„Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2023 10:56 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til fundar í Karphúsinu um tíuleytið í morgun. Aðilar beggja fylkinga voru svartsýnir í aðdraganda fundarins. „Því miður þá held ég að við séum enn á erfiðum stað. En við erum að sjálfsögðu tilbúin í áframhaldandi samtal,“ sagði Inga Rún í samtali við Heimi Má Pétursson. Formenn og varaformenn hjá BSRB hafa lýst mistökum sem hafi orðið til í flýti í upphafi kórónuveirufaraldursins. Þau hafi ekki verið með ákvæði sem Starfsgreinasambandið var með í sínum samningi um að ef laun hækkuðu á almennum markaði þá fengu þau samsvarandi hækkun í janúar. Inga segir málið ekki svo einfalt. „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði. Vissulega var mikill erill þetta síðasta kvöld þegar samningar voru undirritaðir. En þetta var ekki nýtt tilboð sem kom fram þetta kvöld. Það hafði legið á borðinu í sex mánuði. Við eigum tölvupóstssamskipti sem við getum sýnt að við vorum að reyna að telja þeim hughvarf fram á síðustu stundu. En þau höfnuðu þessu tilboði og kröfðust þess að fá styttri samning sem var án launahækkunar frá 1. janúar.“ Hún segir miklu muna í að fallast á 128 þúsund krónu eingreiðslukröfu BSRB. „Þetta er gríðarlegur kostnaður. Þetta er milljarður sem þessi eingreiðsla kostar. Þar sem hún er tilhæfulaus þá eru engin rök fyrir því að þetta fari ekki á alla okkar viðsemjendur sem voru í sömu stöðu.“ Telji BSRB sig svikna þá eigi þau að leita álits dómstóla. „Við höfum marghvatt þau til að fara með þetta mál fyrir dóm telji þau á sér brotið. Við munum að sjálfsögðu hlýta niðurstöðu dóms. Við höfum líka boðið þeim gríðarlega góðan samning þar sem við erum að lyfta lægstu laununum. Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu í dag skiptir það verulegu máli. Okkur finnst þessum peningum betur varið í það að lyfta lægstu launum en að setja í eingreiðslu sem er fullkomlega tilhæfulaus.“ Inga Rún segir að í framhaldinu, þegar niðurstaða fæst í viðræður við BSRB, verði reynt að samræma samninga stéttarfélaga þar sem fólk vinni sömu störf. „Það er mjög óheppilegt þegar stéttarfélög sem eru að semja um sömu störf séu ekki saman við samningaborðið svo hægt sé að samstilla samninga fullkomlega. Við erum í samtali við Starfsgreinasambandið jafnhliða þessum viðræðum við BSRB. Það er okkar markmið að ná þessari samstillingu núna frá 1. apríl.“ Verkfallsaðgerðir BSRB hafa meðal annars áhrif á starf um sjötíu leikskóla í 29 sveitarfélögum. Á fjórða tug sundlauga eru lokaðar og íþróttaæfingar liggja niðri víða þar sem íþróttahús eru lokuð. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til fundar í Karphúsinu um tíuleytið í morgun. Aðilar beggja fylkinga voru svartsýnir í aðdraganda fundarins. „Því miður þá held ég að við séum enn á erfiðum stað. En við erum að sjálfsögðu tilbúin í áframhaldandi samtal,“ sagði Inga Rún í samtali við Heimi Má Pétursson. Formenn og varaformenn hjá BSRB hafa lýst mistökum sem hafi orðið til í flýti í upphafi kórónuveirufaraldursins. Þau hafi ekki verið með ákvæði sem Starfsgreinasambandið var með í sínum samningi um að ef laun hækkuðu á almennum markaði þá fengu þau samsvarandi hækkun í janúar. Inga segir málið ekki svo einfalt. „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði. Vissulega var mikill erill þetta síðasta kvöld þegar samningar voru undirritaðir. En þetta var ekki nýtt tilboð sem kom fram þetta kvöld. Það hafði legið á borðinu í sex mánuði. Við eigum tölvupóstssamskipti sem við getum sýnt að við vorum að reyna að telja þeim hughvarf fram á síðustu stundu. En þau höfnuðu þessu tilboði og kröfðust þess að fá styttri samning sem var án launahækkunar frá 1. janúar.“ Hún segir miklu muna í að fallast á 128 þúsund krónu eingreiðslukröfu BSRB. „Þetta er gríðarlegur kostnaður. Þetta er milljarður sem þessi eingreiðsla kostar. Þar sem hún er tilhæfulaus þá eru engin rök fyrir því að þetta fari ekki á alla okkar viðsemjendur sem voru í sömu stöðu.“ Telji BSRB sig svikna þá eigi þau að leita álits dómstóla. „Við höfum marghvatt þau til að fara með þetta mál fyrir dóm telji þau á sér brotið. Við munum að sjálfsögðu hlýta niðurstöðu dóms. Við höfum líka boðið þeim gríðarlega góðan samning þar sem við erum að lyfta lægstu laununum. Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu í dag skiptir það verulegu máli. Okkur finnst þessum peningum betur varið í það að lyfta lægstu launum en að setja í eingreiðslu sem er fullkomlega tilhæfulaus.“ Inga Rún segir að í framhaldinu, þegar niðurstaða fæst í viðræður við BSRB, verði reynt að samræma samninga stéttarfélaga þar sem fólk vinni sömu störf. „Það er mjög óheppilegt þegar stéttarfélög sem eru að semja um sömu störf séu ekki saman við samningaborðið svo hægt sé að samstilla samninga fullkomlega. Við erum í samtali við Starfsgreinasambandið jafnhliða þessum viðræðum við BSRB. Það er okkar markmið að ná þessari samstillingu núna frá 1. apríl.“ Verkfallsaðgerðir BSRB hafa meðal annars áhrif á starf um sjötíu leikskóla í 29 sveitarfélögum. Á fjórða tug sundlauga eru lokaðar og íþróttaæfingar liggja niðri víða þar sem íþróttahús eru lokuð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34
36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35