Helgi Andri segir upp og biður konunnar Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2023 22:04 Helgi Andri Jónsson. Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ Helgi segir að á þeim rúmu tíu árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi SalesCloud vegnað vel. „SalesCloud hefur náð að hrista verulega upp í íslenska markaðnum og ryðja sér til rúms í geira sölulausna og það fyllir mig gríðarlegu stolti. Fyrirtækið er nú mikilvægur hlekkur í verslun í íslensku samfélagi og vinnur með yfir eina milljón greiðslna í mánuði hverjum. Vaxtarhraði þess í dag er enn mjög mikill og fer meira að segja fram úr vaxtarhraða síðasta árs. Á yfirstandandi ársfjórðungi höfum við náð að loka fleiri samningum en á sama tíma í fyrra og það er áður en tekið er tillit til júnítekna,“ segir Helgi í áðurnefndri yfirlýsingu. Þá segir hann mikið þrekvirki hafa unnist á tímum Covid og segist hann stoltur af því verki sem hann og starfsfólk hans hafi unnið. Framlag starfsfólksins hafi verið ómetanlegt og þakkar Helgi einnig fjárfestum sem færðu fyrirtækinu nauðsynlegt fjármagn. „Á persónulegum nótum þá langar mig að þakka fjölskyldunni minni fyrir að þola mig á þessum tíma. Þeirra stuðningur hefur verið leiðarljós mitt að von á erfiðum tímum. Ég er líka mjög þakklátur fyrir stuðning úr ólíkustu áttum og verið þannig hvattur áfram,“ segir Helgi. Hann segir síðasta árið ekki einungis verið krefjandi á atvinnusviðinu. Hann hafi orðið faðir í fyrsta sinn og sé að læra allt sem því fylgir. „Á stundum sem þessum er það svo skýrt hvað það er sem mestu máli skiptir. Fyrir mig er það fjölskyldan mín. Ég kýs að velja heill hennar fram yfir minn persónulega metnað til vinnu og vona að litli strákurinn minn lesi þetta einhvern tímann og verði stoltur af mér og þessari ákvörðun. Til lífsförunauts míns Kollu sem hefur alltaf verið kletturinn minn og alls engu síður í þessu ferðalagi mínu tengt vinnu. Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ spyr Helgi í lok yfirlýsingarinnar. Vistaskipti Ástin og lífið Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Helgi segir að á þeim rúmu tíu árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi SalesCloud vegnað vel. „SalesCloud hefur náð að hrista verulega upp í íslenska markaðnum og ryðja sér til rúms í geira sölulausna og það fyllir mig gríðarlegu stolti. Fyrirtækið er nú mikilvægur hlekkur í verslun í íslensku samfélagi og vinnur með yfir eina milljón greiðslna í mánuði hverjum. Vaxtarhraði þess í dag er enn mjög mikill og fer meira að segja fram úr vaxtarhraða síðasta árs. Á yfirstandandi ársfjórðungi höfum við náð að loka fleiri samningum en á sama tíma í fyrra og það er áður en tekið er tillit til júnítekna,“ segir Helgi í áðurnefndri yfirlýsingu. Þá segir hann mikið þrekvirki hafa unnist á tímum Covid og segist hann stoltur af því verki sem hann og starfsfólk hans hafi unnið. Framlag starfsfólksins hafi verið ómetanlegt og þakkar Helgi einnig fjárfestum sem færðu fyrirtækinu nauðsynlegt fjármagn. „Á persónulegum nótum þá langar mig að þakka fjölskyldunni minni fyrir að þola mig á þessum tíma. Þeirra stuðningur hefur verið leiðarljós mitt að von á erfiðum tímum. Ég er líka mjög þakklátur fyrir stuðning úr ólíkustu áttum og verið þannig hvattur áfram,“ segir Helgi. Hann segir síðasta árið ekki einungis verið krefjandi á atvinnusviðinu. Hann hafi orðið faðir í fyrsta sinn og sé að læra allt sem því fylgir. „Á stundum sem þessum er það svo skýrt hvað það er sem mestu máli skiptir. Fyrir mig er það fjölskyldan mín. Ég kýs að velja heill hennar fram yfir minn persónulega metnað til vinnu og vona að litli strákurinn minn lesi þetta einhvern tímann og verði stoltur af mér og þessari ákvörðun. Til lífsförunauts míns Kollu sem hefur alltaf verið kletturinn minn og alls engu síður í þessu ferðalagi mínu tengt vinnu. Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ spyr Helgi í lok yfirlýsingarinnar.
Vistaskipti Ástin og lífið Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf