfstæðir rússneskir miðlar hafi sagt frá. Á vesturbakka Dnipróár hafa yfirvöld Úkraínu unnið hörðum höndum að því að koma fólki til bjargar og flytja það á brott. Björgunarsveitir á svæðinu urðu þó fyrir stórskotaliðsárásum frá austurbakkanum í gær. Vitað er að fimm hafi dáið og er minnst þrettán saknað, samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu. Minna er vitað um ástandið á austurbakkanum Fjölmargir hafa misst heimili sín og tugir þúsunda eru án hreins drykkjarvatns. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45 Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17 Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Stór svæði eru undir vatni eftir að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði brast í vikunni. Stíflan var undir stjórn Rússa og var líklega sprengd upp. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Áætlað er að um sex hundruð ferkílómetrar í Kherson-héraði hafi farið undir vatn eftir að stíflan brast og þar af eru um tveir þriðju svæðisins undir stjórn Rússa. Talið er að þúsundir manna sitji enn fastir á þessu svæði en stíflan brast á aðfaranótt þriðjudagsins. Blaðamenn AP ræddu við hina nítján ára gömlu Jektaríun Bút, sem hafði þá setið föst á háalofti húss með 83 ára afa hennar og tveimur öðrum eldri borgurum. Þau höfðu engan aðgang að vatni, mat né rafmagni og sími hennar var að verða rafmagnslaus. „Við óttumst að enginn muni vita af okkur þegar við deyjum,“ sagði Bút við AP. „Það er allt á floti í kringum okkur. Það er enn engin hjálp.“ Þau eru föst í bænum Oleshky, þar sem um 24 þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa í fyrra. Einnig var rætt við konu sem á ættingja á svæðinu en er stödd í Þýskalandi. Hún sagði blaðamönnum að ættingjar hennar væru meðal á annan tug manna sem hefðu leitað sér hæð á efri hæð tveggja hæða húss. Þau sögðu henni að rússneskir hermenn hefðu komið til þeirra á báti en neitað að hjálpa fólki sem væri ekki með rússnesk vegabréf. Frá Kherson-borg. Stórir hlutar hennar fóru undir vatn.AP/Libkos Blaðamenn AP segjast ekki hafa getað sannreynt þessa frásögn en hún sé í takt við það sem sjálfstæðir rússneskir miðlar hafi sagt frá. Á vesturbakka Dnipróár hafa yfirvöld Úkraínu unnið hörðum höndum að því að koma fólki til bjargar og flytja það á brott. Björgunarsveitir á svæðinu urðu þó fyrir stórskotaliðsárásum frá austurbakkanum í gær. Vitað er að fimm hafi dáið og er minnst þrettán saknað, samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu. Minna er vitað um ástandið á austurbakkanum Fjölmargir hafa misst heimili sín og tugir þúsunda eru án hreins drykkjarvatns.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45 Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17 Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45
Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43
600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17
Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent