Silver Cross barnavagnar til sýnis á Skagaströnd Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2023 12:31 Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana. Aðsend Þrettán Silver Cross barnavagnar eru nú til sýnis á Skagaströnd en kona á staðnum hefur safnað vögnunum saman og skrifað sögu hvers og eins. Hún segir glæsileikann verða merkilegast við Silver Cross vagna. Það hefur verið heilmikil dagskrá í tengslum við sjómannadaginn á Skagströnd en dagskráin hófst á fimmtudaginn og líkur síðdegis í dag. Hluti af dagskránni er sýning á Silver Cross barnavögnum, sem fer fram í kjallaranum í Bjarmanesi. Þar eru 13 glæsilegir vagnar, sem Helena Mara Velemir á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. „Ég hef bara lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum hér á Skagaströnd. Ég byrjaði bara að hafa samband við þær konur, sem ég vissi að voru að geyma sína vagna og svo setti ég bara á Facebook síðu, sem við íbúar eigum hérna og óskaði eftir restinni. Flestir vagnanna eru bara ofboðslega vel með farnir því þetta er náttúrulega bara gull hjá þeim, sem geyma en eðlilega er farið að sjá á einhverjum líka. Margir þeirra orðnir 50 til 60 ára,“ segir Helena. Vagnarnir eru mjög flottir og vel með farnir.Aðsend En hvað er svona merkilegast við Silver Cross barnavagna að mati hennar? „Það er glæsileikinn, það er svo mikill stíll að vera með svona vagn. Þetta voru vagnar, sem voru mikið í notkun, gríðarlega mikið, það þekkja það allir.“ Hverjum barnavagni fylgir saga hans, sem Helena hefur tekið saman. „Já, ég fékk að hitta vagnaeigendur og fara aðeins yfir af hverju þær keyptu sér Silver Cross til að byrja með. Þeir eru allir rosalega flottir á litinn, rauðir, grænir, bláir og brúnir svo dæmi séu tekin,“ segir Helena. Íbúum á Skagaströnd og þar í nágrenninu, ásamt gestum sem eru á ferðinni geta barð vagnanna augum í dag á milli 16:00 og 18:00, sjómannadaginn. Og að lokum hvetur Helena eigendur Silver Cross barnavagna sem eru með vagna sína inn í geymslu að safna ryki að hafa samband við sig, hún geti alltaf bættum vögnum við í safnið sitt. Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana.Aðsend Skagaströnd Börn og uppeldi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Það hefur verið heilmikil dagskrá í tengslum við sjómannadaginn á Skagströnd en dagskráin hófst á fimmtudaginn og líkur síðdegis í dag. Hluti af dagskránni er sýning á Silver Cross barnavögnum, sem fer fram í kjallaranum í Bjarmanesi. Þar eru 13 glæsilegir vagnar, sem Helena Mara Velemir á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. „Ég hef bara lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum hér á Skagaströnd. Ég byrjaði bara að hafa samband við þær konur, sem ég vissi að voru að geyma sína vagna og svo setti ég bara á Facebook síðu, sem við íbúar eigum hérna og óskaði eftir restinni. Flestir vagnanna eru bara ofboðslega vel með farnir því þetta er náttúrulega bara gull hjá þeim, sem geyma en eðlilega er farið að sjá á einhverjum líka. Margir þeirra orðnir 50 til 60 ára,“ segir Helena. Vagnarnir eru mjög flottir og vel með farnir.Aðsend En hvað er svona merkilegast við Silver Cross barnavagna að mati hennar? „Það er glæsileikinn, það er svo mikill stíll að vera með svona vagn. Þetta voru vagnar, sem voru mikið í notkun, gríðarlega mikið, það þekkja það allir.“ Hverjum barnavagni fylgir saga hans, sem Helena hefur tekið saman. „Já, ég fékk að hitta vagnaeigendur og fara aðeins yfir af hverju þær keyptu sér Silver Cross til að byrja með. Þeir eru allir rosalega flottir á litinn, rauðir, grænir, bláir og brúnir svo dæmi séu tekin,“ segir Helena. Íbúum á Skagaströnd og þar í nágrenninu, ásamt gestum sem eru á ferðinni geta barð vagnanna augum í dag á milli 16:00 og 18:00, sjómannadaginn. Og að lokum hvetur Helena eigendur Silver Cross barnavagna sem eru með vagna sína inn í geymslu að safna ryki að hafa samband við sig, hún geti alltaf bættum vögnum við í safnið sitt. Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana.Aðsend
Skagaströnd Börn og uppeldi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira