„Þú mátt aldrei panika, þá ferðu að hugsa vitlaust“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2023 20:01 Gylfi Dagur og Eva stóðu sig eins og hetjur í prófi í blindri reykköfun og stóðust prófið með prýði. Þau dreymir um að starfa í slökkviliðinu og ef allt gengur að óskum hefja þau störf í sumar. Vísir/Arnar Blind reykköfun, vatnssöfnun og ákvarðanataka undir gífurlegu álagi er meðal þess sem nemar í slökkviliðsfræðum voru prófaðir í þegar lokapróf í greininni fóru fram í gær. Nemendurnir segja úthaldið og baráttu við hausinn það erfiðasta. Margir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir urðu varir við mikinn viðbúnað og fjölda slökkviliðsbíla við Laugaveg í gærmorgun. Þó var engin hætta á ferðum heldur var um að ræða lokapróf í Slökkviliðsfræðum. „Við erum að klára hérna fjögurra vikna lotu þar sem við þjálfum nýja slökkviliðsmenn, áður en þeir koma til vinnu hjá okkur,“ segir Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Við fylgdumst með Evu Eiríksdóttur og Gylfa Degi Leifsyni taka próf í blindri reykköfun, verkefni sem augljóslega reyndi mikið á bæði andlega og líkamlega líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. „Það gekk held ég bara ljómandi vel,“ segir Gylfi. „Hún var reykkafari eitt, svo hún stýrði leiðinni og ég var reykkafari tvö, þannig ég elti bara og reyndi að finna manneskju, eða dúkku. Ég dreg dúkkuna og Eva fylgir mér út. Hún þarf að vita rýmisgreindina og rata aftur til baka.“ Flautið sem heyrist í myndbandinu þýðir að súrefnið hjá reykköfurum er að klárast. Það þýðir að þeir þurfi að koma sér út eins og skot og meta hvort þau nái að koma manneskjunni, eða dúkkunni í þessu tilfelli, út með sér. „Við vorum langt inni og einmitt með dúkkur svo þetta var svolítið riský en þetta tókst. Það eru svona sex mínútur sem við höfum til að koma okkur út. Við eigum í rauninni aldrei að heyra flautið en þegar við heyrum það er það bara bara beinustu leið út,“ útskýrir Gylfi. Mikil barátta við hausinn Var aldrei spurning um að taka dúkkurnar með? „Það var spurning jú, en af því að ég náði að halda á þeim, þær voru ekki svo þungar, þá tókum við sénsinn. Það var alveg tæpt.“ Eva segir æfinguna hafa verið mjög skemmtilega en augljóslega krefjandi. Úthaldið sé það erfiðasta. Gylfi tekur undir það og bætir við að þessu fylgi „mikil barátta við hausinn“ og á þar við margar ákvarðanir sem þarf að taka undir álagi. Þú mátt ekki missa haus og verður að halda ró þinni. Aldrei panika, þá ferðu að hugsa vitlaust. Aðspurð um hvað það sé sem heilli þau við slökkviliðsstarfið segir Eva að hún hafi bæði unnið á spítala og í björgunarsveit og slökkviliðsstarfið sé góð blanda af þessu tvennu. „Og bara hraðinn, það er alltaf eitthvað nýtt. Það kemur bara útkall og þú veist ekki hvað þú ert að fara í.“ Gylfi segir blátt áfram: „Ég bara elska aksjón, mikið að gera og gaman.“ Nemendur í slökkviliðsfræðum þreyttu fjölbreytt lokapróf í gær.Vísir/Arnar Erfitt og krefjandi starf en mjög gefandi Guðmundur varðstjóri segir slökkviliðsmenn þurfa að vera gæddir fjölbreyttum eiginleikum. „Það eru náttúrulega líkamlegar kröfur, þú þarft að vera í ágætu formi. En síðan er það ekki síður mikilvægt að búa yfir andlegum styrk og yfirvegun. Það skiptir miklu máli að geta hugsað rökrétt undir álagi. Það er eitt af því sem við látum reyna mikið á í þjálfun, að þau séu að taka réttar ákvarðanir.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur verið í Slökkviliðinu í tæp þrjátíu ár.Vísir/Arnar Sjálfur hefur Guðmundur verið í slökkviliðinu í tæp 30 ár. Hann segir vinnufélagana það besta við starfið auk þess að láta gott af sér leiða. Hann hvetur áhugasama til að sækja um. „Starfið er erfitt og krefjandi en það er mjög gefandi. Þess vegna er ég ennþá hér eftir tæp 30 ár.“ Slökkvilið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Margir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir urðu varir við mikinn viðbúnað og fjölda slökkviliðsbíla við Laugaveg í gærmorgun. Þó var engin hætta á ferðum heldur var um að ræða lokapróf í Slökkviliðsfræðum. „Við erum að klára hérna fjögurra vikna lotu þar sem við þjálfum nýja slökkviliðsmenn, áður en þeir koma til vinnu hjá okkur,“ segir Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Við fylgdumst með Evu Eiríksdóttur og Gylfa Degi Leifsyni taka próf í blindri reykköfun, verkefni sem augljóslega reyndi mikið á bæði andlega og líkamlega líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. „Það gekk held ég bara ljómandi vel,“ segir Gylfi. „Hún var reykkafari eitt, svo hún stýrði leiðinni og ég var reykkafari tvö, þannig ég elti bara og reyndi að finna manneskju, eða dúkku. Ég dreg dúkkuna og Eva fylgir mér út. Hún þarf að vita rýmisgreindina og rata aftur til baka.“ Flautið sem heyrist í myndbandinu þýðir að súrefnið hjá reykköfurum er að klárast. Það þýðir að þeir þurfi að koma sér út eins og skot og meta hvort þau nái að koma manneskjunni, eða dúkkunni í þessu tilfelli, út með sér. „Við vorum langt inni og einmitt með dúkkur svo þetta var svolítið riský en þetta tókst. Það eru svona sex mínútur sem við höfum til að koma okkur út. Við eigum í rauninni aldrei að heyra flautið en þegar við heyrum það er það bara bara beinustu leið út,“ útskýrir Gylfi. Mikil barátta við hausinn Var aldrei spurning um að taka dúkkurnar með? „Það var spurning jú, en af því að ég náði að halda á þeim, þær voru ekki svo þungar, þá tókum við sénsinn. Það var alveg tæpt.“ Eva segir æfinguna hafa verið mjög skemmtilega en augljóslega krefjandi. Úthaldið sé það erfiðasta. Gylfi tekur undir það og bætir við að þessu fylgi „mikil barátta við hausinn“ og á þar við margar ákvarðanir sem þarf að taka undir álagi. Þú mátt ekki missa haus og verður að halda ró þinni. Aldrei panika, þá ferðu að hugsa vitlaust. Aðspurð um hvað það sé sem heilli þau við slökkviliðsstarfið segir Eva að hún hafi bæði unnið á spítala og í björgunarsveit og slökkviliðsstarfið sé góð blanda af þessu tvennu. „Og bara hraðinn, það er alltaf eitthvað nýtt. Það kemur bara útkall og þú veist ekki hvað þú ert að fara í.“ Gylfi segir blátt áfram: „Ég bara elska aksjón, mikið að gera og gaman.“ Nemendur í slökkviliðsfræðum þreyttu fjölbreytt lokapróf í gær.Vísir/Arnar Erfitt og krefjandi starf en mjög gefandi Guðmundur varðstjóri segir slökkviliðsmenn þurfa að vera gæddir fjölbreyttum eiginleikum. „Það eru náttúrulega líkamlegar kröfur, þú þarft að vera í ágætu formi. En síðan er það ekki síður mikilvægt að búa yfir andlegum styrk og yfirvegun. Það skiptir miklu máli að geta hugsað rökrétt undir álagi. Það er eitt af því sem við látum reyna mikið á í þjálfun, að þau séu að taka réttar ákvarðanir.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur verið í Slökkviliðinu í tæp þrjátíu ár.Vísir/Arnar Sjálfur hefur Guðmundur verið í slökkviliðinu í tæp 30 ár. Hann segir vinnufélagana það besta við starfið auk þess að láta gott af sér leiða. Hann hvetur áhugasama til að sækja um. „Starfið er erfitt og krefjandi en það er mjög gefandi. Þess vegna er ég ennþá hér eftir tæp 30 ár.“
Slökkvilið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira