Framkvæmdastjóri Diageo er látinn Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2023 08:04 Sir Ivan Menezes gekk til liðs við Diageo árið 1997. AP Sir Ivan Menezes, framkvæmdastjóri Diageo, stærsta áfengisfyrirtækis heims, er látinn, 63 ára að aldri. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem send var út í gær, segir að Menezes hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar eftir stutt veikindi. Fyrr í vikunni hafði verið greint fra því að Menezes væri á sjúkrahúsi vegna magasárs. Til stóð að hann myndi láta af störfum sem framkvæmdastjóri í lok mánaðar. Diageo framleiðir um tvö hundruð tegundir af áfengi og selur í um 180 löndum. Meðal vörumerkja sem Diageo framleiðir má nefna Johnnie Walker vískí, Bailey's, Guinness-bjór, Smirnoff vodka, auk þess að eiga stóran hlut í Moët Hennessy. Í frétt BBC segir að Menezes hafi verið breskur og bandarískur ríkisborgari en fæðst í indversku borginni Pune. Javier Ferrán, stjórnarformaður Diageo, segir að um gríðarlega sorglegan dag sé að ræða, enda hafi Menezes verið einn besti leiðtogi sinnar kynslóðar. „Ivan var á staðnum þegar Diageo var stofnað fyrir rúmum 25 árum, mótaði Diageo sem varð að einu skilvirkasta, traustasta og virtasta fyrirtæki heims,“ segir Ferrán. Menezes gekk til liðs við Diageo árið 1997 þegar félagið var stofnað með sameiningu bruggrisans Guinness og Grand Metropolitan-samsteypunnar. Hann gegndi fjölmörgum stjórnunarstöðum innan fyrirtækisins áður en hann tók við stöðu aðalframkvæmdastjóra árið 2013. Áður en Menezes hóf störf hjá Diageo starfaði hann hjá Nestlé. Áfengi og tóbak Andlát Bretland Bandaríkin Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem send var út í gær, segir að Menezes hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar eftir stutt veikindi. Fyrr í vikunni hafði verið greint fra því að Menezes væri á sjúkrahúsi vegna magasárs. Til stóð að hann myndi láta af störfum sem framkvæmdastjóri í lok mánaðar. Diageo framleiðir um tvö hundruð tegundir af áfengi og selur í um 180 löndum. Meðal vörumerkja sem Diageo framleiðir má nefna Johnnie Walker vískí, Bailey's, Guinness-bjór, Smirnoff vodka, auk þess að eiga stóran hlut í Moët Hennessy. Í frétt BBC segir að Menezes hafi verið breskur og bandarískur ríkisborgari en fæðst í indversku borginni Pune. Javier Ferrán, stjórnarformaður Diageo, segir að um gríðarlega sorglegan dag sé að ræða, enda hafi Menezes verið einn besti leiðtogi sinnar kynslóðar. „Ivan var á staðnum þegar Diageo var stofnað fyrir rúmum 25 árum, mótaði Diageo sem varð að einu skilvirkasta, traustasta og virtasta fyrirtæki heims,“ segir Ferrán. Menezes gekk til liðs við Diageo árið 1997 þegar félagið var stofnað með sameiningu bruggrisans Guinness og Grand Metropolitan-samsteypunnar. Hann gegndi fjölmörgum stjórnunarstöðum innan fyrirtækisins áður en hann tók við stöðu aðalframkvæmdastjóra árið 2013. Áður en Menezes hóf störf hjá Diageo starfaði hann hjá Nestlé.
Áfengi og tóbak Andlát Bretland Bandaríkin Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira