Farin af landi eftir að hafa verið hótað endurkomubanni Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júní 2023 12:42 Stúlkan er fimmtán ára gömul. Hún er farin úr landi ásamt frænda sínum. Albanskur karlmaður á þrítugsaldri, Elio Hasani, sem meinuð var landganga í vikunni og haldið í flugstöðinni, ásamt fimmtán ára frænku sinni, í um þrjátíu klukkutíma hefur nú yfirgefið landið sjálfur. Lögmaður Elio, Claudia Wilson Molloy, segir yfirvöld ekki hafa heimild til að vísa manninum frá landi en að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara sjálfur eftir að hafa verið haldið á flugvellinum í meira en sólarhring. Claudia segir að eins og málið birtist henni þá sé ekki verið að fara eftir lögum. Þegar Elio lenti á Íslandi ásamt frænku sinni var honum sagt að hann þyrfti að kaupa sér miða úr landi fyrir sig og frænku sína og ef að hann myndi ekki gera það yrði honum vísað úr landi og sett endurkomubann í tvö ár. „Að sjálfsögðu ef þetta reynist rétt þykir mér það afskaplega alvarlegt og fordæmanleg vinnubrögð af hálfu lögreglunnar,“ segir Claudia. Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans eins og stendur. Hún segist ekki vita hvort hann sé á leið aftur til landsins en að hann reki hér fyrirtæki og eigi dóttur hér og því sé mikið í húfi fyrir hann. „Við fyrstu sýn tel ég ekki svo vera,“ segir Claudia spurð hvort að farið hafi verið að lögum í þessu máli. Claudia Wilson Molloy er lögmaður mannsins. Hún telur að ekki hafi verið farið að lögum í máli hans.Vísir/Egill „Ákvörðun lögreglunnar um frávísun umbjóðanda míns frá Íslandi byggir á því að hann hafi ekki heimild til dvalar á Íslandi og að hann hafi ekki lagt fram flugmiða um brottför frá Íslandi. Hann hefur búið hérna og verið með lögheimili og fjölskyldu og umsókn hans um endurnýjun dvalarleyfis er til vinnslu hjá Útlendingastofnun þannig samkvæmt upplýsingum í rafrænni gátt stofnunarinnar og því er augljóst að ákvörðun lögreglunnar um frávísun frá Íslandi var röng,“ segir Claudia að lokum. Barnavernd tilkynnt um málið Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum segir embættið ekki svara fyrirspurnum um einstaka mál en heimildir lögreglu til frávísunar, þegar aðilar uppfylla ekki skilyrði komu til landsins, sé að finna í lögum um útlendinga. Alda Hrönn Jóhannesdóttir er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Vísir Hún staðfestir að barnaverndaryfirvöldum hafi verið tilkynnt um málið en segir lögreglu að öðru leyti ekki geta tjáð sig um þetta mál. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Albanía Barnavernd Innflytjendamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Lögmaður Elio, Claudia Wilson Molloy, segir yfirvöld ekki hafa heimild til að vísa manninum frá landi en að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara sjálfur eftir að hafa verið haldið á flugvellinum í meira en sólarhring. Claudia segir að eins og málið birtist henni þá sé ekki verið að fara eftir lögum. Þegar Elio lenti á Íslandi ásamt frænku sinni var honum sagt að hann þyrfti að kaupa sér miða úr landi fyrir sig og frænku sína og ef að hann myndi ekki gera það yrði honum vísað úr landi og sett endurkomubann í tvö ár. „Að sjálfsögðu ef þetta reynist rétt þykir mér það afskaplega alvarlegt og fordæmanleg vinnubrögð af hálfu lögreglunnar,“ segir Claudia. Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans eins og stendur. Hún segist ekki vita hvort hann sé á leið aftur til landsins en að hann reki hér fyrirtæki og eigi dóttur hér og því sé mikið í húfi fyrir hann. „Við fyrstu sýn tel ég ekki svo vera,“ segir Claudia spurð hvort að farið hafi verið að lögum í þessu máli. Claudia Wilson Molloy er lögmaður mannsins. Hún telur að ekki hafi verið farið að lögum í máli hans.Vísir/Egill „Ákvörðun lögreglunnar um frávísun umbjóðanda míns frá Íslandi byggir á því að hann hafi ekki heimild til dvalar á Íslandi og að hann hafi ekki lagt fram flugmiða um brottför frá Íslandi. Hann hefur búið hérna og verið með lögheimili og fjölskyldu og umsókn hans um endurnýjun dvalarleyfis er til vinnslu hjá Útlendingastofnun þannig samkvæmt upplýsingum í rafrænni gátt stofnunarinnar og því er augljóst að ákvörðun lögreglunnar um frávísun frá Íslandi var röng,“ segir Claudia að lokum. Barnavernd tilkynnt um málið Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum segir embættið ekki svara fyrirspurnum um einstaka mál en heimildir lögreglu til frávísunar, þegar aðilar uppfylla ekki skilyrði komu til landsins, sé að finna í lögum um útlendinga. Alda Hrönn Jóhannesdóttir er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Vísir Hún staðfestir að barnaverndaryfirvöldum hafi verið tilkynnt um málið en segir lögreglu að öðru leyti ekki geta tjáð sig um þetta mál.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Albanía Barnavernd Innflytjendamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent