36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2023 12:35 Lágafellslaug, paradís margra barnafjölskyldna og fólks sem kann að meta innrauða saunu, er lokuð frá og með deginum í dag. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. Sundlaugar í 29 sveitarfélögum er lokað og meðal þeirra eru svo til allar sundlaugar á suðvesturhorni landsins ef frá er talin Reykjavík, Seltjarnarnes og Akranes. Vinsælar barnalaugar á borð við Kópavogslaug og Lágafellslaug í Mosfellsbæ eru lokaðar og sömu sögu er að segja um sundlaugar í Árborg, Ölfusi, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi svo dæmi séu tekin. Sundlaugin í Vestmannaeyjum er að hlut skipuð sumarstarfsfólki svo þar er skertur opnunartími að sögn Freyju Steingrímsdóttur, upplýsingafulltrúa BSRB. Sömu sögu er að segja um Eyjafjörð þar sem sundlaugarnar eru lokaðar en þar er líklega að finna vinsælustu rennibraut landsins hjá ungu kynslóðinni. Á Akureyri er þjónusta ferilbíla verulega skert og ganga strætisvagnar ekki. Íþróttahús á Akureyri eru lokuð en það gildir um fjölmörg íþróttahús í sveitarfélögunum sem verkfallið nær til. Til dæmis Ásgarður í Garðabæ þar sem íþróttaæfingar liggja fyrir vikið niðri. Gatna- og stígaframkvæmdir á Akureyri frestast að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrar. Freyja segir verkfallsaðgerðir ná til 69 leikskóla og til viðbótar ungbarnadeilda nokkurra leikskóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru dæmi um að foreldrar tvíbura í leikskólum með skerta starfsemi þurfi að mæta með annað barnið fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Sem fyrr segir hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni og því fullkomlega óljóst hvenær verkfalli lýkur. Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Sundlaugar í 29 sveitarfélögum er lokað og meðal þeirra eru svo til allar sundlaugar á suðvesturhorni landsins ef frá er talin Reykjavík, Seltjarnarnes og Akranes. Vinsælar barnalaugar á borð við Kópavogslaug og Lágafellslaug í Mosfellsbæ eru lokaðar og sömu sögu er að segja um sundlaugar í Árborg, Ölfusi, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi svo dæmi séu tekin. Sundlaugin í Vestmannaeyjum er að hlut skipuð sumarstarfsfólki svo þar er skertur opnunartími að sögn Freyju Steingrímsdóttur, upplýsingafulltrúa BSRB. Sömu sögu er að segja um Eyjafjörð þar sem sundlaugarnar eru lokaðar en þar er líklega að finna vinsælustu rennibraut landsins hjá ungu kynslóðinni. Á Akureyri er þjónusta ferilbíla verulega skert og ganga strætisvagnar ekki. Íþróttahús á Akureyri eru lokuð en það gildir um fjölmörg íþróttahús í sveitarfélögunum sem verkfallið nær til. Til dæmis Ásgarður í Garðabæ þar sem íþróttaæfingar liggja fyrir vikið niðri. Gatna- og stígaframkvæmdir á Akureyri frestast að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrar. Freyja segir verkfallsaðgerðir ná til 69 leikskóla og til viðbótar ungbarnadeilda nokkurra leikskóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru dæmi um að foreldrar tvíbura í leikskólum með skerta starfsemi þurfi að mæta með annað barnið fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Sem fyrr segir hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni og því fullkomlega óljóst hvenær verkfalli lýkur.
Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00
Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent