Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2023 12:45 Eigandi Wagner Group segir rússneska hermenn hafa lokað málaliða sína inn á jarðsprengjusvæði og skotið á þá. Yevgeny Prigozhin birti í gær myndband af rússneskum undirofursta sem hafði verið fangaður af málaliðunum. Telegram Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana. Umræddur undirofursti heitir Roman Venevitin og leiðir 72. stórfylki rússneska hersins. Á myndbandi sem málaliðar Wagner tóku upp, segir Venevitin, með brotið nef, að hann hafi verið ölvaður og skipað mönnum sínum að skjóta á bílalest Wagner. Það hafi hann gert vegna þess hve illa honum væri við málaliðana og baðst hann afsökunar á myndbandinu. Starfsmenn fyrirtækis Yevgeny Prigozhin, sem rekur Wagner Group, birti myndbandið á netinu í gærkvöldi. Sjá má þýdda útgáfu af því í spilaranum hér að neðan. PMC Wagner detained and interrogated no other but the commander of the 72nd Brigade, Roman Venevitin. Wagner and the 72nd Brigade shared positions in Bakhmut. They detained the man, beat him, broke his nose, and forced to record a video admitting to firing at a car of PMC pic.twitter.com/BY3PhEV60q— Dmitri (@wartranslated) June 4, 2023 Þetta er í kjölfar þess að Prigozhin kvartaði sáran yfir því að þegar menn hans voru að yfirgefa Bakhmut, eftir að hafa varið um tíu mánuðum í að ná borginni úr höndum Úkraínumenn, hefðu þurft að grafa sig í gegnum jarðsprengjusvæði sem rússneski herinn hafi lagt fyrir aftan víglínu málaliðahópsins. Sjá einnig: Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Undanfarnar vikur og mánuði hefur Prigozhin verið mjög harðorður í garð forsvarsmanna rússneska hersins. Hann hefur sakaði þá um ýmis klúður tengd stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og um að grafa vísvitandi undan Wagner. Þar að auki hefur hann sakað þá um landráð. Auðjöfurinn rússneski hefur verið hávær á samfélagsmiðlum með þessa gangrýni sína og hafa fregnir borist af því að hann hafi reitt valdamikið fólk í Moskvu til reiði. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Wagner málaliðahópurinn er umsvifamikill í Afríku og í Mið-Austurlöndum, þar sem málaliðar hans hafa verið sakaðir um ýmis ódæði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. 25. maí 2023 07:37 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Umræddur undirofursti heitir Roman Venevitin og leiðir 72. stórfylki rússneska hersins. Á myndbandi sem málaliðar Wagner tóku upp, segir Venevitin, með brotið nef, að hann hafi verið ölvaður og skipað mönnum sínum að skjóta á bílalest Wagner. Það hafi hann gert vegna þess hve illa honum væri við málaliðana og baðst hann afsökunar á myndbandinu. Starfsmenn fyrirtækis Yevgeny Prigozhin, sem rekur Wagner Group, birti myndbandið á netinu í gærkvöldi. Sjá má þýdda útgáfu af því í spilaranum hér að neðan. PMC Wagner detained and interrogated no other but the commander of the 72nd Brigade, Roman Venevitin. Wagner and the 72nd Brigade shared positions in Bakhmut. They detained the man, beat him, broke his nose, and forced to record a video admitting to firing at a car of PMC pic.twitter.com/BY3PhEV60q— Dmitri (@wartranslated) June 4, 2023 Þetta er í kjölfar þess að Prigozhin kvartaði sáran yfir því að þegar menn hans voru að yfirgefa Bakhmut, eftir að hafa varið um tíu mánuðum í að ná borginni úr höndum Úkraínumenn, hefðu þurft að grafa sig í gegnum jarðsprengjusvæði sem rússneski herinn hafi lagt fyrir aftan víglínu málaliðahópsins. Sjá einnig: Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Undanfarnar vikur og mánuði hefur Prigozhin verið mjög harðorður í garð forsvarsmanna rússneska hersins. Hann hefur sakaði þá um ýmis klúður tengd stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og um að grafa vísvitandi undan Wagner. Þar að auki hefur hann sakað þá um landráð. Auðjöfurinn rússneski hefur verið hávær á samfélagsmiðlum með þessa gangrýni sína og hafa fregnir borist af því að hann hafi reitt valdamikið fólk í Moskvu til reiði. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Wagner málaliðahópurinn er umsvifamikill í Afríku og í Mið-Austurlöndum, þar sem málaliðar hans hafa verið sakaðir um ýmis ódæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. 25. maí 2023 07:37 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01
Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. 25. maí 2023 07:37
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49