Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitafélaga bjóða og segja þann besta boðinn hafi verið í kjaraviðræðum undanfarið. Vísir/Ívar Fannar Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB eru hafnar eftir að samningafundi félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs í nótt. Í tilkynningu sem Samband íslenskra sveitafélaga sendi frá sér nú í morgun kemur fram að sambandið vísi allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Ítrekað hafi verið lögð fram ný tilboð sem hafi verið hafnað en það síðasta hljóðar upp á 50 til 60 þúsund króna hækkun lægstu launa. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ekki standi til að þiggja þann samning því allt strandi á þriggja mánaða hækkun á ársgrundvelli. „Það auðvitað grípur enginn til verkfalla nema í neyð. Við erum búin að reyna eiga samtal og reyna að rétta þennan kúr síðan í febrúar til að tryggja það að fólkið okkar búi ekki við mismunandi laun samanborið við aðra sem vinna inn á sömu vinnustöðum. Það hefur ekki þokað áfram. En það er auðvitað ekki þannig þegar við eigum í kjaradeilu að einhver einn beri ábyrgð á því.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefnar Sambands sveitarfélaganna, segir sambandið ítrekað hafa lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað.Vísir/Ívar Fannar Sonja segir mikla samstöðu meðal félagsfólks BSRB um verkfallsaðgerðir sem nú eru skollnar á af fullum þunga. Góð þátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslu og afstaða félagsfólks hafi verið mjög skýr þar sem mikill meirihluti kaus með aðgerðum. „Við finnum núna að það hefur verið mikil reiði og vonbrigði í hópnum yfir þessum mismunandi launum, sem bara eykst með hverjum deginum sem líður. Þau skilja ekki af hverju sveitafélögin grípa ekki til raunverulegra aðgerða til að leiðrétta þetta.“ Gríðarlegur stuðningur frá foreldrum Verkfallsaðgerðir sem nú eru hafnar hafa víðtæk áhrif á samfélagið allt. Ekki síst foreldra og börn en aðgerðirnar hafa áhrif á um 70 leikskóla. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi af hálfu foreldra sem ég er mjög þakklát fyrir. Við vitum auðvitað að þetta hefur áhrif en það langar engan að vera í verkfalli. En þetta er til að tryggja okkar réttlátu kröfu um sömu laun fyrir sömu störf,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50 Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB eru hafnar eftir að samningafundi félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs í nótt. Í tilkynningu sem Samband íslenskra sveitafélaga sendi frá sér nú í morgun kemur fram að sambandið vísi allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Ítrekað hafi verið lögð fram ný tilboð sem hafi verið hafnað en það síðasta hljóðar upp á 50 til 60 þúsund króna hækkun lægstu launa. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ekki standi til að þiggja þann samning því allt strandi á þriggja mánaða hækkun á ársgrundvelli. „Það auðvitað grípur enginn til verkfalla nema í neyð. Við erum búin að reyna eiga samtal og reyna að rétta þennan kúr síðan í febrúar til að tryggja það að fólkið okkar búi ekki við mismunandi laun samanborið við aðra sem vinna inn á sömu vinnustöðum. Það hefur ekki þokað áfram. En það er auðvitað ekki þannig þegar við eigum í kjaradeilu að einhver einn beri ábyrgð á því.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefnar Sambands sveitarfélaganna, segir sambandið ítrekað hafa lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað.Vísir/Ívar Fannar Sonja segir mikla samstöðu meðal félagsfólks BSRB um verkfallsaðgerðir sem nú eru skollnar á af fullum þunga. Góð þátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslu og afstaða félagsfólks hafi verið mjög skýr þar sem mikill meirihluti kaus með aðgerðum. „Við finnum núna að það hefur verið mikil reiði og vonbrigði í hópnum yfir þessum mismunandi launum, sem bara eykst með hverjum deginum sem líður. Þau skilja ekki af hverju sveitafélögin grípa ekki til raunverulegra aðgerða til að leiðrétta þetta.“ Gríðarlegur stuðningur frá foreldrum Verkfallsaðgerðir sem nú eru hafnar hafa víðtæk áhrif á samfélagið allt. Ekki síst foreldra og börn en aðgerðirnar hafa áhrif á um 70 leikskóla. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi af hálfu foreldra sem ég er mjög þakklát fyrir. Við vitum auðvitað að þetta hefur áhrif en það langar engan að vera í verkfalli. En þetta er til að tryggja okkar réttlátu kröfu um sömu laun fyrir sömu störf,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50 Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38
Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50
Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30