Íslendingar fá engar bætur vegna hópsýkingar í Ischgl Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 14:58 Ischgl er gríðarlega vinsæll skíðastaður. Í upphafi covid faraldursins komu margir Íslendingar smitaðir þaðan. Getty Alríkisdómstóll í Austurríki hefur sýknað austurríska ríkið í máli covid sjúklings sem smitaðist í skíðabænum Ischgl. Ischgl komst í heimsfréttirnar í upphafi faraldursins þegar stóran hluta smita Evrópu mátti rekja þangað. Sá sem kærði málið var þýskur ferðamaður sem ferðaðist til Ischgl í Tírol héraði þann 7. mars árið 2020. Heimsótti hann nokkra skíðastaði og sneri aftur sex dögum síðar. Skömmu eftir heimkomuna fann hann fyrir einkennum covid sem hann síðan greindist með. Fréttastofan ABC greinir frá þessu. Krafðist Þjóðverjinn skaðabóta frá austurríska ríkinu á grundvelli aðgerðarleysis þess, og stjórnvalda í Tírol héraði. Það er að þau hefðu ekki brugðist við faraldrinum og því hafi fólk smitast. Tuttugu Íslendingar aðilar máls Íslendingar þekkja nafnið Ischgl vel enda komu fjölmargir Íslendingar smitaðir þaðan snemma í marsmánuði árið 2020. Eftir rannsókn á málinu upplýstu íslensk heilbrigðisyfirvöld þau austurrísku um smitin. Austurríkismenn hafa hins vegar verið sakaðir um að hlusta ekki á viðvaranir og halda skíðasvæðinu opnu of lengi. Málsókn Þjóðverjans er prófmál á vegum austurrísku neytendasamtakanna. Samtökin söfnuðu umbjóðendum í hópmálsókn og sökuðu stjórnvöld um að hafa hylmt yfir upplýsingar um útbreiðsluna í Iscghl. Sex þúsund manns frá 45 löndum, þar af 20 Íslendingar, tóku þátt í hópmálsókninni. Að minnsta kosti 27 af þeim hafa látið lífið vegna covid. Tilkynningin varfærnisleg Í dóminum segir að héraðsyfirvöld í Tírol hefðu ekki gefið réttar upplýsingar í tilkynningu þann 5. mars árið 2020, um smitaða Íslendinga. En haldið var fram að þeir hefðu smitast í flugvélinni á leiðinni heim frá Munchen en ekki í Tírol. Gögn málsins sína að yfirvöld hefðu þegar fengið upplýsingar um að að minnsta kosti einn þeirra hefði sýnt einkenni covid. Hins vegar hafi tilkynningin verið varfærnislega orðuð og þar sagt að frekari upplýsingar ættu eftir að koma í ljós. Þessi tilkynning væri því ekki næg til þess að skapa bótaskyldu á grundvelli þess að fólk hefði smitast á skíðahóteli. Ekki búið Peter Kolba, forstjóri austurrísku neytendasamtakanna, sagði dóminn „mikil vonbrigði fyrir fólk frá 45 löndum sem hefði sumt þjáðst mikið vegna mistaka héraðsstjórnarinnar í Tírol.“ Í yfirlýsingu hans segir að samtökin muni núna fara vel yfir dóminn og ræða næstu skref til að sækja bætur fyrir sína umbjóðendur. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Íslendingar erlendis Skíðasvæði Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Sá sem kærði málið var þýskur ferðamaður sem ferðaðist til Ischgl í Tírol héraði þann 7. mars árið 2020. Heimsótti hann nokkra skíðastaði og sneri aftur sex dögum síðar. Skömmu eftir heimkomuna fann hann fyrir einkennum covid sem hann síðan greindist með. Fréttastofan ABC greinir frá þessu. Krafðist Þjóðverjinn skaðabóta frá austurríska ríkinu á grundvelli aðgerðarleysis þess, og stjórnvalda í Tírol héraði. Það er að þau hefðu ekki brugðist við faraldrinum og því hafi fólk smitast. Tuttugu Íslendingar aðilar máls Íslendingar þekkja nafnið Ischgl vel enda komu fjölmargir Íslendingar smitaðir þaðan snemma í marsmánuði árið 2020. Eftir rannsókn á málinu upplýstu íslensk heilbrigðisyfirvöld þau austurrísku um smitin. Austurríkismenn hafa hins vegar verið sakaðir um að hlusta ekki á viðvaranir og halda skíðasvæðinu opnu of lengi. Málsókn Þjóðverjans er prófmál á vegum austurrísku neytendasamtakanna. Samtökin söfnuðu umbjóðendum í hópmálsókn og sökuðu stjórnvöld um að hafa hylmt yfir upplýsingar um útbreiðsluna í Iscghl. Sex þúsund manns frá 45 löndum, þar af 20 Íslendingar, tóku þátt í hópmálsókninni. Að minnsta kosti 27 af þeim hafa látið lífið vegna covid. Tilkynningin varfærnisleg Í dóminum segir að héraðsyfirvöld í Tírol hefðu ekki gefið réttar upplýsingar í tilkynningu þann 5. mars árið 2020, um smitaða Íslendinga. En haldið var fram að þeir hefðu smitast í flugvélinni á leiðinni heim frá Munchen en ekki í Tírol. Gögn málsins sína að yfirvöld hefðu þegar fengið upplýsingar um að að minnsta kosti einn þeirra hefði sýnt einkenni covid. Hins vegar hafi tilkynningin verið varfærnislega orðuð og þar sagt að frekari upplýsingar ættu eftir að koma í ljós. Þessi tilkynning væri því ekki næg til þess að skapa bótaskyldu á grundvelli þess að fólk hefði smitast á skíðahóteli. Ekki búið Peter Kolba, forstjóri austurrísku neytendasamtakanna, sagði dóminn „mikil vonbrigði fyrir fólk frá 45 löndum sem hefði sumt þjáðst mikið vegna mistaka héraðsstjórnarinnar í Tírol.“ Í yfirlýsingu hans segir að samtökin muni núna fara vel yfir dóminn og ræða næstu skref til að sækja bætur fyrir sína umbjóðendur.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Íslendingar erlendis Skíðasvæði Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41
Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20