„Haldið þið að Ísland sé öruggt ríki?“ Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir skrifar 2. júní 2023 21:31 Það sækir á mig sorg í dag, hugur minn er hjá Helgu Sif og börnunum hennar. Í dag er ár síðan það var endanlega staðfest fyrir mér hið eiginlega gildismat sem ræður för í framkomu stjórnvalda gagnvart konum og börnum. Ég er líka reið. Í dag sækir að mér óhugnaður því ég greini engin takmörk á því hversu langt kerfið er tilbúið til að ganga til að réttlæta sína eigin hegðun, sínar eigin ákvarðanir og rangláta breytni án iðrunar. Stolt kerfi, með risastórt sært egó er tilbúið til að fórna lífum annarra til að hafa „rétt fyrir sér“. Því harðar sem þú gengur á eftir því að fá réttlæti því hættulegra verður kerfið þér. Að minnsta kosti ef þú ert kona eða barn sem hefur þolað ofbeldi af hálfu „heimilisföður“ svo ég tali ekki útfyrir mína eigin reynslu. Ég minnist þessa dags, 2. júní fyrir ári síðan, þegar ég varð vitni og viðstödd sjö klukkustunda aðför Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á Barnaspítala Hringsins þar sem barnið sem átti að sækja var að þiggja þjónustu. Ég man ekki lengur hvað voru margir lögreglubílar á hringsóli í kringum spítalann, af einhverjum ástæðum, en á einum tímapunkti voru þeir amk þrír. Aðgerðinni er réttast lýst sem eiginlegri handtöku á barni. Ég viðurkenni að ég var móð og másandi eftir hlaupin upp stigann, þegar ég labbaði inn ganginn í átt að fulltrúum ríkisins sem þar stóðu, en það útskýrir samt ekki hranalegt viðmót sýslumannsfulltrúans sem mætti mér. Þegar hún sagði mér að ég mætti ekki vera þarna, sagði ég henni, sem bar ábyrgð á framkvæmdinni, að ég væri þarna til að styðja vinkonu mína og barnið hennar og að hún réði ekki yfir göngum spítalans. Hún sagði mér þá eins og til að sannfæra einhvern annan, að það væri hún sem væri að gæta hagsmuna barnsins svo ég endurtók orðin hennar upphátt í spurnartón til þess að sjá hvort hún heyrði kannski hversu fáránlega þau hljómuðu þar sem hún stóð með hersingu manns, lögreglu og barnavernd ásamt lögmanni föður í hælaskóm og stuttum kjól eins hún væri á leið í kokteilboð í hádeginu, við lokaðar og byrgðar dyr á spítalanum, þar sem barnið var inni í miklu uppnámi yfir því að ætti að þvinga hann til pabba síns. Móðirin var auðvitað skömmuð fyrir það að barnið væri í uppnámi henni kennt um aðgerðina og auðvitað átti það að vera hennar hlutverk að róa barnið og telja honum hughvarf, svo að hún væri líka ábyrg fyrir því að senda barnið aftur inn í helvítið sem þau voru að reyna flýja. Það tók sjö klukkustundir að brjóta vilja barnsins á bak aftur, þess vegna og einungis þess vegna varði aðgerðin svona lengi. Skilaboðin voru skýr frá þessu fullorðna fólki til hans; það sem þú segir skiptir ekki máli, við trúum þér ekki, það skiptir engu máli hvernig þér líður drengur, það skiptir engu máli hvað þú vilt, við megum meiða þig og það má meiða þig, það má þvinga þig, það má pína þig, þú skiptir engu máli. Mér er það til efs að þetta barn muni nokkurn tíma treysta íslenskum stjórnvöldum eða finnast hann geta treyst ókunnugu fullorðnu fólki sem ber titla sem ekkert barn ætti að þurfa tengja við örvæntinguna sem fylgir slíkri valdníðslu. Núna ári seinna ætla sömu aðilar með sömu nöfnin, með nýja heimild frá Landsrétti að fara sækja barnið aftur með aðför svo að megi örugglega þvinga barnið aftur til föðurins sem í dag hefur stöðu sakbornings í lögreglurannsókn á brotum sem barnið sagði frá, allt eftir kerfisins reglum, í Barnahúsi eftir að sýslumaður þvingaði hann í samvistirnar með föður sínum í fyrra. Faðir hefur reyndar líka stöðu sakbornings í lögreglurannsókn vegna nýlegra ætlaðra ofbeldisbrota gegn Helgu Sif, en það er eins og hættan sem steðjar að þeim vegna þessa sé eitthvert aukaatriði í höfði lagakerfisins. Helga Sif sem nýlega opnaði sig um núverandi stöðu sína og barnanna í opinni FB- færslu, segist hafa í hlýðni og ótta við refsivönd kerfisins hafa þagað í heilt ár. En þögn hennar hafi engu skilað nema enn grófara og gengdarlausu ofbeldi með ógnarstjórn og niðurbroti barnanna hennar allra. Ég hef orðið vitni að ýmsu um ævina en ég vil ALDREI aftur sjá eina móður eins niðurbrotna, svikna og særða og ég sá Helgu Sif þegar lögreglan leiddi hana út af deildinni á ganginn þar sem hún huldi andlitið. Við vorum margar sem beygðum af þá, samt stjarfar af taugaspennu. Ég sjálf vil ALDREI að nokkuð viðlíka gerist aftur og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að það verði ekki. Miðað við hvernig kerfið, fólkið í kerfinu, fer með vald sitt í þessu máli sem ég hef fylgst með í meira en ár, veit ég fyrir víst að hvaða móðir sem er getur fundið sig í þeim sporum sem Helga Sif er í með börnin sín. Ef einhver spyr mig um sannleikann þá er hann sá að hún og börnin hennar sögðu frá ofbeldi barnsföður hennar og síðan hafa dómarar, sýslumaður, og barnaverndaryfirvöld í „samráði“ við lögreglu, farið með Helgu og börnin öll eins og grunaða glæpamenn. En enginn er að spyrja mig, sem er líklega ástæða þess að ég er að skrifa þetta núna. En ég er þakklát fyrir samstöðuna, öllum þeim sem stóðu vörðinn á spítalanum þennan dag, stóðu með Helgu Sif og barninu hennar og gera enn í dag sem einn maður væri, af skilyrðislausum náungakærleika, sem þýðir líka að það er von. Það er hvorki mitt að fyrirgefa eða útskýra þá grimmd sem ríkið hefur sýnt af sér í þessu máli eða hegðun einstaka fulltrúa þess, en ég ætla enn að trúa því að fólkið sem er samfélagið vilji þetta ekki. Þau sem vilja styðja við Helgu Sif og börnin hennar er bent á þessa söfnunarrsíðu: https://bmc.link/sifhelga83v Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það sækir á mig sorg í dag, hugur minn er hjá Helgu Sif og börnunum hennar. Í dag er ár síðan það var endanlega staðfest fyrir mér hið eiginlega gildismat sem ræður för í framkomu stjórnvalda gagnvart konum og börnum. Ég er líka reið. Í dag sækir að mér óhugnaður því ég greini engin takmörk á því hversu langt kerfið er tilbúið til að ganga til að réttlæta sína eigin hegðun, sínar eigin ákvarðanir og rangláta breytni án iðrunar. Stolt kerfi, með risastórt sært egó er tilbúið til að fórna lífum annarra til að hafa „rétt fyrir sér“. Því harðar sem þú gengur á eftir því að fá réttlæti því hættulegra verður kerfið þér. Að minnsta kosti ef þú ert kona eða barn sem hefur þolað ofbeldi af hálfu „heimilisföður“ svo ég tali ekki útfyrir mína eigin reynslu. Ég minnist þessa dags, 2. júní fyrir ári síðan, þegar ég varð vitni og viðstödd sjö klukkustunda aðför Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á Barnaspítala Hringsins þar sem barnið sem átti að sækja var að þiggja þjónustu. Ég man ekki lengur hvað voru margir lögreglubílar á hringsóli í kringum spítalann, af einhverjum ástæðum, en á einum tímapunkti voru þeir amk þrír. Aðgerðinni er réttast lýst sem eiginlegri handtöku á barni. Ég viðurkenni að ég var móð og másandi eftir hlaupin upp stigann, þegar ég labbaði inn ganginn í átt að fulltrúum ríkisins sem þar stóðu, en það útskýrir samt ekki hranalegt viðmót sýslumannsfulltrúans sem mætti mér. Þegar hún sagði mér að ég mætti ekki vera þarna, sagði ég henni, sem bar ábyrgð á framkvæmdinni, að ég væri þarna til að styðja vinkonu mína og barnið hennar og að hún réði ekki yfir göngum spítalans. Hún sagði mér þá eins og til að sannfæra einhvern annan, að það væri hún sem væri að gæta hagsmuna barnsins svo ég endurtók orðin hennar upphátt í spurnartón til þess að sjá hvort hún heyrði kannski hversu fáránlega þau hljómuðu þar sem hún stóð með hersingu manns, lögreglu og barnavernd ásamt lögmanni föður í hælaskóm og stuttum kjól eins hún væri á leið í kokteilboð í hádeginu, við lokaðar og byrgðar dyr á spítalanum, þar sem barnið var inni í miklu uppnámi yfir því að ætti að þvinga hann til pabba síns. Móðirin var auðvitað skömmuð fyrir það að barnið væri í uppnámi henni kennt um aðgerðina og auðvitað átti það að vera hennar hlutverk að róa barnið og telja honum hughvarf, svo að hún væri líka ábyrg fyrir því að senda barnið aftur inn í helvítið sem þau voru að reyna flýja. Það tók sjö klukkustundir að brjóta vilja barnsins á bak aftur, þess vegna og einungis þess vegna varði aðgerðin svona lengi. Skilaboðin voru skýr frá þessu fullorðna fólki til hans; það sem þú segir skiptir ekki máli, við trúum þér ekki, það skiptir engu máli hvernig þér líður drengur, það skiptir engu máli hvað þú vilt, við megum meiða þig og það má meiða þig, það má þvinga þig, það má pína þig, þú skiptir engu máli. Mér er það til efs að þetta barn muni nokkurn tíma treysta íslenskum stjórnvöldum eða finnast hann geta treyst ókunnugu fullorðnu fólki sem ber titla sem ekkert barn ætti að þurfa tengja við örvæntinguna sem fylgir slíkri valdníðslu. Núna ári seinna ætla sömu aðilar með sömu nöfnin, með nýja heimild frá Landsrétti að fara sækja barnið aftur með aðför svo að megi örugglega þvinga barnið aftur til föðurins sem í dag hefur stöðu sakbornings í lögreglurannsókn á brotum sem barnið sagði frá, allt eftir kerfisins reglum, í Barnahúsi eftir að sýslumaður þvingaði hann í samvistirnar með föður sínum í fyrra. Faðir hefur reyndar líka stöðu sakbornings í lögreglurannsókn vegna nýlegra ætlaðra ofbeldisbrota gegn Helgu Sif, en það er eins og hættan sem steðjar að þeim vegna þessa sé eitthvert aukaatriði í höfði lagakerfisins. Helga Sif sem nýlega opnaði sig um núverandi stöðu sína og barnanna í opinni FB- færslu, segist hafa í hlýðni og ótta við refsivönd kerfisins hafa þagað í heilt ár. En þögn hennar hafi engu skilað nema enn grófara og gengdarlausu ofbeldi með ógnarstjórn og niðurbroti barnanna hennar allra. Ég hef orðið vitni að ýmsu um ævina en ég vil ALDREI aftur sjá eina móður eins niðurbrotna, svikna og særða og ég sá Helgu Sif þegar lögreglan leiddi hana út af deildinni á ganginn þar sem hún huldi andlitið. Við vorum margar sem beygðum af þá, samt stjarfar af taugaspennu. Ég sjálf vil ALDREI að nokkuð viðlíka gerist aftur og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að það verði ekki. Miðað við hvernig kerfið, fólkið í kerfinu, fer með vald sitt í þessu máli sem ég hef fylgst með í meira en ár, veit ég fyrir víst að hvaða móðir sem er getur fundið sig í þeim sporum sem Helga Sif er í með börnin sín. Ef einhver spyr mig um sannleikann þá er hann sá að hún og börnin hennar sögðu frá ofbeldi barnsföður hennar og síðan hafa dómarar, sýslumaður, og barnaverndaryfirvöld í „samráði“ við lögreglu, farið með Helgu og börnin öll eins og grunaða glæpamenn. En enginn er að spyrja mig, sem er líklega ástæða þess að ég er að skrifa þetta núna. En ég er þakklát fyrir samstöðuna, öllum þeim sem stóðu vörðinn á spítalanum þennan dag, stóðu með Helgu Sif og barninu hennar og gera enn í dag sem einn maður væri, af skilyrðislausum náungakærleika, sem þýðir líka að það er von. Það er hvorki mitt að fyrirgefa eða útskýra þá grimmd sem ríkið hefur sýnt af sér í þessu máli eða hegðun einstaka fulltrúa þess, en ég ætla enn að trúa því að fólkið sem er samfélagið vilji þetta ekki. Þau sem vilja styðja við Helgu Sif og börnin hennar er bent á þessa söfnunarrsíðu: https://bmc.link/sifhelga83v Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun