Fuglaflensa ekki talin ástæða fjöldadauðans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2023 16:32 Ekki er talið að skæð fuglaflensa sé orsök þess að ritur og lundar hafi drepist unnvörpum að undanförnu. Vísir/Steingrímur Dúi Fuglaflensa er ekki talin ástæða fjöldadauða fugla sem hefur valdið vísindamönnum áhyggjum upp á síðkastið. Hundruð fugla hafa fundist dauð víða um land. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að talið sé ólíklegt að skæð fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi. Öll sýni úr dauðum lundum og ritum sem skoðuð hafi verið á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum hafi verið neikvæð. Þá segir að aðeins eitt tilfelli skæðrar fuglaflensu hafi greinst hér á landi það sem af er ári. Það var í stokkönd sem fannst dauð í mars. „Mikið var um skæða fuglaflensu í vetur í Evrópu, m.a. á vetrarstöðvum íslenskra farfugla, en tilfellum hefur fækkað mjög að undanförnu. Starfshópur um fuglaflensu, sem í eru sérfræðingar á Matvælastofnun, Háskóla Íslands og Tilraunastöð HÍ að Keldum, metur reglulega líkur á að fuglaflensa berist til landsins með farfuglum og hættu á að hún berist í alifugla. Nú þegar allar tegundir farfugla eru komnar til landsins og fuglaflensa hefur ekki greinst í neinum af þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið, eru að mati starfshópsins litlar líkur á að fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Óljóst hvað veldur Matvælastofnun hefur borist fjöldi tilkynninga um dauða í lundum á suðvesturhluta landsins að undanförnu, mest við Faxaflóa. Fréttastofa hefur fjallað um málið og ræddi meðal annars við fuglafræðing sem sagði ómögulegt að segja til um hvað byggi að baki fjöldadauða fuglanna. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund,“ sagði Sölvi Rúnar Vignisson fuglafræðingur þegar fréttastofa ræddi við hann um liðna helgi. Hann sagði þá að fæðuskortur gæti verið ástæða þess að fuglarnir dræpust í jafn miklum mæli og raun ber vitni, en taldi ólíklegt að ölduhæð eða ofsaveður ætti þátt í dauða þeirra. „Þótt taldar séu litlar líkur á að skæðar fuglaflensuveirur séu í villtum fuglum hér á landi um þessar mundir, hvetur Matvælastofnun fuglaeigendur til að gæta sóttvarna til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum. Stofnunin biður einnig almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits,“ segir í tilkynningu MAST. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að talið sé ólíklegt að skæð fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi. Öll sýni úr dauðum lundum og ritum sem skoðuð hafi verið á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum hafi verið neikvæð. Þá segir að aðeins eitt tilfelli skæðrar fuglaflensu hafi greinst hér á landi það sem af er ári. Það var í stokkönd sem fannst dauð í mars. „Mikið var um skæða fuglaflensu í vetur í Evrópu, m.a. á vetrarstöðvum íslenskra farfugla, en tilfellum hefur fækkað mjög að undanförnu. Starfshópur um fuglaflensu, sem í eru sérfræðingar á Matvælastofnun, Háskóla Íslands og Tilraunastöð HÍ að Keldum, metur reglulega líkur á að fuglaflensa berist til landsins með farfuglum og hættu á að hún berist í alifugla. Nú þegar allar tegundir farfugla eru komnar til landsins og fuglaflensa hefur ekki greinst í neinum af þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið, eru að mati starfshópsins litlar líkur á að fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Óljóst hvað veldur Matvælastofnun hefur borist fjöldi tilkynninga um dauða í lundum á suðvesturhluta landsins að undanförnu, mest við Faxaflóa. Fréttastofa hefur fjallað um málið og ræddi meðal annars við fuglafræðing sem sagði ómögulegt að segja til um hvað byggi að baki fjöldadauða fuglanna. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund,“ sagði Sölvi Rúnar Vignisson fuglafræðingur þegar fréttastofa ræddi við hann um liðna helgi. Hann sagði þá að fæðuskortur gæti verið ástæða þess að fuglarnir dræpust í jafn miklum mæli og raun ber vitni, en taldi ólíklegt að ölduhæð eða ofsaveður ætti þátt í dauða þeirra. „Þótt taldar séu litlar líkur á að skæðar fuglaflensuveirur séu í villtum fuglum hér á landi um þessar mundir, hvetur Matvælastofnun fuglaeigendur til að gæta sóttvarna til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum. Stofnunin biður einnig almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits,“ segir í tilkynningu MAST.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira