„Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar“ Hinrik Wöhler skrifar 7. júní 2023 00:05 KR skoraði tvö mörk í kvöld og komst áfram. Vísir/Anton Brink KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í kvöld í framlengdum leik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einum leik frá úrslitaleiknum en hans lærisveinar eiga þó ærið verkefni fyrir höndum en KR mætir Víkingum á útivelli í undanúrslitum. „Ég er mjög sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Stjarnan gerði vel að jafna og áttu það skilið. Karakterinn sem við sýndum í framlengingunni var virkilega flottur og ég er gríðarlega stoltur af liðinu að ná að skora sigurmarkið. Eftir það fannst mér ekki hætta á ferðum, sem mér fannst kannski í venjulegum leiktíma. Þá var oft hætta og Stjarnan átti skilið að jafna og hefði hugsanlega getað gert það fyrr. Við vörðumst ágætlega, kannski ekki nægilega vel en við vorum lélegir með boltann,“ sagði Rúnar skömmu eftir sigurleikinn í kvöld. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Stjörnumenn voru ekki á sama máli. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metinn fyrir gestina í uppbótartíma og grípa þurfti til framlengingar í Vesturbænum. „Það er alltaf slæmt að fá eitt í andlitið, sérstaklega þegar svona lítið er eftir. Menn voru búnir að berjast fyrir þessu í langan tíma því að Stjarnan var búin að herja á okkur frá því að við skoruðum. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar okkar nægilega vel. Við tókum smá fund eftir venjulegan leiktíma og þá sá maður í augunum á strákunum hvað þeir hlustuðu vel á mig og Ole [Nesselquist] aðstoðarþjálfara og tóku eftir. Þeir voru sjálfir að berja á hvorum öðrum á bak og maður sá einhvern neista í augunum á strákunum og við virkilega trúðum að neistinn gæti fleytt okkur yfir þessa hindrun. Við skoruðum snemma í framlengingunni og mér finnst þetta aldrei stórhætta eftir það.“ Rúnar tók marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld og telur að liðið getur byggt á þessu fyrir komandi átök. „Jóhannes Kristinn [Bjarnason] er búinn að vera frábær í þessari stöðu, hann hefur gríðarlega hlaupagetu. Mér fannst öll varnarlínan góð. Inn á miðsvæðinu eru við bara tveir og við erum í undirtölu þar, þrír á tvo gegn þessu 4-3-3 kerfi þeirra en við leystum það virkilega vel og fengum síðan hjálp frá framherjunum okkar. Kristján Flóki [Finnbogason] skoraði gott mark og allir þeir sem komu inn á stóðu vel, Luke [Rae] var frábær og Benoný Breki [Andrésson] sömuleiðis. Hann gerði fullt af litlum hlutum og náði að halda boltanum, tefja kannski aðeins til að landa þessu,“ sagði Rúnar þegar hann spurður út í frammistöðu leikmanna í kvöld. KR-ingar fá nokkra daga hvíld þangað til að þeir mæta á völlinn á ný en næsta umferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina. „Við verðum að sleikja sárin núna, auðvitað viltu aldrei fara í framlengingu þegar er stutt í næsta leik. Það er kannski ennþá skemmtilegra þegar þú vinnur leikinn en ef við hefðum tapað hefði maður verið hundfúll. Þegar maður vinnur er léttara yfir öllu þannig við erum bara gríðarlega sáttir að vera komnir í undanúrslit.“ Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld og mæta þeir Víkingum í Víkinni í byrjun júlí. „Þriðja árið í röð sem við förum í Víkina og höfum tapað síðustu tvö ár. Nú er kominn tími á að við stríðum þeim og reynum að koma okkur áfram. Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar, það er að vinna alla leiki og það voru bara góð lið eftir. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum, heima eða úti, þetta eru toppliðin frá tímabilinu í fyrra þannig það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Mjólkurbikar karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Sjá meira
„Ég er mjög sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Stjarnan gerði vel að jafna og áttu það skilið. Karakterinn sem við sýndum í framlengingunni var virkilega flottur og ég er gríðarlega stoltur af liðinu að ná að skora sigurmarkið. Eftir það fannst mér ekki hætta á ferðum, sem mér fannst kannski í venjulegum leiktíma. Þá var oft hætta og Stjarnan átti skilið að jafna og hefði hugsanlega getað gert það fyrr. Við vörðumst ágætlega, kannski ekki nægilega vel en við vorum lélegir með boltann,“ sagði Rúnar skömmu eftir sigurleikinn í kvöld. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Stjörnumenn voru ekki á sama máli. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metinn fyrir gestina í uppbótartíma og grípa þurfti til framlengingar í Vesturbænum. „Það er alltaf slæmt að fá eitt í andlitið, sérstaklega þegar svona lítið er eftir. Menn voru búnir að berjast fyrir þessu í langan tíma því að Stjarnan var búin að herja á okkur frá því að við skoruðum. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar okkar nægilega vel. Við tókum smá fund eftir venjulegan leiktíma og þá sá maður í augunum á strákunum hvað þeir hlustuðu vel á mig og Ole [Nesselquist] aðstoðarþjálfara og tóku eftir. Þeir voru sjálfir að berja á hvorum öðrum á bak og maður sá einhvern neista í augunum á strákunum og við virkilega trúðum að neistinn gæti fleytt okkur yfir þessa hindrun. Við skoruðum snemma í framlengingunni og mér finnst þetta aldrei stórhætta eftir það.“ Rúnar tók marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld og telur að liðið getur byggt á þessu fyrir komandi átök. „Jóhannes Kristinn [Bjarnason] er búinn að vera frábær í þessari stöðu, hann hefur gríðarlega hlaupagetu. Mér fannst öll varnarlínan góð. Inn á miðsvæðinu eru við bara tveir og við erum í undirtölu þar, þrír á tvo gegn þessu 4-3-3 kerfi þeirra en við leystum það virkilega vel og fengum síðan hjálp frá framherjunum okkar. Kristján Flóki [Finnbogason] skoraði gott mark og allir þeir sem komu inn á stóðu vel, Luke [Rae] var frábær og Benoný Breki [Andrésson] sömuleiðis. Hann gerði fullt af litlum hlutum og náði að halda boltanum, tefja kannski aðeins til að landa þessu,“ sagði Rúnar þegar hann spurður út í frammistöðu leikmanna í kvöld. KR-ingar fá nokkra daga hvíld þangað til að þeir mæta á völlinn á ný en næsta umferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina. „Við verðum að sleikja sárin núna, auðvitað viltu aldrei fara í framlengingu þegar er stutt í næsta leik. Það er kannski ennþá skemmtilegra þegar þú vinnur leikinn en ef við hefðum tapað hefði maður verið hundfúll. Þegar maður vinnur er léttara yfir öllu þannig við erum bara gríðarlega sáttir að vera komnir í undanúrslit.“ Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld og mæta þeir Víkingum í Víkinni í byrjun júlí. „Þriðja árið í röð sem við förum í Víkina og höfum tapað síðustu tvö ár. Nú er kominn tími á að við stríðum þeim og reynum að koma okkur áfram. Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar, það er að vinna alla leiki og það voru bara góð lið eftir. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum, heima eða úti, þetta eru toppliðin frá tímabilinu í fyrra þannig það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Mjólkurbikar karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn