Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2023 13:40 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. Segir hún þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar jafnvel eiga á hættu að missa vottunina. Frá þessu greinir Sonja í aðsendri grein á Vísi. „Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu,“ segir Sonja. „Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun?“ Sonja segir svarið nei og bætir því við að fregnir hafi borist að því að sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. „Aðildarfélög BSRB hafa fengið ábendingar þess efnis að að minnsta kosti tvö sveitarfélög sem eru í ferli að endurnýja jafnlaunavottun séu strand, þar sem viðmiðunurmánuður launagreiningar sé á tímabilinu janúar til mars 2023. Þá mánuði er augljós launumunur starfsfólks sveitarfélaganna, sem eru í sömu eða jafn verðmætum störfum. Það er þessi launamunur sem okkar höfuðkrafa snýst um og þarf að leiðrétta,“ sagði Sonja þegar fréttastofa spurði hana út í ofangreindar fregnir. Kynbundinn eða réttlætanlegur launamunur? Á heimasíðu Jafnréttisstofu segir að með innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 geti „fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun“. Þrátt fyrir að í raun megi segja í þessu tilviki að með því að greiða einstaklingum í sömu störfum ólík laun sé verið að mismuna eftir stéttarfélögum með ólíka kjarasamninga, þá sagði Sonja í aðsendri grein um miðjan maímánuð um starfsmat og jafnlaunavottun: „Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert.“ Fréttastofa spurði Sonju hvort þau sjónarmið að verið væri að brjóta gegn jafnlaunavottuninni hefðu verið viðruð við samningaborðið. Hún svaraði því játandi en að viðsemjendur BSRB hefðu einfaldlega vísað til þess að kjarasamningar BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar væru ólíkir. „Þau raunverulega fara bara í eitthvað annað,“ segir hún. Engin ágreiningur sé hins vegar uppi um að verið sé að mismuna fólki. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Jafnréttismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Segir hún þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar jafnvel eiga á hættu að missa vottunina. Frá þessu greinir Sonja í aðsendri grein á Vísi. „Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu,“ segir Sonja. „Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun?“ Sonja segir svarið nei og bætir því við að fregnir hafi borist að því að sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. „Aðildarfélög BSRB hafa fengið ábendingar þess efnis að að minnsta kosti tvö sveitarfélög sem eru í ferli að endurnýja jafnlaunavottun séu strand, þar sem viðmiðunurmánuður launagreiningar sé á tímabilinu janúar til mars 2023. Þá mánuði er augljós launumunur starfsfólks sveitarfélaganna, sem eru í sömu eða jafn verðmætum störfum. Það er þessi launamunur sem okkar höfuðkrafa snýst um og þarf að leiðrétta,“ sagði Sonja þegar fréttastofa spurði hana út í ofangreindar fregnir. Kynbundinn eða réttlætanlegur launamunur? Á heimasíðu Jafnréttisstofu segir að með innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 geti „fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun“. Þrátt fyrir að í raun megi segja í þessu tilviki að með því að greiða einstaklingum í sömu störfum ólík laun sé verið að mismuna eftir stéttarfélögum með ólíka kjarasamninga, þá sagði Sonja í aðsendri grein um miðjan maímánuð um starfsmat og jafnlaunavottun: „Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert.“ Fréttastofa spurði Sonju hvort þau sjónarmið að verið væri að brjóta gegn jafnlaunavottuninni hefðu verið viðruð við samningaborðið. Hún svaraði því játandi en að viðsemjendur BSRB hefðu einfaldlega vísað til þess að kjarasamningar BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar væru ólíkir. „Þau raunverulega fara bara í eitthvað annað,“ segir hún. Engin ágreiningur sé hins vegar uppi um að verið sé að mismuna fólki.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Jafnréttismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira