„Sagði upp vinnunni og ákvað að gefa þessu séns“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 09:00 Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur verið að gera frábæra hluti í Danmörku og Noregi undanfarna daga. Hann fer svo brátt í æfingabúðir á Tenerife þar sem hann æfði einnig í vor. FRÍ/Marta Siljudóttir „Maður var búinn að safna sér í smásjóð og vildi sjá hvort að maður kæmist ekki eitthvað lengra,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem hætti í vinnunni og hefur síðan þá náð hverjum áfanganum á fætur öðrum á hlaupabrautinni. Kolbeinn Höður hefur lengi verið í fremstu röð frjálsíþróttafólks á Íslandi en þessi 27 ára gamli spretthlaupari hefur aldrei verið betri en einmitt núna. Í vetur bætti hann þrjátíu ára gamalt met í 60 metra hlaupi innanhúss og stórbætti eigið met í 200 metra hlaupi innanhúss. Í Danmörku um þarsíðustu helgi sló hann svo metið sitt í 200 metra hlaupi utanhúss, og hljóp langt undir metinu í 100 metra hlaupi en í aðeins of miklum meðvindi. Hann jafnaði svo metið í 100 metra hlaupi í Noregi á laugardaginn, þegar hann hljóp á 10,51 sekúndum. „Númer eitt, tvö og þrjú er að ég er búinn að ná að halda mér nokkuð meiðslalausum í ágætan tíma. Svo tók ég þá ákvörðun í fyrra að fara „all in“, og einbeita mér alveg að sportinu,“ segir Kolbeinn, aðspurður hvað geri það að verkum að hann sé í þeim metaham sem hann hefur verið í síðustu mánuði. Hann segir það mikinn mun að þurfa ekki að sinna vinnu og námi samhliða æfingum. Allt of mikið álag með vinnu „Maður hefur alltaf verið að vinna 100 prósent vinnu með þessu og því fylgir allt of mikið álag. Fyrir ári síðan sagði ég upp vinnunni og ákvað að gefa þessu séns. Maður var búinn að safna sér í smásjóð og vildi sjá hvort að maður kæmist ekki eitthvað lengra. Þetta er aðalástæðan fyrir því hvernig mér hefur gengið – að maður gat einbeitt sér að þessu en ekki einhverju öðru,“ segir FH-ingurinn og bætir við: „Maður er náttúrulega þreyttur eftir langan vinnudag og nær þá ekki þeim gæðum sem að maður þarf, aftur og aftur. Maður verður að geta einbeitt sér alfarið að þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Kúrfan færst framar og ÓL í París nær Kolbeinn gælir við þá tilhugsun að komast á heimsmeistaramótið í Búdapest í ágúst, og markmið hans er að keppa á Ólympíuleikunum í París 2024. Síðustu mánuðir hafa ekkert annað gert en að efla trúna á að það takist. „Ég get nú ekki sagt að þetta komi mér á óvart en ég var ekki endilega að búast við þessum árangri í ár. Þetta gerist svolítið fljótt. Ég var búinn að búast við að þessi árangur myndi kannski koma á næsta ári. Maður er á undan kúrfunni sem maður bjóst við, og það er bara skemmtilegt og þýðir að vonandi geti maður hlaupið hraðar á næsta ári,“ segir Kolbeinn. Hann þarf annað hvort að ná mjög erfiðum lágmörkum eða vera nógu ofarlega á heimslista, til að komast á allra stærstu mótin. Ólympíulágmarkið í 100 metra hlaupi karla er 10 sekúndur sléttar, og í 200 metra hlaupi er það 20,16 sekúndur. Lágmörkin eru svona ströng til þess að heimslistarnir hafi mikið vægi. „Það er aldrei að vita nema að maður detti inn á HM í ágúst, þó ég sé ekkert að búast við því, en það yrði skemmtileg viðbót við þetta góða ár. Þessi árangur undanfarið er auðvitað mjög jákvæður upp á það að gera [að komast á Ólympíuleikana]. Þetta eru rosalega erfið lágmörk, og okkur Íslendingum er gert erfitt fyrir með því að þurfa að sækja sterk mót erlendis til að safna stigum. En ég hef komist á mót eins og þessi sem ég hef verið á hér í Danmörku og Noregi, og skorað nokkuð hátt með því að ná góðum sætum og hlaupa á góðum tíma. Þetta gefur rosalega góð fyrirheit og vonandi get ég haldið svona áfram, og bætt ennþá við á næsta ári. Þá held ég að þetta sé alveg möguleiki [að komast á Ólympíuleikana].“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjá meira
Kolbeinn Höður hefur lengi verið í fremstu röð frjálsíþróttafólks á Íslandi en þessi 27 ára gamli spretthlaupari hefur aldrei verið betri en einmitt núna. Í vetur bætti hann þrjátíu ára gamalt met í 60 metra hlaupi innanhúss og stórbætti eigið met í 200 metra hlaupi innanhúss. Í Danmörku um þarsíðustu helgi sló hann svo metið sitt í 200 metra hlaupi utanhúss, og hljóp langt undir metinu í 100 metra hlaupi en í aðeins of miklum meðvindi. Hann jafnaði svo metið í 100 metra hlaupi í Noregi á laugardaginn, þegar hann hljóp á 10,51 sekúndum. „Númer eitt, tvö og þrjú er að ég er búinn að ná að halda mér nokkuð meiðslalausum í ágætan tíma. Svo tók ég þá ákvörðun í fyrra að fara „all in“, og einbeita mér alveg að sportinu,“ segir Kolbeinn, aðspurður hvað geri það að verkum að hann sé í þeim metaham sem hann hefur verið í síðustu mánuði. Hann segir það mikinn mun að þurfa ekki að sinna vinnu og námi samhliða æfingum. Allt of mikið álag með vinnu „Maður hefur alltaf verið að vinna 100 prósent vinnu með þessu og því fylgir allt of mikið álag. Fyrir ári síðan sagði ég upp vinnunni og ákvað að gefa þessu séns. Maður var búinn að safna sér í smásjóð og vildi sjá hvort að maður kæmist ekki eitthvað lengra. Þetta er aðalástæðan fyrir því hvernig mér hefur gengið – að maður gat einbeitt sér að þessu en ekki einhverju öðru,“ segir FH-ingurinn og bætir við: „Maður er náttúrulega þreyttur eftir langan vinnudag og nær þá ekki þeim gæðum sem að maður þarf, aftur og aftur. Maður verður að geta einbeitt sér alfarið að þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Kúrfan færst framar og ÓL í París nær Kolbeinn gælir við þá tilhugsun að komast á heimsmeistaramótið í Búdapest í ágúst, og markmið hans er að keppa á Ólympíuleikunum í París 2024. Síðustu mánuðir hafa ekkert annað gert en að efla trúna á að það takist. „Ég get nú ekki sagt að þetta komi mér á óvart en ég var ekki endilega að búast við þessum árangri í ár. Þetta gerist svolítið fljótt. Ég var búinn að búast við að þessi árangur myndi kannski koma á næsta ári. Maður er á undan kúrfunni sem maður bjóst við, og það er bara skemmtilegt og þýðir að vonandi geti maður hlaupið hraðar á næsta ári,“ segir Kolbeinn. Hann þarf annað hvort að ná mjög erfiðum lágmörkum eða vera nógu ofarlega á heimslista, til að komast á allra stærstu mótin. Ólympíulágmarkið í 100 metra hlaupi karla er 10 sekúndur sléttar, og í 200 metra hlaupi er það 20,16 sekúndur. Lágmörkin eru svona ströng til þess að heimslistarnir hafi mikið vægi. „Það er aldrei að vita nema að maður detti inn á HM í ágúst, þó ég sé ekkert að búast við því, en það yrði skemmtileg viðbót við þetta góða ár. Þessi árangur undanfarið er auðvitað mjög jákvæður upp á það að gera [að komast á Ólympíuleikana]. Þetta eru rosalega erfið lágmörk, og okkur Íslendingum er gert erfitt fyrir með því að þurfa að sækja sterk mót erlendis til að safna stigum. En ég hef komist á mót eins og þessi sem ég hef verið á hér í Danmörku og Noregi, og skorað nokkuð hátt með því að ná góðum sætum og hlaupa á góðum tíma. Þetta gefur rosalega góð fyrirheit og vonandi get ég haldið svona áfram, og bætt ennþá við á næsta ári. Þá held ég að þetta sé alveg möguleiki [að komast á Ólympíuleikana].“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjá meira