Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2023 09:22 Úkraínskir hermenn að störfum á Donbas-svæðinu svokallaða í austurhluta Úkraínu. Getty/Lev Radi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. „Ég veit ekki hve langan tíma hún mun taka,“ sagði Selenskí um gagnsóknina í viðtali við Wall Street Journal. „Í sannleikanum sagt getur hún farið á ýmsa vegu. En við ætlum að gera þetta og við erum tilbúin.“ Úkraínumenn hafa í vetur myndað nýjar hersveitir sem margar eru búnir vestrænum skrið- og bryndrekum og þjálfaðar af herjum Atlantshafsbandalagsins. Þessar væntanlegu gagnsókn Úkraínumanna hefur verið lýst sem vorsókn en fyrir um þremur vikum sagði Selenskí að Úkraínumenn þyrftu meiri tíma. Selenskí sagði þá að þörf væri á frekari hergögnum til að forðast óþarfa dauðsföll úkraínskra hermanna. Sjá einnig: Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Í áðurnefndu viðtali sem birt var í morgun, segir Selenskí að enn sé þörf á hergögnum og þá sérstaklega skotfærum fyrir Patriot-loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa. Skotfærin þyrfti til að verja óbreytta borgara gegn árásum Rússa en þeir hafa gert tíðar og umfangsmiklar árásir á úkraínskar borgir á undanförnum víkum. Selenskí sagði að einnig þyrfti skotfæri til að verja hermenn á víglínunni. Hann viðurkenndi að Rússar hefðu yfirráð í loftunum yfir víglínunni og sagði það geta leitt til þess að margir úkraínskir hermenn falli í gagnsókninni. „Við hefðum viljað fá tiltekna hluti en við getum ekki beðið í marga mánuði,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að úkraínskir hermenn væru öflugri en þeir rússnesku og þeir hefðu meiri baráttuanda. Frá þjálfun úkraínskra hermanna í Karkív-héraði.AP/Andrii Marienko Reyna að grafa undan birgðaneti Rússa Frá því Selenskí sagði Úkraínumenn þurfa meiri tíma hafa þeir fengið frekari hergagnasendingar og þar á meðal voru Storm Shadow stýriflaugar frá Bretlandi og Frakklandi. þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Það hefur gefið Úkraínumönnum færi á því að gera árásir á betur varin skotmörk en áður og í meiri fjarlægð en áður. Stýriflaugarnar hafa verið notaðar til að grafa undan birgðaneti Rússa og skipulagi í aðdraganda gagnsóknarinnar. Sjá einnig: Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Sérfræðingar bresku hugveitunnar Royal United Services Institution, sem er elsta hugveita heimsins sem fjallar um hernað, segja að til að ná árangri sé mikilvægt fyrir Úkraínumenn að komast í gegnum varnir Rússa og hersveitum Rússa á hreyfingu. Þannig gætu Rússar misst allt skipulag og samheldni. Hafa byggt upp varnir Rússar reyndu að sækja fram víða á víglínunni í austurhluta Úkraínu en með verulega takmörkuðum árangri. Þeirra helsti árangur var að ná bænum Bakhmut eftir tæplega árs baráttu og með gífurlegum tilkostnaði í mannafla, skotfærum og öðrum hergögnum. Samhliða vetursókninni voru Rússar að byggja upp varnir í suðri og í austri. Varnir þessar eru umfangsmiklar og sjást á gervihnattarmyndum. Meðal annars felast þær á steyptum skriðdrekatálmum sem kallast „Drekatennur“ sem settir eru fyrir framan skotgrafir rússneskra hermanna. Rússar eru einnig taldir hafa komið fyrir miklu magni jarðsprengja. Úkraínumenn hafa einnig komið fyrir fjölmörgum jarðsprengjum víða og þurfa fyrst að komast yfir þær. Talið er að varnir Rússa séu að mestu mannaðar kvaðmönnum, sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu og eru tiltölulega reynslulitlir eða hafa enga reynslu af herþjónustu. Það sama er þó upp á teningnum hjá Úkraínumönnum, þar sem nýjar hersveitir þeirra eru einnig að mestu skipaðar kvaðmönnum. Vill inngöngu strax eftir stríð Selenskí sagði einnig í viðtalinu við WSJ að honum þætti mikilvægt að Úkraínumönnum yrði greidd leið að inngöngu í NATO á leiðtogafundinum í Litháen í næsta mánuði. Hann segist átta sig á því að einhverjir leiðtogar NATO óttuðust að hleypa Úkraínumönnum inn af ótta við Rússa. Forsetinn sagðist einnig ekki búast við því að Úkraínumenn fengu inngöngu á meðan þeir eiga í átökum við Rússa en hann vilji viðurkenningu á því að innganga muni eiga sér stað eftir að stríðinu lýkur. Selenskí sagðist þó ekki vita hvort slík fyrirheit væru í boði fyrir Úkraínumenn í Litháen í næsta mánuði. Sérfræðingar búast margir hverjir við því að Úkraínumenn muni reyna að sækja fram í Saporisjía héraði, með því markmiði að skera á landbrú Rússa til Krímskaga. Með því að sækja fram alla leið að ströndum Asóvhafs myndu Úkraínumenn einnig hafa færi á því að skjóta eldflaugum á brúnna yfir Kerch-sund og skip á hafinu. Rússar eru sagðir hafa senta marga hermenn þangað á undanförnum mánuðum. Rússneskur herbloggari sagði frá því í morgun að Úkraínumenn væru að gera umfangsmiklar stórskotaliðsárásir á rússneska hermenn í héraðinu, sem hefðu takmarkaða getu til að svara fyrir sig. Kvartaði hann yfir því að skothríð Úkraínumanna væri ekki svarað. Russian reporter Sladkov, who is known for his reassuring posts, says the Russian army is completely lacking counter-battery fire, and notifies of "unpleasant events" in Zaporizhzhia direction, a place where an important Ukrainian strike might occur during the counter-offensive. pic.twitter.com/3MScjCFeMD— Dmitri (@wartranslated) June 3, 2023 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir Umfangsmikil eldflaugaárás á Kænugarð í morgun Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls. 2. júní 2023 06:35 Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. 1. júní 2023 14:04 Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Skipa Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum Yfirvöld í Þýskalandi hafa gert Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra þar í landi. Það er í kjölfar þess að ráðamenn í Rússlandi settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi. 31. maí 2023 20:27 Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
„Ég veit ekki hve langan tíma hún mun taka,“ sagði Selenskí um gagnsóknina í viðtali við Wall Street Journal. „Í sannleikanum sagt getur hún farið á ýmsa vegu. En við ætlum að gera þetta og við erum tilbúin.“ Úkraínumenn hafa í vetur myndað nýjar hersveitir sem margar eru búnir vestrænum skrið- og bryndrekum og þjálfaðar af herjum Atlantshafsbandalagsins. Þessar væntanlegu gagnsókn Úkraínumanna hefur verið lýst sem vorsókn en fyrir um þremur vikum sagði Selenskí að Úkraínumenn þyrftu meiri tíma. Selenskí sagði þá að þörf væri á frekari hergögnum til að forðast óþarfa dauðsföll úkraínskra hermanna. Sjá einnig: Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Í áðurnefndu viðtali sem birt var í morgun, segir Selenskí að enn sé þörf á hergögnum og þá sérstaklega skotfærum fyrir Patriot-loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa. Skotfærin þyrfti til að verja óbreytta borgara gegn árásum Rússa en þeir hafa gert tíðar og umfangsmiklar árásir á úkraínskar borgir á undanförnum víkum. Selenskí sagði að einnig þyrfti skotfæri til að verja hermenn á víglínunni. Hann viðurkenndi að Rússar hefðu yfirráð í loftunum yfir víglínunni og sagði það geta leitt til þess að margir úkraínskir hermenn falli í gagnsókninni. „Við hefðum viljað fá tiltekna hluti en við getum ekki beðið í marga mánuði,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að úkraínskir hermenn væru öflugri en þeir rússnesku og þeir hefðu meiri baráttuanda. Frá þjálfun úkraínskra hermanna í Karkív-héraði.AP/Andrii Marienko Reyna að grafa undan birgðaneti Rússa Frá því Selenskí sagði Úkraínumenn þurfa meiri tíma hafa þeir fengið frekari hergagnasendingar og þar á meðal voru Storm Shadow stýriflaugar frá Bretlandi og Frakklandi. þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Það hefur gefið Úkraínumönnum færi á því að gera árásir á betur varin skotmörk en áður og í meiri fjarlægð en áður. Stýriflaugarnar hafa verið notaðar til að grafa undan birgðaneti Rússa og skipulagi í aðdraganda gagnsóknarinnar. Sjá einnig: Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Sérfræðingar bresku hugveitunnar Royal United Services Institution, sem er elsta hugveita heimsins sem fjallar um hernað, segja að til að ná árangri sé mikilvægt fyrir Úkraínumenn að komast í gegnum varnir Rússa og hersveitum Rússa á hreyfingu. Þannig gætu Rússar misst allt skipulag og samheldni. Hafa byggt upp varnir Rússar reyndu að sækja fram víða á víglínunni í austurhluta Úkraínu en með verulega takmörkuðum árangri. Þeirra helsti árangur var að ná bænum Bakhmut eftir tæplega árs baráttu og með gífurlegum tilkostnaði í mannafla, skotfærum og öðrum hergögnum. Samhliða vetursókninni voru Rússar að byggja upp varnir í suðri og í austri. Varnir þessar eru umfangsmiklar og sjást á gervihnattarmyndum. Meðal annars felast þær á steyptum skriðdrekatálmum sem kallast „Drekatennur“ sem settir eru fyrir framan skotgrafir rússneskra hermanna. Rússar eru einnig taldir hafa komið fyrir miklu magni jarðsprengja. Úkraínumenn hafa einnig komið fyrir fjölmörgum jarðsprengjum víða og þurfa fyrst að komast yfir þær. Talið er að varnir Rússa séu að mestu mannaðar kvaðmönnum, sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu og eru tiltölulega reynslulitlir eða hafa enga reynslu af herþjónustu. Það sama er þó upp á teningnum hjá Úkraínumönnum, þar sem nýjar hersveitir þeirra eru einnig að mestu skipaðar kvaðmönnum. Vill inngöngu strax eftir stríð Selenskí sagði einnig í viðtalinu við WSJ að honum þætti mikilvægt að Úkraínumönnum yrði greidd leið að inngöngu í NATO á leiðtogafundinum í Litháen í næsta mánuði. Hann segist átta sig á því að einhverjir leiðtogar NATO óttuðust að hleypa Úkraínumönnum inn af ótta við Rússa. Forsetinn sagðist einnig ekki búast við því að Úkraínumenn fengu inngöngu á meðan þeir eiga í átökum við Rússa en hann vilji viðurkenningu á því að innganga muni eiga sér stað eftir að stríðinu lýkur. Selenskí sagðist þó ekki vita hvort slík fyrirheit væru í boði fyrir Úkraínumenn í Litháen í næsta mánuði. Sérfræðingar búast margir hverjir við því að Úkraínumenn muni reyna að sækja fram í Saporisjía héraði, með því markmiði að skera á landbrú Rússa til Krímskaga. Með því að sækja fram alla leið að ströndum Asóvhafs myndu Úkraínumenn einnig hafa færi á því að skjóta eldflaugum á brúnna yfir Kerch-sund og skip á hafinu. Rússar eru sagðir hafa senta marga hermenn þangað á undanförnum mánuðum. Rússneskur herbloggari sagði frá því í morgun að Úkraínumenn væru að gera umfangsmiklar stórskotaliðsárásir á rússneska hermenn í héraðinu, sem hefðu takmarkaða getu til að svara fyrir sig. Kvartaði hann yfir því að skothríð Úkraínumanna væri ekki svarað. Russian reporter Sladkov, who is known for his reassuring posts, says the Russian army is completely lacking counter-battery fire, and notifies of "unpleasant events" in Zaporizhzhia direction, a place where an important Ukrainian strike might occur during the counter-offensive. pic.twitter.com/3MScjCFeMD— Dmitri (@wartranslated) June 3, 2023
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir Umfangsmikil eldflaugaárás á Kænugarð í morgun Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls. 2. júní 2023 06:35 Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. 1. júní 2023 14:04 Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Skipa Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum Yfirvöld í Þýskalandi hafa gert Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra þar í landi. Það er í kjölfar þess að ráðamenn í Rússlandi settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi. 31. maí 2023 20:27 Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Umfangsmikil eldflaugaárás á Kænugarð í morgun Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls. 2. júní 2023 06:35
Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. 1. júní 2023 14:04
Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37
Skipa Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum Yfirvöld í Þýskalandi hafa gert Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra þar í landi. Það er í kjölfar þess að ráðamenn í Rússlandi settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi. 31. maí 2023 20:27
Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51