Hópurinn heldur tryggð við Selfoss og Perla og Harpa bætast við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 20:39 Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Harpa Valey Gylfadóttir ætla sér að taka slaginn með Selfyssingum í Grill 66-deildinni næsta vetur. Samsett Selfyssingar hafa heldur betur tryggt sér liðsstyrk fyrir komandi átök í Grill 66-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili. Perla Ruth Albertsdóttir kemur til liðsins frá Fram og Harpa Valey Gylfadóttir kemur frá ÍBV. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannahóps Selfyssinga eftir að liðinu mistókst að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna á dögunum. Liðið mátti þá þola tap gegn ÍR í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu og Selfyssingar féllu því niður í Grill 66-deildina, en ÍR-ingar fá sæti í Olís-deildinni. Áður en einvígi Selfoss og ÍR fór fram hafði liðið tryggt sér þjónustu þriggja sterkra leikmanna fyrir næsta tímabil. Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ætluðu að snúa aftur á heimaslóðir frá Fram og þá hafði liðið einnig samið við Lenu Margréti Valdimarsdóttur sem hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár. Það er þó þegar orðið ljóst að Lena Margrét mun ekki leika með Selfyssingum í Grill 66-deildinni, en frá því var greint hér á Vísi fyrr í dag að hún hefur samið við uppeldisfélag sitt, Fram. Eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki leika í efstu deild á næsta tímabili veltu því margir fyrir sér hvort Perla, Kristrún og Lena myndu koma til félagsins, en nú er í það minnsta ljóst að Perla ætlar sér að taka slaginn með uppeldisfélaginu. Þá höfðu einnig margir velt fyrir sér framtíð lykilleikmanna liðsins á nýafstöðnu tímabili þar sem Katla María Magnúsdóttir fór fremst í flokki, en samkvæmt tilkynningu Selfyssinga er enginn á förum frá félaginu. Eins og áður segir er það nú í það minnsta ljóst að Perla kemur til með að taka slaginn með Selfyssingum á komandi tímabili og Harpa Valey bætist einnig í hópinn. Perla er fyrir löngu orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu sem getur bæði leyst stöðu horna- og línumanns og er einn af leikja- og markahæstu leikmönnum Selfoss frá upphafi með 457 mörk í 137 leikjum. Harpa Valey hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár og skoraði 71 mark í 25 leikjum fyrir liðið á nýafstöðnu tímabili þar sem ÍBV varð deildar- og bikarmeistari. Þær stöllur skrifa báðar undir þriggja ára samninga við Selfoss og ljóst er að Selfyssingar ætla sér ekki að stoppa lengi í Grill 66-deildinni. UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannahóps Selfyssinga eftir að liðinu mistókst að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna á dögunum. Liðið mátti þá þola tap gegn ÍR í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu og Selfyssingar féllu því niður í Grill 66-deildina, en ÍR-ingar fá sæti í Olís-deildinni. Áður en einvígi Selfoss og ÍR fór fram hafði liðið tryggt sér þjónustu þriggja sterkra leikmanna fyrir næsta tímabil. Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ætluðu að snúa aftur á heimaslóðir frá Fram og þá hafði liðið einnig samið við Lenu Margréti Valdimarsdóttur sem hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár. Það er þó þegar orðið ljóst að Lena Margrét mun ekki leika með Selfyssingum í Grill 66-deildinni, en frá því var greint hér á Vísi fyrr í dag að hún hefur samið við uppeldisfélag sitt, Fram. Eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki leika í efstu deild á næsta tímabili veltu því margir fyrir sér hvort Perla, Kristrún og Lena myndu koma til félagsins, en nú er í það minnsta ljóst að Perla ætlar sér að taka slaginn með uppeldisfélaginu. Þá höfðu einnig margir velt fyrir sér framtíð lykilleikmanna liðsins á nýafstöðnu tímabili þar sem Katla María Magnúsdóttir fór fremst í flokki, en samkvæmt tilkynningu Selfyssinga er enginn á förum frá félaginu. Eins og áður segir er það nú í það minnsta ljóst að Perla kemur til með að taka slaginn með Selfyssingum á komandi tímabili og Harpa Valey bætist einnig í hópinn. Perla er fyrir löngu orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu sem getur bæði leyst stöðu horna- og línumanns og er einn af leikja- og markahæstu leikmönnum Selfoss frá upphafi með 457 mörk í 137 leikjum. Harpa Valey hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár og skoraði 71 mark í 25 leikjum fyrir liðið á nýafstöðnu tímabili þar sem ÍBV varð deildar- og bikarmeistari. Þær stöllur skrifa báðar undir þriggja ára samninga við Selfoss og ljóst er að Selfyssingar ætla sér ekki að stoppa lengi í Grill 66-deildinni.
UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira