Samkeppni um innritun farangurs í Keflavík Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júní 2023 14:09 Rúnar Árnason og Valgeir Bjarnason, stofnendur fyrirtækisins Bagbee. Aðsend Nýtt íslenskt fyrirtæki að nafni BagBee tekur nú að sér innrita farangur fyrir fólk á Keflavíkurflugvelli. Þjónusta sem þessi hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu en um er að ræða annað fyrirtækið hér á landi sem býður upp á hana. BagBee er stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni, tveimur frumkvöðlum sem báðir hafa reynslu úr ferðaþjónustu. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innrita hann fyrir það. Fólk getur þannig mætt síðar á flugvöllinn og farið beinustu leið í öryggisleitina. „Hægt er að velja á hvaða tíma farangur er sóttur og er hann innsiglaður og innritaður við afhendingu. Farþeginn fær afrit af farangursmiðanum og getur rakið ferðir farangur síns á leið á völlinn. Skilaboð með myndum af farangrinum berast svo með tölvupósti í síma þegar farangur hefur verið afhentur flugfélaginu á flugvellinum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þjónusta sem þessi kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi í febrúar á þessu ári þegar Öryggismiðstöðin hóf að bjóða upp á hana í samstarfi með Icelandair. Fyrst um sinn verður þjónusta BagBee í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningunni kemur fram að fleiri flugfélög muni bætast við með haustinu. Geti auðveldað ferðalagið Valgeir, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra BagBee, segir fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Svipuð þjónusta hafi þó verið í boði í Asíu í nokkurn tíma. „Með bættri tækni og auknum áhuga flugvalla á að hraða innritun farþega, hefur áhugi á þjónustunni aukist hratt. Markmið okkar er að einfalda ferðalög fólks og hugmyndin er í raun ekki flókin. Við sækjum farangur heim til fólks, innritum hann, innsiglum og förum með upp á völl undir myndavélaeftirliti. Útfærslan, leyfis- og tæknimál hafa verið unnin náið með flugfélögunum og flugvallaryfirvöldum hér á landi til að tryggja góða og örugga þjónustu“, er haft eftir Valgeiri í tilkynningu. Valgeir segir það vera ánægjulegt að hefja starfsemi á þessum tímapunkti. Búist sé við miklu álagi á innritunarsal Keflavíkurflugvallar í sumar vegna mikils farþegafjölda. Það geti auðveldað ferðalagið að hafa innritað farangurinn fyrirfram. Að hans sögn hefur ferðaþjónustan brugðist vel við þessari þjónustu. Þá sé samtal við erlenda samstarfsaðila þegar hafið og er markmið BagBee að geta boðið upp á heildarlausn við farangursflutninga fólks. „Í náinni framtíð getum við sótt farangurinn heim til fólks og svo kemur farangurinn upp á hótel á áfangastað.“ Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
BagBee er stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni, tveimur frumkvöðlum sem báðir hafa reynslu úr ferðaþjónustu. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innrita hann fyrir það. Fólk getur þannig mætt síðar á flugvöllinn og farið beinustu leið í öryggisleitina. „Hægt er að velja á hvaða tíma farangur er sóttur og er hann innsiglaður og innritaður við afhendingu. Farþeginn fær afrit af farangursmiðanum og getur rakið ferðir farangur síns á leið á völlinn. Skilaboð með myndum af farangrinum berast svo með tölvupósti í síma þegar farangur hefur verið afhentur flugfélaginu á flugvellinum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þjónusta sem þessi kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi í febrúar á þessu ári þegar Öryggismiðstöðin hóf að bjóða upp á hana í samstarfi með Icelandair. Fyrst um sinn verður þjónusta BagBee í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningunni kemur fram að fleiri flugfélög muni bætast við með haustinu. Geti auðveldað ferðalagið Valgeir, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra BagBee, segir fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Svipuð þjónusta hafi þó verið í boði í Asíu í nokkurn tíma. „Með bættri tækni og auknum áhuga flugvalla á að hraða innritun farþega, hefur áhugi á þjónustunni aukist hratt. Markmið okkar er að einfalda ferðalög fólks og hugmyndin er í raun ekki flókin. Við sækjum farangur heim til fólks, innritum hann, innsiglum og förum með upp á völl undir myndavélaeftirliti. Útfærslan, leyfis- og tæknimál hafa verið unnin náið með flugfélögunum og flugvallaryfirvöldum hér á landi til að tryggja góða og örugga þjónustu“, er haft eftir Valgeiri í tilkynningu. Valgeir segir það vera ánægjulegt að hefja starfsemi á þessum tímapunkti. Búist sé við miklu álagi á innritunarsal Keflavíkurflugvallar í sumar vegna mikils farþegafjölda. Það geti auðveldað ferðalagið að hafa innritað farangurinn fyrirfram. Að hans sögn hefur ferðaþjónustan brugðist vel við þessari þjónustu. Þá sé samtal við erlenda samstarfsaðila þegar hafið og er markmið BagBee að geta boðið upp á heildarlausn við farangursflutninga fólks. „Í náinni framtíð getum við sótt farangurinn heim til fólks og svo kemur farangurinn upp á hótel á áfangastað.“
Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira