Dreymir um að komast aftur á völlinn: „Það sem ég er best í“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2023 23:01 Dreymir um að spila handbolta á nýjan leik. Vísir/Hulda Margrét Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki spilað handbolta undanfarna 16 mánuði eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hún segist nú loks finna fyrir batamerkjum og lætur sig dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. Frá þessu er greint í Íþróttavarpi RÚV sem er vikulegt hlaðvarp að er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum Ríkisútvarpsins. Í viðtalinu fer Ragnheiður yfir þá þrautagöngu sem hún hefur gengið undanfarna 16 mánuði og hvernig það er að geta ekki iðkað íþróttina sem hún elskar. Ragnheiður hefur ekki spilað síðan 29. janúar á síðasta ári. Hún hefur lengi vel glímt við POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Um er að ræða heilkenni sem orsakar að hjartsláttartíðnin eykst við að standa upp eða setjast. Það hafði ekki háð Ragnheiði of mikið, það er þangað til hún fékk kórónuveiruna. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur ekki spilað neinn handbolta í 16 mánuði vegna veikinda og lýsir þessum tíma sem hreinu helvíti í viðtali. https://t.co/HTArYhIRJE— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) June 6, 2023 „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi þann 23. febrúar 2022. Síðan þá hefur hún ekki spilað né æft. Hún „hefur ekki fengið staðfest að covid sé ástæða þess að einkennin mögnuðust svona upp en rannsóknir hjá læknum hafa komið eðlilega út,“ segir í frétt RÚV. Ragnheiður segir í viðtalinu að það hafi verið erfiðast að horfa á liðsfélagana spila. Hún hafi grátið mest yfir leikjum Fram. Þá hafði allt áreitið sem fylgir því að mæta á handboltaleik haft áhrif á hana. Í viðtalinu segist Ragnheiður „bara taka einn dag í einu og hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið. Hún hefur ekki getað unnið, stundað nám eða handbolta.“ djöful sakna ég þess að negla á markið einn skemmtilegasti sigur á mínum ferli & gaman að fá svona moment inná ehf. Eins og alheimurinn vissi að eitthvað væri að fara að gerast https://t.co/hInglN2n1b— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) May 16, 2023 Það virðist þó vera ljós við enda ganganna. Hún segir að undanfarnar tvær til þrjár vikur hafi henni liðið ágætlega og var það ein helsta ástæða þess að hún gaf RÚV viðtal. Þrátt fyrir að hún taki engu sem gefnu og hafi lært af gefinni reynslu að það sé erfitt að segja til um framtíðina þá leyfir Ragnheiður sér að dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. „Draumurinn minn númer eitt er að spila aftur, þetta er bara mitt passion og það sem mér finnst ég eiga að gera í lífinu. Þetta er það það sem ég er best í,“ segir að endingu í viðtalinu sem má í heild sinni finna á vef RÚV. Handbolti Fram Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Sjá meira
Frá þessu er greint í Íþróttavarpi RÚV sem er vikulegt hlaðvarp að er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum Ríkisútvarpsins. Í viðtalinu fer Ragnheiður yfir þá þrautagöngu sem hún hefur gengið undanfarna 16 mánuði og hvernig það er að geta ekki iðkað íþróttina sem hún elskar. Ragnheiður hefur ekki spilað síðan 29. janúar á síðasta ári. Hún hefur lengi vel glímt við POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Um er að ræða heilkenni sem orsakar að hjartsláttartíðnin eykst við að standa upp eða setjast. Það hafði ekki háð Ragnheiði of mikið, það er þangað til hún fékk kórónuveiruna. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur ekki spilað neinn handbolta í 16 mánuði vegna veikinda og lýsir þessum tíma sem hreinu helvíti í viðtali. https://t.co/HTArYhIRJE— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) June 6, 2023 „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi þann 23. febrúar 2022. Síðan þá hefur hún ekki spilað né æft. Hún „hefur ekki fengið staðfest að covid sé ástæða þess að einkennin mögnuðust svona upp en rannsóknir hjá læknum hafa komið eðlilega út,“ segir í frétt RÚV. Ragnheiður segir í viðtalinu að það hafi verið erfiðast að horfa á liðsfélagana spila. Hún hafi grátið mest yfir leikjum Fram. Þá hafði allt áreitið sem fylgir því að mæta á handboltaleik haft áhrif á hana. Í viðtalinu segist Ragnheiður „bara taka einn dag í einu og hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið. Hún hefur ekki getað unnið, stundað nám eða handbolta.“ djöful sakna ég þess að negla á markið einn skemmtilegasti sigur á mínum ferli & gaman að fá svona moment inná ehf. Eins og alheimurinn vissi að eitthvað væri að fara að gerast https://t.co/hInglN2n1b— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) May 16, 2023 Það virðist þó vera ljós við enda ganganna. Hún segir að undanfarnar tvær til þrjár vikur hafi henni liðið ágætlega og var það ein helsta ástæða þess að hún gaf RÚV viðtal. Þrátt fyrir að hún taki engu sem gefnu og hafi lært af gefinni reynslu að það sé erfitt að segja til um framtíðina þá leyfir Ragnheiður sér að dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. „Draumurinn minn númer eitt er að spila aftur, þetta er bara mitt passion og það sem mér finnst ég eiga að gera í lífinu. Þetta er það það sem ég er best í,“ segir að endingu í viðtalinu sem má í heild sinni finna á vef RÚV.
Handbolti Fram Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Sjá meira