„Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar“ Hinrik Wöhler skrifar 7. júní 2023 00:05 KR skoraði tvö mörk í kvöld og komst áfram. Vísir/Anton Brink KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í kvöld í framlengdum leik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einum leik frá úrslitaleiknum en hans lærisveinar eiga þó ærið verkefni fyrir höndum en KR mætir Víkingum á útivelli í undanúrslitum. „Ég er mjög sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Stjarnan gerði vel að jafna og áttu það skilið. Karakterinn sem við sýndum í framlengingunni var virkilega flottur og ég er gríðarlega stoltur af liðinu að ná að skora sigurmarkið. Eftir það fannst mér ekki hætta á ferðum, sem mér fannst kannski í venjulegum leiktíma. Þá var oft hætta og Stjarnan átti skilið að jafna og hefði hugsanlega getað gert það fyrr. Við vörðumst ágætlega, kannski ekki nægilega vel en við vorum lélegir með boltann,“ sagði Rúnar skömmu eftir sigurleikinn í kvöld. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Stjörnumenn voru ekki á sama máli. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metinn fyrir gestina í uppbótartíma og grípa þurfti til framlengingar í Vesturbænum. „Það er alltaf slæmt að fá eitt í andlitið, sérstaklega þegar svona lítið er eftir. Menn voru búnir að berjast fyrir þessu í langan tíma því að Stjarnan var búin að herja á okkur frá því að við skoruðum. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar okkar nægilega vel. Við tókum smá fund eftir venjulegan leiktíma og þá sá maður í augunum á strákunum hvað þeir hlustuðu vel á mig og Ole [Nesselquist] aðstoðarþjálfara og tóku eftir. Þeir voru sjálfir að berja á hvorum öðrum á bak og maður sá einhvern neista í augunum á strákunum og við virkilega trúðum að neistinn gæti fleytt okkur yfir þessa hindrun. Við skoruðum snemma í framlengingunni og mér finnst þetta aldrei stórhætta eftir það.“ Rúnar tók marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld og telur að liðið getur byggt á þessu fyrir komandi átök. „Jóhannes Kristinn [Bjarnason] er búinn að vera frábær í þessari stöðu, hann hefur gríðarlega hlaupagetu. Mér fannst öll varnarlínan góð. Inn á miðsvæðinu eru við bara tveir og við erum í undirtölu þar, þrír á tvo gegn þessu 4-3-3 kerfi þeirra en við leystum það virkilega vel og fengum síðan hjálp frá framherjunum okkar. Kristján Flóki [Finnbogason] skoraði gott mark og allir þeir sem komu inn á stóðu vel, Luke [Rae] var frábær og Benoný Breki [Andrésson] sömuleiðis. Hann gerði fullt af litlum hlutum og náði að halda boltanum, tefja kannski aðeins til að landa þessu,“ sagði Rúnar þegar hann spurður út í frammistöðu leikmanna í kvöld. KR-ingar fá nokkra daga hvíld þangað til að þeir mæta á völlinn á ný en næsta umferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina. „Við verðum að sleikja sárin núna, auðvitað viltu aldrei fara í framlengingu þegar er stutt í næsta leik. Það er kannski ennþá skemmtilegra þegar þú vinnur leikinn en ef við hefðum tapað hefði maður verið hundfúll. Þegar maður vinnur er léttara yfir öllu þannig við erum bara gríðarlega sáttir að vera komnir í undanúrslit.“ Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld og mæta þeir Víkingum í Víkinni í byrjun júlí. „Þriðja árið í röð sem við förum í Víkina og höfum tapað síðustu tvö ár. Nú er kominn tími á að við stríðum þeim og reynum að koma okkur áfram. Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar, það er að vinna alla leiki og það voru bara góð lið eftir. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum, heima eða úti, þetta eru toppliðin frá tímabilinu í fyrra þannig það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Mjólkurbikar karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
„Ég er mjög sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Stjarnan gerði vel að jafna og áttu það skilið. Karakterinn sem við sýndum í framlengingunni var virkilega flottur og ég er gríðarlega stoltur af liðinu að ná að skora sigurmarkið. Eftir það fannst mér ekki hætta á ferðum, sem mér fannst kannski í venjulegum leiktíma. Þá var oft hætta og Stjarnan átti skilið að jafna og hefði hugsanlega getað gert það fyrr. Við vörðumst ágætlega, kannski ekki nægilega vel en við vorum lélegir með boltann,“ sagði Rúnar skömmu eftir sigurleikinn í kvöld. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Stjörnumenn voru ekki á sama máli. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metinn fyrir gestina í uppbótartíma og grípa þurfti til framlengingar í Vesturbænum. „Það er alltaf slæmt að fá eitt í andlitið, sérstaklega þegar svona lítið er eftir. Menn voru búnir að berjast fyrir þessu í langan tíma því að Stjarnan var búin að herja á okkur frá því að við skoruðum. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar okkar nægilega vel. Við tókum smá fund eftir venjulegan leiktíma og þá sá maður í augunum á strákunum hvað þeir hlustuðu vel á mig og Ole [Nesselquist] aðstoðarþjálfara og tóku eftir. Þeir voru sjálfir að berja á hvorum öðrum á bak og maður sá einhvern neista í augunum á strákunum og við virkilega trúðum að neistinn gæti fleytt okkur yfir þessa hindrun. Við skoruðum snemma í framlengingunni og mér finnst þetta aldrei stórhætta eftir það.“ Rúnar tók marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld og telur að liðið getur byggt á þessu fyrir komandi átök. „Jóhannes Kristinn [Bjarnason] er búinn að vera frábær í þessari stöðu, hann hefur gríðarlega hlaupagetu. Mér fannst öll varnarlínan góð. Inn á miðsvæðinu eru við bara tveir og við erum í undirtölu þar, þrír á tvo gegn þessu 4-3-3 kerfi þeirra en við leystum það virkilega vel og fengum síðan hjálp frá framherjunum okkar. Kristján Flóki [Finnbogason] skoraði gott mark og allir þeir sem komu inn á stóðu vel, Luke [Rae] var frábær og Benoný Breki [Andrésson] sömuleiðis. Hann gerði fullt af litlum hlutum og náði að halda boltanum, tefja kannski aðeins til að landa þessu,“ sagði Rúnar þegar hann spurður út í frammistöðu leikmanna í kvöld. KR-ingar fá nokkra daga hvíld þangað til að þeir mæta á völlinn á ný en næsta umferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina. „Við verðum að sleikja sárin núna, auðvitað viltu aldrei fara í framlengingu þegar er stutt í næsta leik. Það er kannski ennþá skemmtilegra þegar þú vinnur leikinn en ef við hefðum tapað hefði maður verið hundfúll. Þegar maður vinnur er léttara yfir öllu þannig við erum bara gríðarlega sáttir að vera komnir í undanúrslit.“ Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld og mæta þeir Víkingum í Víkinni í byrjun júlí. „Þriðja árið í röð sem við förum í Víkina og höfum tapað síðustu tvö ár. Nú er kominn tími á að við stríðum þeim og reynum að koma okkur áfram. Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar, það er að vinna alla leiki og það voru bara góð lið eftir. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum, heima eða úti, þetta eru toppliðin frá tímabilinu í fyrra þannig það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Mjólkurbikar karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira