Blekkingar Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 31. maí 2023 14:27 Þann 27. apríl síðastliðinn gáfu Evrópsk samtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) út yfirlýsingu um að sala íslenskra upprunavottorða grænnar raforku úr landi hefði verið bönnuð. Íslensk orkufyrirtæki hafa hagnast á því á síðustu árum að selja vottorð úr landi fyrir milljarða króna árlega. Með því að kaupa upprunavottorð af íslenskum raforkuframleiðendum hafa raforkunotendur erlendis fengið sérstakt leyfi til að staðhæfa að þeir noti „græna raforku“ jafnvel þótt raforka þeirra sé í raun alls ekki framleidd á Íslandi. Tilgangurinn er augljós: að stuðla að grænni orkuframleiðslu í Evrópu. Svo mikil stórgróðastarfsemi hefur þetta reynst íslenskum framleiðendum „grænnar raforku“ að vottorð fyrir nálega 90% allrar íslenskrar raforku hafa verið seld úr landi. Í samhengi hins alþjóðlega raforkubókhalds eru því aðeins 13% af þeirri raforku sem notuð er á Íslandi endurnýjanleg, eða „græn“. Hin 87% eru „seld“ úr landi í formi upprunavottorða og á móti er jafnmikið af „gráum“ upprunavottorðum „flutt inn“ til landsins sem skrást á pappírum sem raforka framleidd með kjarnorku og bruna jarðefnaeldsneytis (sjá síðu Orkustofnunar). Má í því sambandi benda á að stórnotendur nota um 80% af raforku á Íslandi og þar af álverin langstærstan hluta, um 64%. Landsvirkjun hefur neitað að láta af hendi upplýsingar um hverjir kaupa græn vottorð af þeim en af tölunum einum saman má ráða að íslenskir stórnotendur kaupa lítið sem ekkert af þeim. Tvítalið Í yfirlýsingu AIB kemur fram að ástæða útflutningsbannsins á „grænu vottorðunum“ sé sú að hér á landi sé vinnsla grænnar orku tvítalin. Orkufyrirtækin selja vottorðin úr landi en á sama tíma fullyrða stórnotendur raforku hérlendis að þeir noti græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimili þeim slíkt yfir höfuð. Á síðu Landsvirkjunar um upprunaábyrgðir raforku kemur skýrt fram að þetta er óleyfilegt: „[O]rkukaupendum [er] óheimilt að staðhæfa að þeir nýti græna orku, nema þeir geti framvísað upprunaábyrgð sem staðfestir endurnýjanlegan uppruna raforkunnar“ og „aðeins þau sem kaupa upprunaábyrgðir geta sagst kaupa endurnýjanlega orku.“ Þann 5. maí birti Landsvirkjun yfirlýsingu á síðu sinni um sölubann AIB. Þar stendur: „Landsvirkjun er eitt þeirra orkufyrirtækja á Íslandi sem selja upprunaábyrgðir. Orkufyrirtækin hafa engin úrræði til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir lýsi því yfir að orkunotkun þeirra komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem er skilyrði fyrir slíkum yfirlýsingum. Í raun er um að ræða rangar og villandi upplýsingar í auglýsingum, eða öðru efni, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Ekki hefur verið brugðist við þessari háttsemi af hálfu stjórnvalda.“ Með þessari yfirlýsingu fríar Landsvirkjun sig með öllu ábyrgð á því að viðskiptavinir hennar, íslenskir stórnotendur, nýti sér hreina ímynd Íslands til að segjast nota græna raforku þótt þeir kaupi ekki vottorð fyrir slíku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði raunar í nýlegu viðtali að stórnotendur hafi „ekki haft áhuga á að kaupa þessa grænu eiginleika.“ Að eigin sögn getur Landsvirkjun ekki stjórnað markaðsefni og auglýsingum stórnotenda og hafi fyrirtækið því ekkert með fullyrðingar viðskiptavina sinna að gera. En er það virkilega svo? Blekkingin Við snögga leit á netinu koma upp fjölmörg dæmi sem benda í þveröfuga átt – í fréttum, aðsendum greinum og jafnvel á síðu Landsvirkjunar sjálfrar eru fullyrðingar frá fyrirtækinu um að íslensk álvinnsla sé „græn“ og með eitt lægsta kolefnisspor í heimi. Sem dæmi má benda á grein Tinnu Traustadóttur, framkvæmdastjóra sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun, og Péturs Blöndal hjá Samáli frá september 2021 þar sem segir: „Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína.“ Í sama mánuði birtist önnur grein Tinnu Traustadóttur og Sólveigar Kr. Bergmann hjá Norðuráliþar sem segir: „Kolefnisfótspor íslenskrar álframleiðslu er það minnsta í heiminum, m.a. vegna þess að álið er framleitt með endurnýjanlegri raforku.“ Á opnum fundi Landsvirkjunar fyrir tveimur árum fullyrti Valur Ægisson, forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun að „kolefnisspor íslenskra álvera [væri] með því lægsta sem gerist í heiminum.“ Sá sami sagði hins vegar í fréttum RÚV 6. maí síðastliðinn að Landsvirkjun hafi ekki eftirlitshlutverk með markaðssetningu og að óljóst sé hver beri ábyrgð á því tjóni sem íslensk orkufyrirtæki verða fyrir vegna sölubannsins. Augljóst er af þessu að fyrirtækið Landsvirkjun hefur sjálft á síðustu árum tekið fullan og meðvitaðan þátt í því að misnota kerfið í kringum upprunaábyrgðir hreinnar grænnar raforku með því að fullyrða í slagtogi við samtök álframleiðenda og aðra að hérlend álframleiðsla sé „græn“ og með eitt lægsta kolefnisspor í heimi en selja samtímis vottorðin eitthvert annað. Það er óheimilt og stjórnendum Landsvirkjunar er það fullkunnugt. Á því fjártjóni sem viðurlög við þessu kunna að valda Landsvirkjun bera stjórnendur Landsvirkjunar fulla og óskoraða ábyrgð. Þú getur ekki bæði selt kökuna úr landi og étið hana heima hjá þér. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 27. apríl síðastliðinn gáfu Evrópsk samtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) út yfirlýsingu um að sala íslenskra upprunavottorða grænnar raforku úr landi hefði verið bönnuð. Íslensk orkufyrirtæki hafa hagnast á því á síðustu árum að selja vottorð úr landi fyrir milljarða króna árlega. Með því að kaupa upprunavottorð af íslenskum raforkuframleiðendum hafa raforkunotendur erlendis fengið sérstakt leyfi til að staðhæfa að þeir noti „græna raforku“ jafnvel þótt raforka þeirra sé í raun alls ekki framleidd á Íslandi. Tilgangurinn er augljós: að stuðla að grænni orkuframleiðslu í Evrópu. Svo mikil stórgróðastarfsemi hefur þetta reynst íslenskum framleiðendum „grænnar raforku“ að vottorð fyrir nálega 90% allrar íslenskrar raforku hafa verið seld úr landi. Í samhengi hins alþjóðlega raforkubókhalds eru því aðeins 13% af þeirri raforku sem notuð er á Íslandi endurnýjanleg, eða „græn“. Hin 87% eru „seld“ úr landi í formi upprunavottorða og á móti er jafnmikið af „gráum“ upprunavottorðum „flutt inn“ til landsins sem skrást á pappírum sem raforka framleidd með kjarnorku og bruna jarðefnaeldsneytis (sjá síðu Orkustofnunar). Má í því sambandi benda á að stórnotendur nota um 80% af raforku á Íslandi og þar af álverin langstærstan hluta, um 64%. Landsvirkjun hefur neitað að láta af hendi upplýsingar um hverjir kaupa græn vottorð af þeim en af tölunum einum saman má ráða að íslenskir stórnotendur kaupa lítið sem ekkert af þeim. Tvítalið Í yfirlýsingu AIB kemur fram að ástæða útflutningsbannsins á „grænu vottorðunum“ sé sú að hér á landi sé vinnsla grænnar orku tvítalin. Orkufyrirtækin selja vottorðin úr landi en á sama tíma fullyrða stórnotendur raforku hérlendis að þeir noti græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimili þeim slíkt yfir höfuð. Á síðu Landsvirkjunar um upprunaábyrgðir raforku kemur skýrt fram að þetta er óleyfilegt: „[O]rkukaupendum [er] óheimilt að staðhæfa að þeir nýti græna orku, nema þeir geti framvísað upprunaábyrgð sem staðfestir endurnýjanlegan uppruna raforkunnar“ og „aðeins þau sem kaupa upprunaábyrgðir geta sagst kaupa endurnýjanlega orku.“ Þann 5. maí birti Landsvirkjun yfirlýsingu á síðu sinni um sölubann AIB. Þar stendur: „Landsvirkjun er eitt þeirra orkufyrirtækja á Íslandi sem selja upprunaábyrgðir. Orkufyrirtækin hafa engin úrræði til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir lýsi því yfir að orkunotkun þeirra komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem er skilyrði fyrir slíkum yfirlýsingum. Í raun er um að ræða rangar og villandi upplýsingar í auglýsingum, eða öðru efni, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Ekki hefur verið brugðist við þessari háttsemi af hálfu stjórnvalda.“ Með þessari yfirlýsingu fríar Landsvirkjun sig með öllu ábyrgð á því að viðskiptavinir hennar, íslenskir stórnotendur, nýti sér hreina ímynd Íslands til að segjast nota græna raforku þótt þeir kaupi ekki vottorð fyrir slíku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði raunar í nýlegu viðtali að stórnotendur hafi „ekki haft áhuga á að kaupa þessa grænu eiginleika.“ Að eigin sögn getur Landsvirkjun ekki stjórnað markaðsefni og auglýsingum stórnotenda og hafi fyrirtækið því ekkert með fullyrðingar viðskiptavina sinna að gera. En er það virkilega svo? Blekkingin Við snögga leit á netinu koma upp fjölmörg dæmi sem benda í þveröfuga átt – í fréttum, aðsendum greinum og jafnvel á síðu Landsvirkjunar sjálfrar eru fullyrðingar frá fyrirtækinu um að íslensk álvinnsla sé „græn“ og með eitt lægsta kolefnisspor í heimi. Sem dæmi má benda á grein Tinnu Traustadóttur, framkvæmdastjóra sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun, og Péturs Blöndal hjá Samáli frá september 2021 þar sem segir: „Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína.“ Í sama mánuði birtist önnur grein Tinnu Traustadóttur og Sólveigar Kr. Bergmann hjá Norðuráliþar sem segir: „Kolefnisfótspor íslenskrar álframleiðslu er það minnsta í heiminum, m.a. vegna þess að álið er framleitt með endurnýjanlegri raforku.“ Á opnum fundi Landsvirkjunar fyrir tveimur árum fullyrti Valur Ægisson, forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun að „kolefnisspor íslenskra álvera [væri] með því lægsta sem gerist í heiminum.“ Sá sami sagði hins vegar í fréttum RÚV 6. maí síðastliðinn að Landsvirkjun hafi ekki eftirlitshlutverk með markaðssetningu og að óljóst sé hver beri ábyrgð á því tjóni sem íslensk orkufyrirtæki verða fyrir vegna sölubannsins. Augljóst er af þessu að fyrirtækið Landsvirkjun hefur sjálft á síðustu árum tekið fullan og meðvitaðan þátt í því að misnota kerfið í kringum upprunaábyrgðir hreinnar grænnar raforku með því að fullyrða í slagtogi við samtök álframleiðenda og aðra að hérlend álframleiðsla sé „græn“ og með eitt lægsta kolefnisspor í heimi en selja samtímis vottorðin eitthvert annað. Það er óheimilt og stjórnendum Landsvirkjunar er það fullkunnugt. Á því fjártjóni sem viðurlög við þessu kunna að valda Landsvirkjun bera stjórnendur Landsvirkjunar fulla og óskoraða ábyrgð. Þú getur ekki bæði selt kökuna úr landi og étið hana heima hjá þér. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun