Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 18:27 Einkaréttarkröfu Örnu upp á 400 þúsund krónur var vísað frá dómi. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. Dómurinn í Héraðsdómi eystra féll þann 16. maí síðastliðinn en var ekki birtur fyrr en í dag. Bæði Vísir og Heimildin höfðu beðið um að fá dóminn afhentan. Hin ákærða var sökuð um að hafa endurtekið sett sig í samband við Örnu og tengda aðila frá 4. maí til 12. ágúst árið 2021 með háttsemi sem hafi verið fallin til að valda hræðslu og kvíða. Meðal annars með því að hafa sent þrenn skilaboð í eigin nafni og dregið þau til baka og eytt skilaboðunum, að hafa þóst vera Páll Steingrímsson þegar hann hafi legið á sjúkrahúsi, að hafa hringt dyrasíma á heimili Örnu en síðan ekki gert var við sig þegar svarað var, að hafa fylgst með heimili Örnu um nokkra stund, að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli. Einnig að hún hafi sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa aldraðrar móður yfirmanns Örnu og afa hennar og ömmu. En bæði Arna og Páll hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í tengslum við hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja.“ Ákærða sagðist vilja vita hvar eiginmaður hennar Páll Steingrímsson væri. Hann var ásamt Örnu til umfjöllunar í tengslum við hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja.“ Saksóknari krafðist refsingar samkvæmt 232 greinar, a liðar, almennra hegningarlaga. En þar segir: „Hver sem endurtekið hótar, eltir, fylgist með, setur sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“ Þá gerði Arna einkaréttarkröfu upp á 400 þúsund krónur í miskabætur auk lögmannskostnaðar. Var hrædd og reið Hin ákærða kvaðst fyrir dómi ekki hafa þekkt Örnu áður en atvik málsins áttu sér stað. Kveikjan af þeim hafi verið símasamskipti sem hún hafi séð á milli Páls og Örnu á Messenger forritinu. Kvaðst hún ekki vita hvort hún sendi þessi skilaboð en kannaðist við að hafa verið með síma Páls á þessum tíma. Sagðist hún muna eftir að hafa farið heim til Örnu og hringt dyrabjöllunni einu sinni. Þegar ekki hafi verið svarað hafi hún haldið á brott. Hafi hún viljað fá svör um hvar Páll væri og hvort hann væri heima hjá Örnu. Þegar hún hringdi í Örnu hafi hún einnig verið að reyna að komast í samband við Pál því hún vissi að þau ynnu saman. Kvaðst hún ekki muna eftir að hafa sakað Örnu um framhjáhald. Hvað dreifingu fjölmiðlaumfjöllunar varðar sagðist hún hafa dreift henni á marga staði, bæði hjá fólki sem hún þekkti og ókunnugum. Hún hafi verið hrædd og reið á þessum tíma. Sagðist hún ekki hafa verið í góðu andlegu ástandi og hafi verið að skilja eftir 28 ára samband. Fór erlendis í nám Arna sagði að Páll hefði skýrt henni frá hvernig veikindi sín komu til og hafi hún orðið óörugg og ekki vitað hverju hin ákærða gæti tekið upp á ef hún kæmist í návígi við hana. Hún hafi greinilega verið í slæmu andlegu ástandi á þessum tíma. Dómurinn féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan maí en var ekki birtur fyrr en í dag, eftir að fjölmiðlar höfðu beðið um hann.Vísir/Vilhelm Kvaðst henni hafa liðið mjög illa á þessum tíma, fjölmiðlaumræða hafi verið hatrömm og hún upplifað sig óörugga heima hjá sér og á förnum vegi. Hún hafi haldið erlendis í nám með stuðningi vinnuveitenda og leitað sálfræðiaðstoðar. Grunaði framhjáhald Dómari sýknaði ákærðu af öllum sökum í málinu. Í dóminum segir meðal annars að það liggi fyrir að efni Messenger skilaboðanna hafi verið eytt og því ekkert komið fram í málinu til að hægt sé að heimfæra efni þeirra á greinar hegningarlaga. „Samkvæmt gögnum málsins og framburði ákærðu hafði hún á þessum tíma séð samskipti í síma eiginmanns síns á milli hans og brotaþola sem vöktu hjá henni þær grunsemdir að brotaþoli héldi við eiginmann hennar. Tilgangur ákærðu með því að svara skilaboðum brotaþola í nafni Páls var augljóslega sá að leita staðfestingar á þessum grunsemdum. Á háttsemin ekkert skylt við umsáturseinelti,“ segir í dóminum. Hvað dyrahringinguna varðar sé ósannað annað en að ákærða hafi hringt símanum og haldið brott. Blasi við ákærða hafi verið í leit að svörum við spurningum um hvar Páll væri. „Ekkert er fram komið um að ákærða hafa viðhaft nokkra ógnandi háttsemi í umrætt sinn. Verður erindi ákærðu, sem hélt á brott fljótlega eftir að hún hringdi dyrasíma brotaþola, með engu móti fellt undir háttsemi sem hafi verið til þess fallin að valda brotaþola hræðslu eða kvíða, hvað þá að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess,“ segir í dóminum. Óþægilegt símtal ekki umsáturseinelti Í símtali milli ákærðu og Örnu, sem Arna tók upp, kemur fram að Arna ýjaði að því að ákærða bæri ábyrgð á því að Páll var fluttur veikur á sjúkrahús. Ýjaði ákærða að því að meira væri á milli Örnu og Páls en vinskapur og lét í það skína að hún hefði gögn þess efnis en svaraði ekki spurningum Örnu um það. „Í símtalinu kom hins vegar ekkert efnislega fram sem fellt verður undir ógnandi háttsemi í skilningi 1. mgr. 232. gr. a hgl., þó að brotaþola kunni að hafa þótt símtalið óþægilegt. Þá fellst dómurinn ekki á að aðstæður hafi verið með þeim hætti að það að ákærða setti sig í samband við brotaþola símleiðis hafi verið til þess fallið að skapa þá tilfinningu hjá brotaþola að ákærða sæti um hana. Ákæruvaldið hefur heldur ekki sýnt fram á að það hafi verið ásetningur ákærðu að valda brotaþola hræðslu eða kvíða með símtalinu,“ segir í dóminum um símtalið. Hvað dreifingu fjölmiðlaumfjöllunar varðar hafi ákæruvaldið ekki getað sýnt fram á að það teldist til umsáturseineltis gagnvart Örnu. Heldur ekki að allir ákæruliðirnir samanlagt teldust sem slíkt. Dómsmál Akureyri Samherjaskjölin Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Dómurinn í Héraðsdómi eystra féll þann 16. maí síðastliðinn en var ekki birtur fyrr en í dag. Bæði Vísir og Heimildin höfðu beðið um að fá dóminn afhentan. Hin ákærða var sökuð um að hafa endurtekið sett sig í samband við Örnu og tengda aðila frá 4. maí til 12. ágúst árið 2021 með háttsemi sem hafi verið fallin til að valda hræðslu og kvíða. Meðal annars með því að hafa sent þrenn skilaboð í eigin nafni og dregið þau til baka og eytt skilaboðunum, að hafa þóst vera Páll Steingrímsson þegar hann hafi legið á sjúkrahúsi, að hafa hringt dyrasíma á heimili Örnu en síðan ekki gert var við sig þegar svarað var, að hafa fylgst með heimili Örnu um nokkra stund, að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli. Einnig að hún hafi sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa aldraðrar móður yfirmanns Örnu og afa hennar og ömmu. En bæði Arna og Páll hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í tengslum við hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja.“ Ákærða sagðist vilja vita hvar eiginmaður hennar Páll Steingrímsson væri. Hann var ásamt Örnu til umfjöllunar í tengslum við hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja.“ Saksóknari krafðist refsingar samkvæmt 232 greinar, a liðar, almennra hegningarlaga. En þar segir: „Hver sem endurtekið hótar, eltir, fylgist með, setur sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“ Þá gerði Arna einkaréttarkröfu upp á 400 þúsund krónur í miskabætur auk lögmannskostnaðar. Var hrædd og reið Hin ákærða kvaðst fyrir dómi ekki hafa þekkt Örnu áður en atvik málsins áttu sér stað. Kveikjan af þeim hafi verið símasamskipti sem hún hafi séð á milli Páls og Örnu á Messenger forritinu. Kvaðst hún ekki vita hvort hún sendi þessi skilaboð en kannaðist við að hafa verið með síma Páls á þessum tíma. Sagðist hún muna eftir að hafa farið heim til Örnu og hringt dyrabjöllunni einu sinni. Þegar ekki hafi verið svarað hafi hún haldið á brott. Hafi hún viljað fá svör um hvar Páll væri og hvort hann væri heima hjá Örnu. Þegar hún hringdi í Örnu hafi hún einnig verið að reyna að komast í samband við Pál því hún vissi að þau ynnu saman. Kvaðst hún ekki muna eftir að hafa sakað Örnu um framhjáhald. Hvað dreifingu fjölmiðlaumfjöllunar varðar sagðist hún hafa dreift henni á marga staði, bæði hjá fólki sem hún þekkti og ókunnugum. Hún hafi verið hrædd og reið á þessum tíma. Sagðist hún ekki hafa verið í góðu andlegu ástandi og hafi verið að skilja eftir 28 ára samband. Fór erlendis í nám Arna sagði að Páll hefði skýrt henni frá hvernig veikindi sín komu til og hafi hún orðið óörugg og ekki vitað hverju hin ákærða gæti tekið upp á ef hún kæmist í návígi við hana. Hún hafi greinilega verið í slæmu andlegu ástandi á þessum tíma. Dómurinn féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan maí en var ekki birtur fyrr en í dag, eftir að fjölmiðlar höfðu beðið um hann.Vísir/Vilhelm Kvaðst henni hafa liðið mjög illa á þessum tíma, fjölmiðlaumræða hafi verið hatrömm og hún upplifað sig óörugga heima hjá sér og á förnum vegi. Hún hafi haldið erlendis í nám með stuðningi vinnuveitenda og leitað sálfræðiaðstoðar. Grunaði framhjáhald Dómari sýknaði ákærðu af öllum sökum í málinu. Í dóminum segir meðal annars að það liggi fyrir að efni Messenger skilaboðanna hafi verið eytt og því ekkert komið fram í málinu til að hægt sé að heimfæra efni þeirra á greinar hegningarlaga. „Samkvæmt gögnum málsins og framburði ákærðu hafði hún á þessum tíma séð samskipti í síma eiginmanns síns á milli hans og brotaþola sem vöktu hjá henni þær grunsemdir að brotaþoli héldi við eiginmann hennar. Tilgangur ákærðu með því að svara skilaboðum brotaþola í nafni Páls var augljóslega sá að leita staðfestingar á þessum grunsemdum. Á háttsemin ekkert skylt við umsáturseinelti,“ segir í dóminum. Hvað dyrahringinguna varðar sé ósannað annað en að ákærða hafi hringt símanum og haldið brott. Blasi við ákærða hafi verið í leit að svörum við spurningum um hvar Páll væri. „Ekkert er fram komið um að ákærða hafa viðhaft nokkra ógnandi háttsemi í umrætt sinn. Verður erindi ákærðu, sem hélt á brott fljótlega eftir að hún hringdi dyrasíma brotaþola, með engu móti fellt undir háttsemi sem hafi verið til þess fallin að valda brotaþola hræðslu eða kvíða, hvað þá að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess,“ segir í dóminum. Óþægilegt símtal ekki umsáturseinelti Í símtali milli ákærðu og Örnu, sem Arna tók upp, kemur fram að Arna ýjaði að því að ákærða bæri ábyrgð á því að Páll var fluttur veikur á sjúkrahús. Ýjaði ákærða að því að meira væri á milli Örnu og Páls en vinskapur og lét í það skína að hún hefði gögn þess efnis en svaraði ekki spurningum Örnu um það. „Í símtalinu kom hins vegar ekkert efnislega fram sem fellt verður undir ógnandi háttsemi í skilningi 1. mgr. 232. gr. a hgl., þó að brotaþola kunni að hafa þótt símtalið óþægilegt. Þá fellst dómurinn ekki á að aðstæður hafi verið með þeim hætti að það að ákærða setti sig í samband við brotaþola símleiðis hafi verið til þess fallið að skapa þá tilfinningu hjá brotaþola að ákærða sæti um hana. Ákæruvaldið hefur heldur ekki sýnt fram á að það hafi verið ásetningur ákærðu að valda brotaþola hræðslu eða kvíða með símtalinu,“ segir í dóminum um símtalið. Hvað dreifingu fjölmiðlaumfjöllunar varðar hafi ákæruvaldið ekki getað sýnt fram á að það teldist til umsáturseineltis gagnvart Örnu. Heldur ekki að allir ákæruliðirnir samanlagt teldust sem slíkt.
Dómsmál Akureyri Samherjaskjölin Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent