Samkeppni um innritun farangurs í Keflavík Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júní 2023 14:09 Rúnar Árnason og Valgeir Bjarnason, stofnendur fyrirtækisins Bagbee. Aðsend Nýtt íslenskt fyrirtæki að nafni BagBee tekur nú að sér innrita farangur fyrir fólk á Keflavíkurflugvelli. Þjónusta sem þessi hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu en um er að ræða annað fyrirtækið hér á landi sem býður upp á hana. BagBee er stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni, tveimur frumkvöðlum sem báðir hafa reynslu úr ferðaþjónustu. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innrita hann fyrir það. Fólk getur þannig mætt síðar á flugvöllinn og farið beinustu leið í öryggisleitina. „Hægt er að velja á hvaða tíma farangur er sóttur og er hann innsiglaður og innritaður við afhendingu. Farþeginn fær afrit af farangursmiðanum og getur rakið ferðir farangur síns á leið á völlinn. Skilaboð með myndum af farangrinum berast svo með tölvupósti í síma þegar farangur hefur verið afhentur flugfélaginu á flugvellinum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þjónusta sem þessi kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi í febrúar á þessu ári þegar Öryggismiðstöðin hóf að bjóða upp á hana í samstarfi með Icelandair. Fyrst um sinn verður þjónusta BagBee í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningunni kemur fram að fleiri flugfélög muni bætast við með haustinu. Geti auðveldað ferðalagið Valgeir, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra BagBee, segir fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Svipuð þjónusta hafi þó verið í boði í Asíu í nokkurn tíma. „Með bættri tækni og auknum áhuga flugvalla á að hraða innritun farþega, hefur áhugi á þjónustunni aukist hratt. Markmið okkar er að einfalda ferðalög fólks og hugmyndin er í raun ekki flókin. Við sækjum farangur heim til fólks, innritum hann, innsiglum og förum með upp á völl undir myndavélaeftirliti. Útfærslan, leyfis- og tæknimál hafa verið unnin náið með flugfélögunum og flugvallaryfirvöldum hér á landi til að tryggja góða og örugga þjónustu“, er haft eftir Valgeiri í tilkynningu. Valgeir segir það vera ánægjulegt að hefja starfsemi á þessum tímapunkti. Búist sé við miklu álagi á innritunarsal Keflavíkurflugvallar í sumar vegna mikils farþegafjölda. Það geti auðveldað ferðalagið að hafa innritað farangurinn fyrirfram. Að hans sögn hefur ferðaþjónustan brugðist vel við þessari þjónustu. Þá sé samtal við erlenda samstarfsaðila þegar hafið og er markmið BagBee að geta boðið upp á heildarlausn við farangursflutninga fólks. „Í náinni framtíð getum við sótt farangurinn heim til fólks og svo kemur farangurinn upp á hótel á áfangastað.“ Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
BagBee er stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni, tveimur frumkvöðlum sem báðir hafa reynslu úr ferðaþjónustu. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innrita hann fyrir það. Fólk getur þannig mætt síðar á flugvöllinn og farið beinustu leið í öryggisleitina. „Hægt er að velja á hvaða tíma farangur er sóttur og er hann innsiglaður og innritaður við afhendingu. Farþeginn fær afrit af farangursmiðanum og getur rakið ferðir farangur síns á leið á völlinn. Skilaboð með myndum af farangrinum berast svo með tölvupósti í síma þegar farangur hefur verið afhentur flugfélaginu á flugvellinum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þjónusta sem þessi kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi í febrúar á þessu ári þegar Öryggismiðstöðin hóf að bjóða upp á hana í samstarfi með Icelandair. Fyrst um sinn verður þjónusta BagBee í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningunni kemur fram að fleiri flugfélög muni bætast við með haustinu. Geti auðveldað ferðalagið Valgeir, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra BagBee, segir fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Svipuð þjónusta hafi þó verið í boði í Asíu í nokkurn tíma. „Með bættri tækni og auknum áhuga flugvalla á að hraða innritun farþega, hefur áhugi á þjónustunni aukist hratt. Markmið okkar er að einfalda ferðalög fólks og hugmyndin er í raun ekki flókin. Við sækjum farangur heim til fólks, innritum hann, innsiglum og förum með upp á völl undir myndavélaeftirliti. Útfærslan, leyfis- og tæknimál hafa verið unnin náið með flugfélögunum og flugvallaryfirvöldum hér á landi til að tryggja góða og örugga þjónustu“, er haft eftir Valgeiri í tilkynningu. Valgeir segir það vera ánægjulegt að hefja starfsemi á þessum tímapunkti. Búist sé við miklu álagi á innritunarsal Keflavíkurflugvallar í sumar vegna mikils farþegafjölda. Það geti auðveldað ferðalagið að hafa innritað farangurinn fyrirfram. Að hans sögn hefur ferðaþjónustan brugðist vel við þessari þjónustu. Þá sé samtal við erlenda samstarfsaðila þegar hafið og er markmið BagBee að geta boðið upp á heildarlausn við farangursflutninga fólks. „Í náinni framtíð getum við sótt farangurinn heim til fólks og svo kemur farangurinn upp á hótel á áfangastað.“
Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira