Draumurinn rættist: „Þetta er pabbi minn!“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2023 08:02 Twana Khalid Ahmed segir pylsusölu og dómgæslu fara vel saman. Vísir/Sigurjón Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á fimmtudaginn var þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla. Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Twana kom hingað til lands árið 2017 ásamt fjölskyldu sinni en þurfti að bíða í rúm tvö ár eftir því að fá kennitölu og réttindunum sem henni fylgja. Hann gat ekki fengið vinnu eða stofnað bankareikning á meðan þeirri bið stóð. Hann var hins vegar snöggur að finna sér vinnu hjá Bæjarins bestu pylsum árið 2019 eftir að hann fékk kennitölu úthlutað. „Ég vinn þar í fullu starfi og hef unnið það í fjögur ár. Þetta var fyrsta vinnan mín á Íslandi,“ segir Twana sem var fyrst um sinn ekki heimilt að dæma fyrir KSÍ þrátt fyrir að bjóðast til þess að gera það frítt. „Ég kom í júní árið 2017. En ég þurfti að bíða í tvö ár eftir kennitölu og dvalar- og starfsleyfi hér. Ég gat dæmt nokkra æfingaleiki hjá KR vegna þess að ég bjó nærri KR-vellinum,“ „Ég fór til KSÍ og bauðst til þess að dæma fyrir þá launalaust. Sambandið samþykkti það ekki þar sem mér var tjáð að ég þyrfti að fá laun. En ég átti hvorki kennitölu né bankareikning. Því þurfti ég að bíða í um tvö og hálft ár eftir því,“ segir Twana. Twana Khalid Ahmed fer yfir málin með fréttamanni.Vísir/Sigurjón Vinnuveitendurnir stoltir Hann segir þá vinnuveitendur sína hjá Bæjarins bestu taka mikið tillit til dómgæslunnar sem oft fylgja heillöng ferðalög um allt land. „Þeir eru mjög skilningsríkir og hafa hjálpað mér. Ég fæ frí þegar ég þarf að dæma, jafnvel þó stundum sé skammur fyrirvari þá skilja þeir það. Þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða mig og eru stoltir af mér.“ En hvernig fer það saman að selja pylsur á daginn og að dæma á kvöldin? „Það er frábært. Ég er mjög ánægður hér hjá Bæjarins bestu þar sem ég fæ að hitta allskyns fólk frá mörgum mismunandi löndum og menningarheimum. Það er mér gott,“ segir Twana. Minn tími mun koma Í viðtali fyrir um þremur árum síðan sagði Twana það vera markmið sitt að dæma í efstu deild karla. Það tókst á fimmtudaginn var þegar hann fyllti í skarðið fyrir Einar Inga Jóhannsson, dómara leiks Fylkis og KR, sem fór meiddur af velli. „Ég varð mjög spenntur þegar hann sagði mig að gera mig kláran í að koma inn á og fara úr jakkanum. Ég var ánægður en fann til með honum. Ég hafði gott af þessu og ég var mjög ánægður að fá tækfæri,“ „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að dæma leiki sem aðaldómari. Mér liggur þó ekkert á þar sem venjan er sú að vera fjórði dómari í fjölda leikja, kannski í eitt og hálft ár. Minn tími mun koma.“ Fjölskyldan mætti á völlinn Fjölskylda Twana var á leiknum á fimmtudaginn og studdi vel við bakið á sínum manni. „Þau voru þarna. Í upphafi leiks þegar vallarþulurinn kynnti dómarann og svo varadómarann: Twana Khalid, þá sagði eldri dóttir mín stolt: Þetta er pabbi minn!“ Viðtalið við Twana Khalid Ahmed má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla KSÍ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Twana kom hingað til lands árið 2017 ásamt fjölskyldu sinni en þurfti að bíða í rúm tvö ár eftir því að fá kennitölu og réttindunum sem henni fylgja. Hann gat ekki fengið vinnu eða stofnað bankareikning á meðan þeirri bið stóð. Hann var hins vegar snöggur að finna sér vinnu hjá Bæjarins bestu pylsum árið 2019 eftir að hann fékk kennitölu úthlutað. „Ég vinn þar í fullu starfi og hef unnið það í fjögur ár. Þetta var fyrsta vinnan mín á Íslandi,“ segir Twana sem var fyrst um sinn ekki heimilt að dæma fyrir KSÍ þrátt fyrir að bjóðast til þess að gera það frítt. „Ég kom í júní árið 2017. En ég þurfti að bíða í tvö ár eftir kennitölu og dvalar- og starfsleyfi hér. Ég gat dæmt nokkra æfingaleiki hjá KR vegna þess að ég bjó nærri KR-vellinum,“ „Ég fór til KSÍ og bauðst til þess að dæma fyrir þá launalaust. Sambandið samþykkti það ekki þar sem mér var tjáð að ég þyrfti að fá laun. En ég átti hvorki kennitölu né bankareikning. Því þurfti ég að bíða í um tvö og hálft ár eftir því,“ segir Twana. Twana Khalid Ahmed fer yfir málin með fréttamanni.Vísir/Sigurjón Vinnuveitendurnir stoltir Hann segir þá vinnuveitendur sína hjá Bæjarins bestu taka mikið tillit til dómgæslunnar sem oft fylgja heillöng ferðalög um allt land. „Þeir eru mjög skilningsríkir og hafa hjálpað mér. Ég fæ frí þegar ég þarf að dæma, jafnvel þó stundum sé skammur fyrirvari þá skilja þeir það. Þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða mig og eru stoltir af mér.“ En hvernig fer það saman að selja pylsur á daginn og að dæma á kvöldin? „Það er frábært. Ég er mjög ánægður hér hjá Bæjarins bestu þar sem ég fæ að hitta allskyns fólk frá mörgum mismunandi löndum og menningarheimum. Það er mér gott,“ segir Twana. Minn tími mun koma Í viðtali fyrir um þremur árum síðan sagði Twana það vera markmið sitt að dæma í efstu deild karla. Það tókst á fimmtudaginn var þegar hann fyllti í skarðið fyrir Einar Inga Jóhannsson, dómara leiks Fylkis og KR, sem fór meiddur af velli. „Ég varð mjög spenntur þegar hann sagði mig að gera mig kláran í að koma inn á og fara úr jakkanum. Ég var ánægður en fann til með honum. Ég hafði gott af þessu og ég var mjög ánægður að fá tækfæri,“ „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að dæma leiki sem aðaldómari. Mér liggur þó ekkert á þar sem venjan er sú að vera fjórði dómari í fjölda leikja, kannski í eitt og hálft ár. Minn tími mun koma.“ Fjölskyldan mætti á völlinn Fjölskylda Twana var á leiknum á fimmtudaginn og studdi vel við bakið á sínum manni. „Þau voru þarna. Í upphafi leiks þegar vallarþulurinn kynnti dómarann og svo varadómarann: Twana Khalid, þá sagði eldri dóttir mín stolt: Þetta er pabbi minn!“ Viðtalið við Twana Khalid Ahmed má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla KSÍ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira